Hvers er ábyrgðin?

Hver ber ábyrgð á neyslu ólögráða einstaklinga?  Þessi spurning verður mér gjarnan hugleikin.

Við lesum um það ítrekað þessa dagana að til virkilegra vandræða hafi komið vegna ofneyslu unglinga á tölvuleikjum og aðgerðum foreldra til að reyna að stemma stigu við ástandinu. Þetta er að sjálfsögðu hið sorglegasta mál og augljóslega aðgerða þörf. Ég vill lýsa yfir fullri samúð með þeim fjölskyldum sem þurfa að takast á við þennan uppsafnaða vanda.

En, hvernig væri best að takast á við þessa hluti?  Að mínu mati væri forvarnar fræðsla mikils virði og eins það að setja barninu snemma reglur varðandi umgengni við tölvuna. Það að barn/unglingur sé orðið svo gjörsamlega háð tölvunni að það missi hreinlega stjórn á sér þegar reynt er að draga úr neyslunni þýðir fyrir mér bara það að barnið hafi fengið að misnota tölvuna allt of lengi.

Hver ber ábyrgðina?  Ætlum við að taka ábyrgð á hlutverki okkar sem foreldrar eða að bíða eftir því að "einhver" "geri eitthvað"?


mbl.is Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Það er að minnsta kosti ljóst að tölvan hvorki ber né tekur ábyrgðina, enda dauður hlutur þar á ferð sem getur þá hvorki ætlað sér gott né illt.

Það sama á við tölvuleikinn sem verið er að spila.

Það mætti hins vegar oft á tíðum skilja fréttafluttninginn á þá leið að tölvur og tölvuleikir skapi þetta ástand - þ.e. full frísk ungmenni umturnast bara á 0.1 við að setjast fyrir framan leik X í tölvu Y og í framhaldi ræður enginn við neitt. Þetta er rugl og er einungis til þess fallið að skyggja á þau raunverulegu vandamál sem liggja á bakvið og eru vissulega til staðar þegar atferli, eins og að ráðast að foreldrum sínum við það að tölvan sé tekin úr sambandi, kemur fram.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 21.2.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Púkinn

Púkinn bendir á það sem hann hefur sagt hér.

Púkinn, 21.2.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband