Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Það eru ekki "bara" þessir til vinstri....

Ég lendi ítrekað í því þegar ég ræði umhverfis mál við fólk að vera settur í einhvern hatt.
Fæ þá spurningar eins og: "Ertu einn af þeim?" eða "Vertu nú ekki að taka undir með þessu fólki"

Sýnist ég loksins hafa fengið uppreisn æru (í vinahópnum þ.e.a.s.) miðað við þessa frétt á ruv.is

Könnun: 73% vilja aukna umhverfisvernd

Á að stækka eða ekki?
Tæplega 73% landsmanna vilja að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúrvernd og umhverfismál. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði í þessum mánuði fyrir Náttúrverndarsamtök Íslands.

Spurt var hvort flokkarnir ættu að leggja meiri eða minni áherslu á náttúrvernd og umhverfismál. Rúm 37% töldu að leggja ætti miklu meiri áherslu, tæplega 36% nokkuð meiri og tæp 23 % töldu að áhersla flokkanna væri hæfileg. Tæplega 5% töldu hins vegar að hún ættu að vera minni.

Nokkur munur er á viðhorfum kynjanna. Um 78% kvenna vilja leggja meiri áherslu á umhverfisvernd og rúm 67% karla.

 


Hefur þú farið í gegnum spurningalista frá tryggingafélagi vegna t.d. sjúkdómatryggingar?

Alveg kominn tími á að vekja athygli á þessum málum.  Mér finnst alveg gjörsamlega óþolandi hvað
tryggingafélögin vilja ganga langt í hnýsni um einkalíf fólks þegar sótt er um tryggingar.

T.d. hvaða gildi hafa upplýsingar um fyrra líferni fólks í umsögn sem slíkri?  Þá meina ég líferni sem
fólk hefur látið af fyrir kannski 10-15 árum síðan.  T.d. þarf að svara mörgum spurningum um hluti
eins og kynlífshegðun o.s.frv.  Ef maður er ekki haldinn einhverju núna, kemur þeim þá eitthvað við
þótt að viðkomandi hafi t.d. fengið kynsjúkdóm þegar hann var 21? 

 


mbl.is Læknafélagið: Reynt að skipta þjóðinni upp í hreinan kynstofn og hina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg frábært að sjá heilbrigði þjóðarinnar gagnvart þessu máli....

1-0 fyrir siðferði....
mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er samstaða í Samfylkingunni?

Var að lesa að mínu mati athyglisvert blog hjá Pétri Gunnarssyni.

Hef oft velt fyrir mér málefnum Samfylkingarinnar. Kannski helst vegna þess að mér hefur oft fundist að þeir væru hvað næst því að endurspegla mínar hugmyndir, en finnst þeir ekki hafa náð að sýna þá samstöðu og fylgni með málum til að vekja áhuga minn til fulls. Hafa að mínu mati of oft sýnt hverfullyndi í málum sem að hafa verið lögð fram.

En er ekki lausnin fyrir Samfylkinguna bara sú að starfa meira út á við eins og Sjálfstæðisflokkurinn?

Þá meina ég að sjálfsögðu ekki að Samfylkingin ætti að breyta stefnuskrá sinni til þeirrar áttar, heldur það að lið er hópur en ekki einstaklingar. Til að við hin sjáum Samfylkinguna sem samhentan hóp út á við þurfum við að sjálfsögðu að sjá það í framkomu. Innri strögl um sæti, stöður og skoðanir einstaklinga með yfirlýsingum út á við skapar ekki þá sýn á Samfylkinguna eða traust á að Samfylkingin geti starfað sem hópur að málefnunum.

Þangað til að það gerist sé ég ekki að atkvæði mínu sé vel varið hjá þeim.

 


Eru peningar tilgangur?

Ég fíla peninga. Ég fíla peninga mjög vel. Ég fíla þá svo vel að ég hef jafnvel fallið í þá
gryfju að trúa því að peningar geti verið tilgangur í sjálfum sér.
Reynsla mín er hins vegar sú að peningar sem tilgangur skapa mér ekki þá hamingju sem
mig langar að upplifa og njóta. Þeir hafa oft og ítrekað fært mér mikla gleði og ánægju til
skamms tíma, en einhvern veginn verða þeir frekar aumkunnarverðir þegar ég ætla að upplifa
tilgang í þeim. Það er nefnilega þannig að í mínu lífi hafa þeir þjónað mér best sem verkfæri en ekki tilgangur.

En ég fíla þá. Já, fíla þá mikið. En fíla ég þá meira en framtíð fyrir börnin mín?

Ég heyri mikið rætt um það í ótta að mögulegt framboð grænna myndi ekkert gera nema stela
frá vinstri grænum í næstu kosningum. Eru að sjálfsögðu fyrst og fremst fylgismenn vinstri grænna
sem að standa fyrir þeirri umræðu.
Miðað við þá sem ég hef rætt þessi mál við þá er ég einn af fjölmörgum sem skilgreina sig
ekki ákveðið pólitískt. Tel mig reyndar frekar til hægri ef eitthvað en hef allatíð kosið eftir
sannfæringu minni hverju sinni og atkvæði mitt hefur lent báðum megin línunnar svona eftir
málefnunum hverju sinni.

En er þessi umræða um hvaðan atkvæðin koma ekki  bara á villigötum?
Er þetta ekki óttahjal sem snýst um ótta manna við eigin afdrif og síns flokks?

Ég verð að spyrja mig tveggja spurninga held ég fyrir þessar kosningar. 

1.      Hvort skiptir mig meira máli framtíð okkar allra eða framtíð pólitískra afla?

2.      Hvernig er markmiðum okkar best náð? Með nýju framboði sem mögulega nær litlu fylgi
EN kemur þó málefninu virkilega vel á framfæri, eða með engu framboði og MIKILLI
kynningarvinnu innan allra flokka?

Ég er einn þeirra sem trúi því að framboð gæti verið farsælli kostur í dag.
Ég held að eigingirni (tímaskortur) mín og meðbræðra minna sé bara einfaldlega orðin of
mikil til þess að fólk gefi sér almennt þann tíma sem til þarf til að vinna á bakvið tjöldin innan
allra flokka. Mér finnst orðið langt síðan að náðist sú samstaða hjá okkur fólkinu sem til þarf
til að ná árangri með þessum aðferðum.
Stemmningin sem að ég hef orðið aðallega var við undanfarin áratug (til þess að ýkja ekki
mikið) er að fólk vill frekar sitja inni á kaffistofum og fárast yfir ástandinu á öllum hlutum,
heldur en að stíga fram og raunverulega GERA EITTHVAÐ til þess að breyta einhverju.

Við virðumst almennt vera búin að missa trúna á að við getum eitthvað gert eða einhverju breytt.

Ég reyni að minna mig mjög reglulega á orð góðs vinar, “ef ég geri ekki neitt, þá gerist ekki neitt”.

Þetta hljómar einfalt og aulalegt, eða hvað?

Erum við kannski öll að bíða eftir að eitthvað gerist og/eða breytist án þess að gera neitt??
Var Reynir Harðarson að gera mistök með því að stíga frá upphaflegri hugsjón sinni um framboð
og “sætta sig” við að fara í Samfylkinguna?

Ekki misskilja mig. Ég hef alls ekkert á móti Samfylgingunni og hef kosið til þeirra áður, en var
Reynir mögulega að stíga í gömlu gryfjuna og hætta við sínar langanir vegna ótta við mistök??
 

Já, Steingrímur – þegar smátt er spurt….

 

ÁFRAM LIVERPOOL :):):)

Alveg meiriháttar fyrir okkur poolarana að fara heim með 2 mörk á útivelli Cool

Ótrúleg "tilviljun" að aðalmennirnir í umfjöllun um liðið undanfarið setji síðan báðir í leiknum!?!  Ha!!  Frábært bara....


mbl.is Frækinn sigur Liverpool á Camp Nou
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrir skemmtilegir tenglar af YouTube......

Var að leita að ákveðnu efni fyrir eiginkonuna og datt inn á þessa í leiðinni.

Virkilega gaman að sjá þann sem einu sinni kallaði sig Prince á "live show" á súpuboltanum.
Sjá hér part 1 og part 2.

Og svo áhugaverð Snickers auglýsing sem að mér skilst að hafi strax verið bönnuð í hommahræddu Bandaríkjunum  sjá hér

 

 


Hvers er ábyrgðin?

Hver ber ábyrgð á neyslu ólögráða einstaklinga?  Þessi spurning verður mér gjarnan hugleikin.

Við lesum um það ítrekað þessa dagana að til virkilegra vandræða hafi komið vegna ofneyslu unglinga á tölvuleikjum og aðgerðum foreldra til að reyna að stemma stigu við ástandinu. Þetta er að sjálfsögðu hið sorglegasta mál og augljóslega aðgerða þörf. Ég vill lýsa yfir fullri samúð með þeim fjölskyldum sem þurfa að takast á við þennan uppsafnaða vanda.

En, hvernig væri best að takast á við þessa hluti?  Að mínu mati væri forvarnar fræðsla mikils virði og eins það að setja barninu snemma reglur varðandi umgengni við tölvuna. Það að barn/unglingur sé orðið svo gjörsamlega háð tölvunni að það missi hreinlega stjórn á sér þegar reynt er að draga úr neyslunni þýðir fyrir mér bara það að barnið hafi fengið að misnota tölvuna allt of lengi.

Hver ber ábyrgðina?  Ætlum við að taka ábyrgð á hlutverki okkar sem foreldrar eða að bíða eftir því að "einhver" "geri eitthvað"?


mbl.is Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluti af ferlinu bara.....

Það virðist a.m.k. orðinn fastur liður í uppsagnarferli þjálfara að birta svona yfirlýsingar.
Ferlið er að virðist einhvern veginn svona:

1.  Birtar yfirlýsingar um að árangur liðsins undanfarið sé að sjálfsögðu áhyggjuefni
2.  Birtar yfirlýsingar um að árangur þjálfarans sé alls ekki eftir væntingum liðsins stjórnar
3.  Birtar yfirlýsingar um óánægju leikmanna með þjálfarann og/eða samskiptaerfiðleika þar
4.  Birtar yfirlýsingar "um fullan stuðning stjórnar við þjálfarann"

5.  Kallgreyið alveg haugrekinn og vill svo ótrúlega til að stjórnin er samt við það að vera búin að
ganga frá samningi við nýjan þjálfara??


mbl.is Eggert Magnússon: Curbishley með fullan stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið, minnist þess ekki að hafa séð Simma skrifa neitt um þetta.....

já, eins og hann er nú almennt duglegur að bloggast hérna inni.....
mbl.is PSV Eindhoven sigraði Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband