Hver vill koma upp um Milljarðamæring?

Mér persónulega finnst Kastljósið og svo Silfrið með Agli Helga bera höfuð og herðar yfir alla þessa þætti. Þar fer fram nokkuð óhlutdræg umræða um málefnin. Markaðurinn er þáttur sem mikið til hefur verið að fá til sín undanfarið nú-ríka, ný-ríka eða var-ríka kalla til þess að afsaka sig og útskýra. Ég veit ekki með þig, en ég hef nákvæmlega engan áhuga á skýringum þeirra. Við vitum flest nokkuð ágætlega hvað gerðist.

Það er helst að vanti sjónvarpsþáttinn "Hver vill koma upp um milljarðamæring?"

Mætum á Austurvöll á morgun og sýnum hvort öðru samstöðu og stuðning.


mbl.is Björn Ingi hættur á Markaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Mikið er ég sammála þér.

Mæti á morgun 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 17.1.2009 kl. 01:14

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Mætum og öskrum okkur rám oní rassg,,

Hörður B Hjartarson, 17.1.2009 kl. 01:30

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Innilega sammála! Og svo mætum við!

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.1.2009 kl. 03:23

4 identicon

... styð það heilshugar.

Aðeins eitt Baddi ! Fæst okkar vita hvað hefur eiginlega gerst í þessu bulli öllu saman.

kv, GHs

GHs (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 10:07

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei, núna ertu að gefa Agli meira cretid en hann á skilið. hann er strópólitískur og  mjög litaður. hefuru aldrei fylgst með evrópu umræðunni í þáttum hjá honum spyr ég? ef menn eru ekki sammála honum þá grípur hann svo framm í og reynir að tala ofan í það sem þeir eru að segja að það eru engu lagi líkt. á meðan leyfir hann skoðabræðrum að fara með einræður. 

svo virðist sem hann sé líka byrjaður meira og meira að bjóða meir þeim sem eru sammála honum en öðrum. 

Fannar frá Rifi, 17.1.2009 kl. 10:16

6 identicon

Góð hugmynd með þáttinn. Fá fólk í viðtal sem segir frá því sem það hefur horft uppá.

Það tíðkaðist í villta vestrinu og jú enn í dag að vera með verðlaun fyrir að koma upp um þjófa og aðra afbrotamenn. Hvatning til góðra verka.

Gæti gagnast núna í rannsóknarvinnunni og fundið fé fyrir viðkomandi.

Hér má búa til veggspjöld on-line

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 10:58

7 Smámynd: Ómar Ingi

Sammála þér Baddi með Kastljósið og Silfrið + að Bingi er einn mesti skíthæll sem ég þekki og er kallaður af mörgum vinum mínum glæpamaður.

Ómar Ingi, 17.1.2009 kl. 11:42

8 identicon

Fannar,
Þeim hefur einfaldlega fjölgað sem eru sammála - það er málið

pbh (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 12:03

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

pbh.

hann hefur gripið fram í fyrir t.d. ESB andstæðingum allt síðastliðið ár á meðan hann heldur drottingar viðtöl við ESB sinna. 

annars er alveg bráðfynndið að Bingi haldið að einhver muni lesa eða borga fyrir fréttir sem hann kemur með. 

Fannar frá Rifi, 17.1.2009 kl. 12:12

10 identicon

Sæll Baldvin, einn er sá þáttur sem er á Útvarpi Sögu alla fimmtudaga kl 12.40 þar sem Eiríkur Stefánsson flytur kröftuga pistla.  Eiríkur er fyrrum verkalýðsforingi á Fáskrúðsfirði og hefur barist fyrir hagsmunum þjóðarinnar s.l. 5 ár með pistlum sínum sem nú eru orðnir 300 talsins.  Menn ættu að leggja við hlustirnar á fimmtudögum á Útvarp Sögu því þar er sannur baráttu maður á ferð.

asgerdurjona (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband