Í bullandi popularisma Framsóknar er ekki skrítið að ung risaeðla í flokknum nái ekki kosningu formanns

Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart svo sem, en það kom mér á óvart að ekki skyldu vera fleiri aðilar með einhverja reynslu innan flokksins í framboði. Til að mynda tel ég að Hallur Magnússon hefði hlotið nokkuð fylgi hefði hann kosið að bjóða sig fram.

Páll Magnússon er brenndur af því að hafa starfað í flokknum á að mínu mati versta skeiði hans og því eðlilegt að þessi nýju öfl með nýjar áherslur innan flokksins veljji hann ekki.

Kemur hins vegar verulega á óvart að aðili, sem að mínu viti hefur ekki tengst flokknum hingað til, geti stigið þar inn og boðið sig fram til formanns og unnið kosningu?!?  Það finnst mér mjög merkilegt.

Samsæriskenningin er hins vegar sú að Sigmundur sé í raun bara framlenging á Guðna Ágústssyni.


mbl.is Páll: Niðurstaðan kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn með ENGAR framtíðaráætlanir spáir batnandi tíð 2010?!?

Fyrirgefiði mér barnaskapinn í skrifum, en er þetta eitthvað sjúkt grín?

Á hvaða forsendum þeim reiknast þetta til skil ég ekki. Það liggur alls ekki fyrir til að mynda hver samdrátturinn verður raunverulega af landsframleiðslu. Spár um 10% held ég að séu byggðar á mikilli bjartsýni. Árið 2008 voru til að mynda ennþá hérna stórir bankar að skila miklum tekjum til þjóðarbúsins.

Krónan er ónýt, sem styrkir útflutning en það kemur aðeins mögulega til móts við hratt lækkandi afurðaverð erlendis í dag. Fiskurinn hríðlækkar og álið með. Ofan á það bætist síðan að gjaldeyristekjurnar rata ekki hingað heim, menn fá meira fyrir hann annarsstaðar virðist vera.

Ríkisstjórnin hefur hingað til ekki sýnt minnstu hugsun um framtíðarplön, er aðeins í því að slökkva elda og vísa sökinni annað. Með enga eða litla framtíðarsýn, á hvaða forsendum geta menn spá fyrir um ástandið 2010??

Kreppan er ekki einu sinni byrjuð hér að ráði ennþá. Við Geir erum um það sammála að árið 2009 verður mjög mjög erfitt, ég spái því hins vegar því miður, að 2010 verði það líka.


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstöðufundi lokið á Austurvelli - opið hús í Borgartúni 3 á eftir

Þeim sem ekki komust á Austurvöll má benda á að Raddir Fólksins tilkynntu um það á fundinum að eftir fundinn yrði opið hús í Borgartúni 3 þar sem að Raddir Fólksins hafa nýlega komið sér fyrir ásamt mörgum öðrum þrýstihópum sem eru starfandi í dag og þar fremst í flokki hópurinn um Borgarafundina.

Ég finn fyrir sterkri samkennd eftir fundinn í dag og sérstaklega fannst mér framsaga Gylfa Magnússonar góð. Hún var jarðbundin en um leið kom fram skýr krafa um að núverandi stjórnvöldum beri að víkja. Þau starfa ekki í trausti fólksins og án trausts í samfélaginu í dag mun endurreisnarstarfið ekki ná að hefjast.

Það hringdi í mig góður félagi minn meðan að á fundinum stóð. Ég sagði honum hvar ég væri og þá tjáði hann mér að hann mætti ekki, að hann væri ekki enn viss um hvort að hann vildi taka þátt. Ég sagði ekkert við hann við þetta tækifæri, var ekki staður né stund á miðjum Samstöðufundi. En ég velti því fyrir mér lengi eftir símtalið, hvað þarf til þess að "Grillfólkið" vakni líka og vilji gera eitthvað í málinu? Grillfólkið er nefnilega ekki bara Sjálfstæðismenn, eins og Hannes Hólmsteinn talaði um og snerist algerlega í höndunum á honum, grillfólkið er stærstur hluti þjóðarinnar sem nennir almennt ekki að taka þátt í pólitík og vill bara að einhverjir sjái um að til sé kerfi fyrir þau að starfa í.

Hvernig væri nú að hætta að grilla og vera með? Steikin kólnar hratt þessa dagana hvað sem við gerum!


mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vill koma upp um Milljarðamæring?

Mér persónulega finnst Kastljósið og svo Silfrið með Agli Helga bera höfuð og herðar yfir alla þessa þætti. Þar fer fram nokkuð óhlutdræg umræða um málefnin. Markaðurinn er þáttur sem mikið til hefur verið að fá til sín undanfarið nú-ríka, ný-ríka eða...

Mótmælafundur? Nei - á morgun ætla ég að mæta á samstöðufund!!

Hvað með þig? Ég mæti ekki á Austurvöll bara til þess að láta í ljós óánægju mína, ég mæti til þess að sýna samstöðu með þjóðinni og upplifa samhyggðina sem þar er. Mótmæli hafa á sér oft afar neikvæðan blæ, en þeirra er þörf engu að síður. En ef þú ert...

NMT áfram - góðar fréttir

Fyrir okkur sem þurfum að vera mikið á hálendinu vegna vinnu og svo fyrir marga sem stunda sjómennsku er NMT kerfið enn á mörgum stöðum betra en GSM kerfið er orðið. Þetta er mér gleðiefni og eykur öryggi á mörgum stöðum hálendisins þar sem eru...

Er það svo komið að slökkviliðsmenn á Íslandi þurfi stefnu til að innheimta launin sín??

Nú fer ég í geðshræringar gírinn. Hvað er í gangi eiginlega??? Þetta hefur ekkert með núverandi efnahagsástand að gera, þessi smánargreiðsla hefur ekki verið greidd í nokkur ár. Það er varla hægt að segja að tæpar 20.000 krónur á ÁRI séu rausnarleg...

Af hverju er kvótinn enn í forræði Útvegskónga??

Stærstur hluti kvótans er nú í raun í eigu bankanna þar sem að hann hafði verið tví og þrí veðsettur. Þetta er besta tækifæri sem að þjóðin hefur fengið gagnvart kvótakerfinu frá því að það var sett á, til þess að snúa af leið og endurheimta kvótann til...

Er framtíðin í vatni? Hver er samfélagsleg ábyrgð okkar í heiminum?

Ég velti þessu oft fyrir mér. Á hverjum degi rennur á Íslandi til sjávar margfalt það magn af ferskvatni sem mannkynið í heild sinni drekkur daglega. Ég hef heyrt tölur í því samhengi frá tífalt og upp í hundraðfalt. Þori ekki að fullyrða um það, en...

Hagsmunasamtök Heimilanna - frábært framtak hér á ferð

Sat í kvöld stofnfund samtakanna. Hér er á ferðinni hugmynd sem er í raun alveg bráðmerkilegt að hafi ekki komið fram áður, samtök sem hafa það meginmarkmið að starfa eingöngu að hagsmunum heimilanna. Kannski slík samtök hafi ekki komið fram áður vegna...

100 milljarðar af meðvirkni?

Það er svo skrítið að maður er orðinn svo samdauna öllum þessum tölum eða upphæðum að ég sé ekki að 100 milljarðar dugi langt í hítina. Ekki nema jú að þessum peningum yrði dælt beint í framkvæmdir til þess að styrkja atvinnulífið. Þar myndu...

Var Frumvarp til laga um ábyrgðarmenn bara fjölmiðlasirkus?? Er enn bara verið að blekkja okkur?

Það eru ýmsar táknmyndirnar sem blasa við okkur um bæinn í dag. Lúxusjeppar sem ekki er til fyrir bensíni á, hvað þá afborguninni. Risabyggingar sem aðeins að litlum hluta eru eða munu fara í notkun á komandi árum. En sorglegast finnst mér að stór hluti...

Íslandi vs. Sómalía - hverjum er treystandi?

Þetta eru að sjálfsögðu leiðinlegar fréttir, þó að ég undrist að miðað við það sem kemur fram í fréttinni, margra ára viðskiptasambönd séu einskis virði vegna ástandsins. Ástandið er vægast sagt svart þegar að vinir í viðskiptum treysta ekki lengur...

Vill vekja hér athygli á stofnfundi Hagsmunasamtaka Heimilanna

Stofnfundurinn verður í húsnæði Háskólans í Reykjavík í stofu 101 klukkan átta á fimmtudagskvöld. Sjá nánar á http://www.heimilin.is Hér er á ferðinni hópur fólks sem ætlar sér að slá skjaldborg um helstu hagsmunamál vel flestra heimila í landinu með...

Er þetta enn eitt vafasama plottið hjá Ólafi Ólafssyni??

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246234

Ég ítreka það að ég er EKKI í framboði til formanns Framsóknarflokksins

Tel bara rétt að hafa þetta opinbert og alveg á hreinu þar sem að vikulega virðast birtast nýjir aðilar í framboði og það jafnvel aðilar sem hafa aldrei komið nálægt flokknum áður. Velti því alvarlega fyrir mér hvort að það væri raunverulega svo að menn...

Boðar Framfaraflokkurinn framfarir? - Sturla gagnrýnir aðgengi gömlu flokkanna að peningum

Mitt helsta áhyggju efni þessa dagana (fyrir utan augljósar áhyggjur af því að ríkisstjórnin sitji enn eins og blindfullur unglingur við stýrið) er að í öllu því grasrótarstarfi sem nú er í gangi um allan bæ, verði til fjöldi smákónga, lítil sem engin...

Sorglegt hvernig erjur geta dregið fram það versta í manninum - og það út af engu

Ég vann í nokkur ár sem sölumaður fasteigna. Það starf hentaði mér síður en mörg önnur sölustörf sem að ég hef unnið vegna margra þátta. En verst af öllu fannst mér að upplifa í því starfi aftur og aftur hvernig "gott og heiðarlegt" fólk gat gjörsamlega...

Munurinn á húsnæðislánum og bílalánum í erlendri mynt

Munurinn er mestur sá að fólk þarf almennt ekki nauðsynlega að skipta jafn títt um húsnæði eins og bíl og húsnæðið með tímanum mun ná aftur láninu að verðmæti. Það sem er hrofið í bílalánin er hins vegar í raun bara horfið. Ég til dæmis er með...

Atvinnuleysisdraugurinn læðist að okkur

4,8% myndi ekki teljast mikið atvinnuleysi hjá mörgum þjóðum heimsins en hjá þjóð sem hefur búið við atvinnuleysi undir 2% og reyndar undir 1% nú um nokkuð langt skeið veldur þetta fólki miklum ótta. Núna er það heldur ekki bara óttinn við atvinnuleysi...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband