Er samstaða í Samfylkingunni?

Var að lesa að mínu mati athyglisvert blog hjá Pétri Gunnarssyni.

Hef oft velt fyrir mér málefnum Samfylkingarinnar. Kannski helst vegna þess að mér hefur oft fundist að þeir væru hvað næst því að endurspegla mínar hugmyndir, en finnst þeir ekki hafa náð að sýna þá samstöðu og fylgni með málum til að vekja áhuga minn til fulls. Hafa að mínu mati of oft sýnt hverfullyndi í málum sem að hafa verið lögð fram.

En er ekki lausnin fyrir Samfylkinguna bara sú að starfa meira út á við eins og Sjálfstæðisflokkurinn?

Þá meina ég að sjálfsögðu ekki að Samfylkingin ætti að breyta stefnuskrá sinni til þeirrar áttar, heldur það að lið er hópur en ekki einstaklingar. Til að við hin sjáum Samfylkinguna sem samhentan hóp út á við þurfum við að sjálfsögðu að sjá það í framkomu. Innri strögl um sæti, stöður og skoðanir einstaklinga með yfirlýsingum út á við skapar ekki þá sýn á Samfylkinguna eða traust á að Samfylkingin geti starfað sem hópur að málefnunum.

Þangað til að það gerist sé ég ekki að atkvæði mínu sé vel varið hjá þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband