Það eru ekki "bara" þessir til vinstri....

Ég lendi ítrekað í því þegar ég ræði umhverfis mál við fólk að vera settur í einhvern hatt.
Fæ þá spurningar eins og: "Ertu einn af þeim?" eða "Vertu nú ekki að taka undir með þessu fólki"

Sýnist ég loksins hafa fengið uppreisn æru (í vinahópnum þ.e.a.s.) miðað við þessa frétt á ruv.is

Könnun: 73% vilja aukna umhverfisvernd

Á að stækka eða ekki?
Tæplega 73% landsmanna vilja að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúrvernd og umhverfismál. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði í þessum mánuði fyrir Náttúrverndarsamtök Íslands.

Spurt var hvort flokkarnir ættu að leggja meiri eða minni áherslu á náttúrvernd og umhverfismál. Rúm 37% töldu að leggja ætti miklu meiri áherslu, tæplega 36% nokkuð meiri og tæp 23 % töldu að áhersla flokkanna væri hæfileg. Tæplega 5% töldu hins vegar að hún ættu að vera minni.

Nokkur munur er á viðhorfum kynjanna. Um 78% kvenna vilja leggja meiri áherslu á umhverfisvernd og rúm 67% karla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband