Er framtíðin í vatni? Hver er samfélagsleg ábyrgð okkar í heiminum?

Ég velti þessu oft fyrir mér. Á hverjum degi rennur á Íslandi til sjávar margfalt það magn af ferskvatni sem mannkynið í heild sinni drekkur daglega. Ég hef heyrt tölur í því samhengi frá tífalt og upp í hundraðfalt. Þori ekki að fullyrða um það, en ljóst er miðað við þetta að það er alls ekki ferskvatns skortur í nánd í heiminum.

Skortur á fersk vatni hefur verið nefnt sem helsta vá hlýnunar jarðar. Í Mexíkó til að mynda eru nánast engar vatnsbirgðir eftir og þegar þurrt er dögum saman lenda þeir hratt í vandræðum. Samt býr Perú við svipað ástand og Ísland, gríðarlegt umfram magn af fersk vatni.

Vandinn er því augljóslega ekki skortur á fersk vatni, vandinn er hvernig við flytjum það á milli? Frá Perú til Mexíkó er svarið augljóst, pípulögn.

En hvað með vatnsflutnigna frá okkur? Það er ljóst að þessi útflutningur til Persaflóasvæðisins er í hagnaðarskyni og því er það einfaldlega neytandinn sem greiðir á endanum fyrir flutninginn. Mér hins vegar er þetta meira hugleikið í samhengi við samfélagslega ábyrgð okkar í heiminum. Ef hægt er til dæmis að rækta upp stór svæði í Afríku með vatnsflutningum og áveitukerfum er það þá ekki eitthvað sem að við eigum að horfa til?

Er mögulegt að með ódýrri lausn á vatnsflutningum mætti nánast útrýma hungri í heiminum? Það er dýrt að flytja vatnið, en á móti gætum við átt hlutdeild í ræktuninni sem færi fram.

Ef við skoðum þetta í minni skala að þá ættum við þess utan að sjálfsögðu að senda neysluvatn á þurrkatímum til þeirra sem þess þarfnast. Við getum það og ættum ekki að skorast undan því.

Já, ég veit. Þetta eru kannski skrítnar hugleiðingar á þessum krepputímum hér heima. Þetta eru einfaldlega vangaveltur sem hafa verið mér hugleiknar um langt skeið.


mbl.is Jökulvatn til Persaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Jón Ólafsson, kallinn kann etta

Ómar Ingi, 16.1.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er ekki Jón Ólafsson sem er með Vatnið á Rifi.

Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 10:49

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jón Ólafsson er í Ölfusinum Ómar með að virðist afar vafasömum fjárfesti frá Kanada.

Það er vonandi að það eyðileggi ekki projectið þar, er komið á gott skrið að mér skilst.

Á Rifi eru erlendir aðilar skilst mér, fjárfestar frá Arabalöndunum einhversstaðar og eru að hugsa um þetta fyrir sinn nær markað.

Baldvin Jónsson, 16.1.2009 kl. 12:41

4 identicon

"Iceland Glacier Products er að mestu í eigu kanadískra aðila, samkvæmt frétt RÚV"... sbr.  þessa frétt frá 14. 8. 2007.

Áður en fólk tapar sér af gleði yfir útflutningnum á jökulvatninu væri gott að vita hvert skatttekjurnar fara og hvort kanadísku eigendurnir eigi einkarétt.

Helga (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:44

5 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Hjartanlega sammála þér, við eigum ekki að skorast undann

Unnur Arna Sigurðardóttir, 16.1.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband