Ríkisstjórn með ENGAR framtíðaráætlanir spáir batnandi tíð 2010?!?

Fyrirgefiði mér barnaskapinn í skrifum, en er þetta eitthvað sjúkt grín?

Á hvaða forsendum þeim reiknast þetta til skil ég ekki. Það liggur alls ekki fyrir til að mynda hver samdrátturinn verður raunverulega af landsframleiðslu. Spár um 10% held ég að séu byggðar á mikilli bjartsýni. Árið 2008 voru til að mynda ennþá hérna stórir bankar að skila miklum tekjum til þjóðarbúsins.

Krónan er ónýt, sem styrkir útflutning en það kemur aðeins mögulega til móts við hratt lækkandi afurðaverð erlendis í dag. Fiskurinn hríðlækkar og álið með. Ofan á það bætist síðan að gjaldeyristekjurnar rata ekki hingað heim, menn fá meira fyrir hann annarsstaðar virðist vera.

Ríkisstjórnin hefur hingað til ekki sýnt minnstu hugsun um framtíðarplön, er aðeins í því að slökkva elda og vísa sökinni annað. Með enga eða litla framtíðarsýn, á hvaða forsendum geta menn spá fyrir um ástandið 2010??

Kreppan er ekki einu sinni byrjuð hér að ráði ennþá. Við Geir erum um það sammála að árið 2009 verður mjög mjög erfitt, ég spái því hins vegar því miður, að 2010 verði það líka.


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Nú er ég ekki sammmála þér Baldvin , ekki að öllu , jú því skv. mínu mati er hér bullandistjórnarkreppa , enda hér óstjórn og ég tel mig vita að þar séum við sammála ég held þú hafir bara ekki tekið það með í reikninginn , ef svo er þá er ég því miður , hjartanlega sammála þér .

Hörður B Hjartarson, 18.1.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvaða hvaða svartsýni er þetta strákar. þetta eru bara smá aurar. við setjum þetta bara á visa-rað og hækku yfirdráttarheimildina.

án gríns þá er útlitið dökkt og en er olíu sprautað á eldin.

Fannar frá Rifi, 18.1.2009 kl. 01:25

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Kemur hún ekki af Drekasvæðinu ?

Hörður B Hjartarson, 18.1.2009 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband