Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hollt að geta gert grín að sjálfum sér, en hvað er það kallað þegar einhver annar skrifar ræðuna?

bush_bookupsidedownJá, jæja. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir mér og minni fjölskyldu að Bush sé hlægilegur.  Það er samt svo sorglegt þegar einhver jafn vanhæfur og hlægilegur nær að kyssa nógu marga rassa iðnaðarrisa í Bandaríkjunum til að geta setið sem forseti þar í 2 tímabil.

Kysst nógu marga rassa til að mega setja herlög og snarhækka þar með arðsemi flestra þessara iðnrisa þarna fyrir vestan þar sem að efnahagurinn snýst jú meira og minna um hernað og veltu honum tengdri.

Það er nefnilega staðreynda að vegna gríðarlegra ítaka vopnaframleiðenda í heimsmyndinni þá eru afskaplega litlar vonir á friði í heiminum, a.m.k. ekki meðan að forseti valdamesta ríkis heimsins er endurtekið á "launum" við að viðhalda "þeirra" heimssýn.

Einhverju sinni var mér sagt að um 65% alls fjármagns í heiminum væri bundið í stríði og stríðsrekstri. Þ.m.t. vopna- og vígbúnaðarframleiðslu.  65%!!!  Það er því eðlilegt nánast að ástandið sé eins og það er.  Án hlés hafa Bandaríki Norður Ameríku því verið að "reyna að stilla til friðar" í heiminum með hernaðaraðild og þáttöku í stríði stöðugt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.  Stöðugt.

Staðreyndin er samt bara sú að ekkert er bara.  Það er af því að við gerum ekkert til að breyta því. VIÐ þurfum að gera til að eitthvað gerist.  Þetta er svo einföld staðreynd að flestum finnst jaðra við dónaskap að vera að benda á það. En ef það er svona einfalt og á allra vitorði, af hverju er þá engu breytt?

Af hverju eru það viðskiptablokkir sem stjórna kerfinu, líka hér á landi?  Eru neytendur svona háðir neysluvörunum sínum að við erum tilbúin til að nánast selja sál okkar til að þurfa ekki að "draga úr" velferðinni okkar.

Vissir þú að ál er í síauknum mæli notað í framleiðslu vígbúnaðar? 

Þessi pistill átti nú að vera á léttum nótum, en það mistókst augljóslega herfilega.  Niður með Bush.
(akkúrat núna fóru hundruðir vefsía af stað að yfirfara textann minn. Bregðast við kenniorðum eins og Bush, President, Bomb, Terrorism, Bin Laden o.s.frv. Eða ég a.m.k. ímynda mér það)


mbl.is Bush brá sér í hlutverk uppistandara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk þetta sent frá félaga, nokkuð flott en að sjálfsögðu öfga myndband


Mjög áhugavert að heyra að 4 af 6 flokkum í framboði eru samþykkir því að staldra við....

424581AMá heyra frétt um málið líka á ruv.is í tíu fréttum.

66% líkur á því að það verði staldrað við og beðið með frekari stóriðjuframkvæmdir ef þetta lýsir vilja flokkana en ekki bara einstaklinganna sem sátu fyrir svörum.

66% eru mjög góðar líkur og ber að fagna svo miklum meðbyr.  Málið þó kannski ekki alveg svo einfalt þó óskandi væri. Annar flokkurinn sem er á móti er jú með rúmlega 35% fylgi þannig að líkurnar eru þar með komnar niður undir 50/50.  Það þýðir bara að við megum ekki skorast undan. Við verðum að muna að okkar atkvæði skiptir verulegu máli. Kjósum með framtið.

Við erum ekki að kjósa gegn framförum með því að vilja staldra við eins og svo margir andstæðingar hugmyndarinnar vilja reyna að telja fólki trú um. Að kjósa ekki með því að staldra við er svipað og að reka fyrirtæki árum saman og gera aldrei talningu eða ársuppgjör. Það má ekki æða áfram stefnulaust lengi án þess að illa fari í rekstri. Er það ekki eins í rekstri landsins?

Áfram Ísland - við getum átt bjarta framtíð saman


mbl.is Fulltrúar flokkanna gera grein fyrir afstöðu til umhverfismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Gautur án nokkurs vafa maður leiksins....

Loksins loksins stóð hann hlutverkið sitt vel þrátt fyrir brottgenga vörn liðsins í seinni hálfleik.  Reyndar samt erfitt að gagnrýna vörnina, vorum einfaldlega undir stórskotaliðsárás nánast allan seinni hálfleikinn.

Að sjálfsögðu sorglegt að tapa, en fyrri hálfleikur með betri töktum sem ég hef séð til liðsins lengi.

Vel gert Eyjólfur.


mbl.is Spánverjar sigruðu Íslendinga 1:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þægileg staða með aðgengi að lánsfé fyrir banka/fasteignafélag

Ekki slæmt að geta lánað "sjálfum sér" ótakmarkað á góðum kjörum til kaupa á húsnæði og á aðeins tæplega 5 árum skapað hagnað upp á 4 milljarða með því að kaupa atvinnuhúsnæði sem er þegar (yfirleitt) í góðri útleigu til traustra aðila.

Góður business þess banka business finnst mér

# Netlöggan Police


mbl.is Kaupþing selur Eik fasteignafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt hvað mér finnst svona fréttir alltaf forvitnilegar

Athyglisverðast þarna er þó að sjálfsögðu afskaplega stuttur væntanlegur líftími rússneskra karla.

Rifjaði upp fyrir mér að lesa þessa frétt leiðtogafundur austurs og vesturs sem var haldinn hérna í Höfða um árið. Leiðtogarnir ræddu þar ýmislegt sem komst að hluta til í fjölmiðla, en eitt af því sem þeir ræddu, skv. heimildum mínum frá Bandarískum þjónum í AA samtökunum þar vestra, var gríðarlegur áfengisvandi í Rússlandi, sérstaklega á meðal rússneskra karla.

Ætli þetta tvennt tengist?

Þegar leiðtogafundurinn var haldinn hérna, að mig minnir 1986, þá var talið að rúmlega 20% rússneskra karlmanna eldri en 40 ára að mig minnir, væru þegar á 5. stigi alkóhólisma, þ.e.a.s. lokastigi alkóhólisma. Það er stigið þar sem nánast engar líkur eru taldar á mögulegum bata, stigið þar sem að menn eru meira og minna fastir í eigin hugarheimi og ofskynjunum. Það er þegar menn eru orðnir geðveikir með lítilli von um lækningu.  Við þekkjum þessa menn yfirleitt hérna heima sem göturóna.

Verður þetta ekki að teljast sterklega sem ein möguleg skýring á skömmum líftíma rússa?


mbl.is Íslenskir karlar verða karla elstir í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svo sem skiljanlegt að embættið kjósi frekar að maðurinn tjái sig í eigin nafni....

Ef að Axel hefur sent athugasemdina í nafni embættisins en ekki í sínu eigin er eðlilegt að gerð sé athugasemd við það.  Prestinum sem einstaklingi er þó að sjálfsögðu fyllilega frjálst að hafa allar þær skoðanir sem að hann vill á virkjanaframkvæmdum í Þjórsá.

Prestar mega vera pólitískir, prestar mega taka afstöðu og það í störfum sínum innan eigin safnaðar. Prestar mega nota eigin predikun til að koma í samhengi við boðskapinn eiginn hugðarefnum á framfæri.  En prestar mega að sjálfsögðu ekki nýta sér embættið í þeim tilgangi að skapa pólitískan þrýsting.

Ertu ekki sammála mér með það?


mbl.is Dró til baka athugasemd vegna tilmæla vígslubiskups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu búin/n að kynna þér http://www.heilsubankinn.is ?

Heilsubankinn

Alveg þrælgóður vefur fullur af fróðleik um allt mögulegt varðandi mataræði og heilsu.  Ef þú hefur áhuga á þessum sviðum þá geturðu án vafa gleymt þér þarna inni.

Líka ótrúlega merkilegt að lesa reynslusögu Hildar systir þarna inni, ótrúlegt hvað breyttar áherslur í mataræði gerðu fyrir hana.


Fékk þennan sendan á tölvupósti....

Jóhann var að útskrifast úr laganámi frá HR. Hann átti sér stóra drauma um glæsta framtíð.

Jóhann fór að sækja um vinnu í stóru fyrirtæki í borginni. Starsmannastjórinn sem tók viðtalið var hrifin af þessum efnilega manni og var mjög heitur fyrir því að ráða hann í vinnu. Áður en viðtalið var búið spurði starfsmannastjórinn hvaða launahugmyndir Jóhann hefði.

"Ég var að spá í  1.500.000 á mánuði svona til að byrja með", svaraði Jóhann.

Starfsmannastjórinn horfði á hann í smá stund og sagði svo:
"Hvernig líst þér á  2.500.000 á mánuði,
2 mánaða sumarleyfi á fullu kaupi,
21% mótframlag í séreignarsjóð,
nýjan LEXUS til ótakmarkaðra afnota
og húshjálp til að þrífa heimilið"

Jóhann varð orðlaus. Þetta var meira en hann hafði þorað að vona.

Að lokum sagði hann í mikilli sigurvímu: "Þú hlýtur að vera að grínast!"

Starfsmannastjórinn svaraði að bragði: "Já - en þú byrjaðir....."

Mjög áhugavert að horfa á kastljós viðtal í gær við Rannveigu og Andra Snæ

Sjá þáttinn hér:  http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301762/0

Mér finnst alveg óskaplega merkilegt að það sé hægt að skilgreina mengun sem "mannvæna" eða þ.e.a.s. ekki skaðlega mönnum.  Hvernig getur mengun ekki verið skaðleg mönnum??
Er mengun ekki neikvæð hugmynd? Hefur ekki mengun verulega áhrif á t.d. loftslag heimsins og þar með lífskilyrði manna?

Að mengun sé ekki skaðleg mönnum er að sjálfsögðu bara bull.

Finnst það líka eins og ég hef áður sagt virkilega áhugaverðar og nauðsynlegar vangaveltur að setja niður fyrir okkur hversu mikla orku eigum við til og hvernig viljum við þá nýta hana?  Ef stór hluti orkunnar á að fara í stóriðju eins og núverandi ríkisstjórn gerir ráð fyrir, er þá ekki rétt að nýta hana til uppbyggingar á landsbyggðinni en ekki í miðju svæði mesta atvinnulífs landsins?

Í Hafnarfirði þarf ekki að takast á við atvinnuleysi eða skort. Ef að þú trúir því, skrepptu þá á Melrakkasléttuna, komdu við í Þórshöfn eða á Raufarhöfn og láttu mig vita endilega ef þú fyllist ekki vonleysi?  Komdu jafnvel við á Vestfjörðunum á leiðinni til baka og segðu mér hvað þér finnst.

Það er veruleg þörf á nýjum hugmyndum á landsbyggðinni, það er nákvæmlega engin þörf hér nema fyrir starfsmenn og hluthafa álversins í Straumsvík.

Hvað á að gera við auðlindir landsins?  Ef dæmt yrði að nauðsynlegt sé að nýta þær, er þá ekki rétt að beina því frá Höfuðborginni þar sem atvinnulíf er fyllilega sjálfbært?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband