Eru peningar tilgangur?

Ég fíla peninga. Ég fíla peninga mjög vel. Ég fíla þá svo vel að ég hef jafnvel fallið í þá
gryfju að trúa því að peningar geti verið tilgangur í sjálfum sér.
Reynsla mín er hins vegar sú að peningar sem tilgangur skapa mér ekki þá hamingju sem
mig langar að upplifa og njóta. Þeir hafa oft og ítrekað fært mér mikla gleði og ánægju til
skamms tíma, en einhvern veginn verða þeir frekar aumkunnarverðir þegar ég ætla að upplifa
tilgang í þeim. Það er nefnilega þannig að í mínu lífi hafa þeir þjónað mér best sem verkfæri en ekki tilgangur.

En ég fíla þá. Já, fíla þá mikið. En fíla ég þá meira en framtíð fyrir börnin mín?

Ég heyri mikið rætt um það í ótta að mögulegt framboð grænna myndi ekkert gera nema stela
frá vinstri grænum í næstu kosningum. Eru að sjálfsögðu fyrst og fremst fylgismenn vinstri grænna
sem að standa fyrir þeirri umræðu.
Miðað við þá sem ég hef rætt þessi mál við þá er ég einn af fjölmörgum sem skilgreina sig
ekki ákveðið pólitískt. Tel mig reyndar frekar til hægri ef eitthvað en hef allatíð kosið eftir
sannfæringu minni hverju sinni og atkvæði mitt hefur lent báðum megin línunnar svona eftir
málefnunum hverju sinni.

En er þessi umræða um hvaðan atkvæðin koma ekki  bara á villigötum?
Er þetta ekki óttahjal sem snýst um ótta manna við eigin afdrif og síns flokks?

Ég verð að spyrja mig tveggja spurninga held ég fyrir þessar kosningar. 

1.      Hvort skiptir mig meira máli framtíð okkar allra eða framtíð pólitískra afla?

2.      Hvernig er markmiðum okkar best náð? Með nýju framboði sem mögulega nær litlu fylgi
EN kemur þó málefninu virkilega vel á framfæri, eða með engu framboði og MIKILLI
kynningarvinnu innan allra flokka?

Ég er einn þeirra sem trúi því að framboð gæti verið farsælli kostur í dag.
Ég held að eigingirni (tímaskortur) mín og meðbræðra minna sé bara einfaldlega orðin of
mikil til þess að fólk gefi sér almennt þann tíma sem til þarf til að vinna á bakvið tjöldin innan
allra flokka. Mér finnst orðið langt síðan að náðist sú samstaða hjá okkur fólkinu sem til þarf
til að ná árangri með þessum aðferðum.
Stemmningin sem að ég hef orðið aðallega var við undanfarin áratug (til þess að ýkja ekki
mikið) er að fólk vill frekar sitja inni á kaffistofum og fárast yfir ástandinu á öllum hlutum,
heldur en að stíga fram og raunverulega GERA EITTHVAÐ til þess að breyta einhverju.

Við virðumst almennt vera búin að missa trúna á að við getum eitthvað gert eða einhverju breytt.

Ég reyni að minna mig mjög reglulega á orð góðs vinar, “ef ég geri ekki neitt, þá gerist ekki neitt”.

Þetta hljómar einfalt og aulalegt, eða hvað?

Erum við kannski öll að bíða eftir að eitthvað gerist og/eða breytist án þess að gera neitt??
Var Reynir Harðarson að gera mistök með því að stíga frá upphaflegri hugsjón sinni um framboð
og “sætta sig” við að fara í Samfylkinguna?

Ekki misskilja mig. Ég hef alls ekkert á móti Samfylgingunni og hef kosið til þeirra áður, en var
Reynir mögulega að stíga í gömlu gryfjuna og hætta við sínar langanir vegna ótta við mistök??
 

Já, Steingrímur – þegar smátt er spurt….

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Góð grein. Umhugsunarverðar pælingar. Það er hollt að hafa alltaf hugfast að hver einasti einstaklingur hefur yfir að ráða gífurlegum sköpunarkrafti sem hann getur notað og beitt eins og hann vill. Allir hafa sitt að segja. Og enginn er án ábyrgðar.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 22.2.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband