Í bullandi popularisma Framsóknar er ekki skrítið að ung risaeðla í flokknum nái ekki kosningu formanns
18.1.2009 | 21:51
Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart svo sem, en það kom mér á óvart að ekki skyldu vera fleiri aðilar með einhverja reynslu innan flokksins í framboði. Til að mynda tel ég að Hallur Magnússon hefði hlotið nokkuð fylgi hefði hann kosið að bjóða sig fram.
Páll Magnússon er brenndur af því að hafa starfað í flokknum á að mínu mati versta skeiði hans og því eðlilegt að þessi nýju öfl með nýjar áherslur innan flokksins veljji hann ekki.
Kemur hins vegar verulega á óvart að aðili, sem að mínu viti hefur ekki tengst flokknum hingað til, geti stigið þar inn og boðið sig fram til formanns og unnið kosningu?!? Það finnst mér mjög merkilegt.
Samsæriskenningin er hins vegar sú að Sigmundur sé í raun bara framlenging á Guðna Ágústssyni.
![]() |
Páll: Niðurstaðan kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórn með ENGAR framtíðaráætlanir spáir batnandi tíð 2010?!?
18.1.2009 | 00:44
Fyrirgefiði mér barnaskapinn í skrifum, en er þetta eitthvað sjúkt grín?
Á hvaða forsendum þeim reiknast þetta til skil ég ekki. Það liggur alls ekki fyrir til að mynda hver samdrátturinn verður raunverulega af landsframleiðslu. Spár um 10% held ég að séu byggðar á mikilli bjartsýni. Árið 2008 voru til að mynda ennþá hérna stórir bankar að skila miklum tekjum til þjóðarbúsins.
Krónan er ónýt, sem styrkir útflutning en það kemur aðeins mögulega til móts við hratt lækkandi afurðaverð erlendis í dag. Fiskurinn hríðlækkar og álið með. Ofan á það bætist síðan að gjaldeyristekjurnar rata ekki hingað heim, menn fá meira fyrir hann annarsstaðar virðist vera.
Ríkisstjórnin hefur hingað til ekki sýnt minnstu hugsun um framtíðarplön, er aðeins í því að slökkva elda og vísa sökinni annað. Með enga eða litla framtíðarsýn, á hvaða forsendum geta menn spá fyrir um ástandið 2010??
Kreppan er ekki einu sinni byrjuð hér að ráði ennþá. Við Geir erum um það sammála að árið 2009 verður mjög mjög erfitt, ég spái því hins vegar því miður, að 2010 verði það líka.
![]() |
Geir: Árið verður mjög erfitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samstöðufundi lokið á Austurvelli - opið hús í Borgartúni 3 á eftir
17.1.2009 | 16:59
Þeim sem ekki komust á Austurvöll má benda á að Raddir Fólksins tilkynntu um það á fundinum að eftir fundinn yrði opið hús í Borgartúni 3 þar sem að Raddir Fólksins hafa nýlega komið sér fyrir ásamt mörgum öðrum þrýstihópum sem eru starfandi í dag og þar fremst í flokki hópurinn um Borgarafundina.
Ég finn fyrir sterkri samkennd eftir fundinn í dag og sérstaklega fannst mér framsaga Gylfa Magnússonar góð. Hún var jarðbundin en um leið kom fram skýr krafa um að núverandi stjórnvöldum beri að víkja. Þau starfa ekki í trausti fólksins og án trausts í samfélaginu í dag mun endurreisnarstarfið ekki ná að hefjast.
Það hringdi í mig góður félagi minn meðan að á fundinum stóð. Ég sagði honum hvar ég væri og þá tjáði hann mér að hann mætti ekki, að hann væri ekki enn viss um hvort að hann vildi taka þátt. Ég sagði ekkert við hann við þetta tækifæri, var ekki staður né stund á miðjum Samstöðufundi. En ég velti því fyrir mér lengi eftir símtalið, hvað þarf til þess að "Grillfólkið" vakni líka og vilji gera eitthvað í málinu? Grillfólkið er nefnilega ekki bara Sjálfstæðismenn, eins og Hannes Hólmsteinn talaði um og snerist algerlega í höndunum á honum, grillfólkið er stærstur hluti þjóðarinnar sem nennir almennt ekki að taka þátt í pólitík og vill bara að einhverjir sjái um að til sé kerfi fyrir þau að starfa í.
Hvernig væri nú að hætta að grilla og vera með? Steikin kólnar hratt þessa dagana hvað sem við gerum!
![]() |
Fjöldi manns á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver vill koma upp um Milljarðamæring?
17.1.2009 | 00:26
Mótmælafundur? Nei - á morgun ætla ég að mæta á samstöðufund!!
16.1.2009 | 23:38
NMT áfram - góðar fréttir
16.1.2009 | 18:34
Er það svo komið að slökkviliðsmenn á Íslandi þurfi stefnu til að innheimta launin sín??
16.1.2009 | 13:02
Af hverju er kvótinn enn í forræði Útvegskónga??
16.1.2009 | 12:57
Er framtíðin í vatni? Hver er samfélagsleg ábyrgð okkar í heiminum?
16.1.2009 | 05:37
Hagsmunasamtök Heimilanna - frábært framtak hér á ferð
16.1.2009 | 00:52
100 milljarðar af meðvirkni?
15.1.2009 | 15:31
Var Frumvarp til laga um ábyrgðarmenn bara fjölmiðlasirkus?? Er enn bara verið að blekkja okkur?
15.1.2009 | 15:06
Íslandi vs. Sómalía - hverjum er treystandi?
15.1.2009 | 12:32
Vill vekja hér athygli á stofnfundi Hagsmunasamtaka Heimilanna
15.1.2009 | 00:36
Er þetta enn eitt vafasama plottið hjá Ólafi Ólafssyni??
14.1.2009 | 22:47
Ég ítreka það að ég er EKKI í framboði til formanns Framsóknarflokksins
14.1.2009 | 21:17
Boðar Framfaraflokkurinn framfarir? - Sturla gagnrýnir aðgengi gömlu flokkanna að peningum
14.1.2009 | 18:44
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Munurinn á húsnæðislánum og bílalánum í erlendri mynt
14.1.2009 | 08:17
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Atvinnuleysisdraugurinn læðist að okkur
13.1.2009 | 23:50
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)