Íslandi vs. Sómalía - hverjum er treystandi?

Þetta eru að sjálfsögðu leiðinlegar fréttir, þó að ég undrist að miðað við það sem kemur fram í fréttinni, margra ára viðskiptasambönd séu einskis virði vegna ástandsins. Ástandið er vægast sagt svart þegar að vinir í viðskiptum treysta ekki lengur viðskiptavinum til margra ára vegna þess að bankinn þeirra er hruninn. Staðreyndin hins vegar sú að á meðan talið er að allt að 80% íslenskra fyrirtækja séu tæknilega gjaldþrota að þá er þetta meira en eðlileg staða. Okkur finnst þetta bara svo sárt og svekkjandi öllum, en þetta er einfaldlega bara fylgifiskur þess að klúðra fjármálunum sínum. Enn sárara hversu margir sem eiga enga sök lenda í þessu líka.

Þá finnst mér áhugavert að sjá hvernig fyrirtækið Creditinfo er að nýta sér ástandið til þess að koma sér enn frekar á framfæri. Augljóst að þar á bæ hafa menn tekið ákvörðun um að nýta sér sóknartækifærin sem fólgin eru í þessum algerlega ömurlegu aðstæðum, en það er jú einu sinni á slíkum aðstæðum sem fyrirtækið þrífst. En hver skyldi eiga það í dag? Creditinfo var að stórum hluta í eigu bankanna, hvað skyldi hafa orðið um þann hlut?


mbl.is Neita að tryggja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hva a ské

Ómar Ingi, 15.1.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

og allt virðist þetta byrja og enda með settningu hryðjuverkalagana. þ.e.a.s. lokun á viðskipti.

það liggur greinilega fyrir öllum sem vilja sjá að Bretar eru de-facto búinn að setja á okkur viðskiptabann. og svo eru til Íslendingar sem verja aðgerðir Breta. að ráðast á heila þjóð vegna misgjörða einhverja nokkura einstaklinga. það er óverjandi og þeir sem verja slíkt ættu að vera ákærðir fyrir landráð. 

Fannar frá Rifi, 15.1.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er nú þarna milli tveggja elda þarna Fannar. Ef rétt reynist að íslensku bankarnir hafi verið að flytja milljarða út úr Bretlandi að þá skil ég að Bretar brugðust við. Spurningin er hvort að sökin sé ekki raunverulega ríkisins sem hefði getað rugðist við Icesave málinu tímanlega að mati margra.

Baldvin Jónsson, 15.1.2009 kl. 14:14

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Icesave málið var í samræmi við lög. síðan þegar talað er um óeðlilegar millifærslur frá Bretlandi, þá gleymist að það eru lög um fjörfrelsi innan ESB og EES um frjálst flæði fjármagns. Þannig að þetta var allt í samræmi við lög ESB og þannig engin ástæða fyrir þessu hryðjverka nema til að skora stig á heimavelli hjá almenningi.

samkvæmd ESB og EES þá er ekki ríkisábyrgð á bankainnistæðum. öll fyrirtæki og þar með talin fjármálafyrirtæki eiga að geta starfað allstaðar innan evrópska efnahagssvæðisins án hindrana. 

en þegar það kreppur að þá er auðvelt fyrir hinn stóra að nýðast á þeim litla með því að breyta leikreglunum í miðju spili sér í hag.

Fannar frá Rifi, 15.1.2009 kl. 15:10

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

100% heimatilbúinn vandi - í boði ríksstjórnar sem lagði niður allt eftirlit og sagði við útvalda brjálæðinga "gjörið svo vel" leikið ykkur nú eftirlitslaust og hafi gaman að því að verða ríkir (svo þegar allt fer til andskotans þá skulum við þjónýta skuldirnar ykkar en þið haldið gróðanum, ok?).

Svo segir forsætirráðherraveruleikafirringin - þetta er fyrst og fremst vegna stöðunar í heimsmálum! Hvílík fyrirlitning sem maðurinn sýnir þjóðinni.

Þór Jóhannesson, 15.1.2009 kl. 17:07

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Já þetta er alveg rétt hjá þér Þór. Þessi heimatilbúni vandi okkar varð til á síðustu öld. þegar við gengum í EES. Þar var grunnurinn lagður.

horfðu á hlutina eins og þeir voru fyrir nokkrum árum. ríkistjórn íslands eða alþingi hefðu aldrei getað komið í veg fyrir þennslu fjármálakerfisins meðan við vorum/erum undir reglum ESB um fjármál í gegnum EES samningin. það hefði einfaldlega verið kært og ríkið þurft að breyta reglunum til samræmis við téðar reglur ESB. 

Fannar frá Rifi, 15.1.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband