Geir Haarde er grínari - verst að hann vinni ekki við það bara
13.1.2009 | 21:34
Geir hefði betur mætt á Borgarafundinn og hlustað á erindi Roberts Wade, þá gerði hann sér grein fyrir hversu hrapalega asnaleg þessi yfirlýsing hans er og úr samhengi við orð Roberts Wade. Robert Wade lagði þvert á móti á það sterka áherslu á fundinum að hrunið hefði orðið á Íslandi þó að ekki hefði komið til alþjóðleg fjármálakreppa. Robert Wade nefndi líka hversu hjákátlegur Pétur Blöndal hefði hljómað fyrir norrænum ráðherrum þegar að hann, formaður efnahags- og skattanefndar, hélt því fram við þá að á lista yfir 12 atriði sem hefðu farið úrskeiðis, væru 8 atriði þar sem við værum bara fórnarlömb. Hjákátlegt með meiru og afar hrokafullt.
Geir hins vegar grípur hér til tækni sem eflaust er kennd í stjórnmálaskóla Sjálfstæðismanna. "Taktu orð annarra og gerðu þau að þínum." Geir grípur þetta á lofti, breytir áherslum aðeins og heldur því fram að Wade sé sammála sér.
Wade þessi er hins vegar sami maður og Geir árið 2007 talaði um sem síst betri pappír en hasarblaðamennina á DV, þegar að Wade skrifaði stóra grein í Financial Times og reyndi að vara okkur kröftulega við. Svo kröftuglega að meira að segja háttsettur aðili hjá AGS þakkaði honum sérstaklega fyrir að koma þessu svona hreinskilningslega á framfæri.
Þá vill Geir meina að stærð bankanna hafi verið bönkunum að kenna. Við getum nú flest hlegið að því eftir einhver ár, akkúrat núna finnst mér þessi yfirlýsing hans lýsa fádæma fáfræði og algeru getuleysi til þess að axla ábyrgð. Það var algerlega óhæft eftirlit og reglugerð sem er við að sakast.
Tími atvinnupólitíkusa er liðinn á Íslandi. Nú er kominn tími heiðarleika og opinna samskipta. Núverandi drumbar, allir sem einn sem sitja á Alþingi, munu eiga erfitt með að læra nýja siði. Það er því einfaldast að bara víkja þeim frá öllum með tölu.
![]() |
Kreppan getur dýpkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hluti okkar eigin ábyrgðar
13.1.2009 | 16:43
Já, það getur enginn sagt að við höfum ekki tekið þátt og mörg okkar, þar á meðal ég, í vandræðum vegna erlendra lána. Þetta er hins vegar ekki tækifærið til þess að taka á okkur sökina. Nei.
Það er búið að sýna fram á það að í heildarútllánum bankanna árið 2007 var til að mynda okkar hlutur, heimilanna, ekki nema 9%. Við höfum vissulega lifað í ráðaleysi fjárhagslega en það er afar ýkt að ætla að við höfum átt stóran þátt í hruninu.
Við berum hins vegar stærsta ábyrgð að mínu mati í því að hafa hlustað á þennan fréttaflutning árum saman án þess að nokkurs staðar staldra við og reyna að skilja eða fá upplýsingar um hvað væri raunverulega í gangi. Nei, við meira að segja kusum svo aftur yfir okkur árið 2007 stærstan hluta þeirra ráðamanna sem að höfðu þegar sýnt fram á getuleysi sitt við að vernda okkur og fylgja eftir eftirliti.
Nú er það okkar ábyrgð að gera eitthvað í málinu og ég ætla mér að taka virkan þátt í því. Hvað með þig?
![]() |
30% með bílalán í erlendri mynt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er afar góð grein finnst mér hjá honum Hauki Sigurðssyni sálfræðingi. Langtíma áhrifin af langvarandi kvíða og þunglyndi eru samfélaginu væntanlega mun dýrari en það að ráðast snemma á vandann og gera allt það sem hægt er til þess að koma í veg fyrir ástandið eða mýkja sem mest má áhrifin á líf fólks.
Nú spyr fólk hvaðan peningarnir eigi að koma fyrir slíkri þjónustu sem er dýr eins og sérfræði þjónusta almennt er. Svarið við því tel ég vera tvíþætt. Annars vegar verður nú mögulega einhver samdráttur á svo kölluðum efri stéttar sjúkdómum tengdum lífstíl og of mikilli langvarandi streitu, til dæmis hjartaþræðingum og blæstri úr kransæðum. Ég veit ekki hver samdrátturinn þar verður í raun, hef engar mælanlegar staðreyndir máli mínu til stuðnings en þykir það rökrétt og hef heyrt því fleygt af læknum í almennri umræðu um lífstíls tengda sjúkdóma.
Hins vegar ættu peningarnir að koma frá ókominni framtíð. Hljómar fáránlega ég veit. En það er þó sparnaður en ekki bruðl. Það er sparnaður að geta væntanlega komið í veg fyrir að stærstur hluti þess hóps, sem er og mun verða að takast á við þessa röskun á næstunni, þurfi að vera upp á geðheilbrigðis kerfið kominn um ókomna framtíð.
Við þurfum aðhald - en reynum nú að spara í samhengi við ástandið. Það eru eðlilega breyttar áherslur nú þegar þjóðin gengur í gegnum gagngerar breytingar á öllum sínum högum.
![]() |
Segir sparnaðinn dýrkeyptan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kraftmikill fundur í kvöld - stútfullur af upplýsingum
13.1.2009 | 00:06
Óraðsía í rekstri bitnar á lengst af ágætlega reknu Fréttablaði
12.1.2009 | 18:23
Framboð til formanns VR - hið besta mál
12.1.2009 | 10:21
Hvert er "sögulegt" hlutverk Sjálfstæðisflokksins?
11.1.2009 | 23:58
Aðildarviðræður besta leiðin - tvöföld kosning er tímaeyðsla
11.1.2009 | 11:35
Carsten Valgreen í rannsóknarnefndina
11.1.2009 | 01:22
Vantar virkjun á Vestfjörðum?
10.1.2009 | 21:57
Hversu mörg fyrirtæki þurfa að deyja áður en brugðist verður við?
10.1.2009 | 21:31
Mínir menn í Liverpool ekki alveg að skila sínu í dag
10.1.2009 | 21:02
Siðleysið mun halda áfram þar til að við opnum augum - þessir menn eru EKKI í viðskiptum til þess að hjálpa okkur
10.1.2009 | 14:12
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
www.rannsoknarnefnd.is
10.1.2009 | 13:00
Rannsóknarnefnd tryggir öryggi gagna
10.1.2009 | 00:03
Ísland vs. Titanic - í raun sorglega keimlík staða
9.1.2009 | 21:26
Hvar er fólkið sem er að missa vinnuna eða er búið að því?
9.1.2009 | 17:15
Allt litróf tilfinninganna á góðum Borgarafundi
9.1.2009 | 16:01
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)