Atvinnuleysisdraugurinn læðist að okkur

4,8% myndi ekki teljast mikið atvinnuleysi hjá mörgum þjóðum heimsins en hjá þjóð sem hefur búið við atvinnuleysi undir 2% og reyndar undir 1% nú um nokkuð langt skeið veldur þetta fólki miklum ótta. Núna er það heldur ekki bara óttinn við atvinnuleysi heldur kvíðinn sem þetta algera kerfishrun skapar almennt.

Held ég vinnunni?
Held ég heimilinu?
Munum við eiga fyrir mat?
Mun hjónabandið þola álagið?
Getum við verndað börnin okkar?

Þessar spurningar og margar aðrar eru spurningarnar sem fólk spyr sig nú um allan bæ. Spáin er að atvinnuleysi muni fara upp í 7-10% á árinu 2009. Síðast þegar við bjuggum við þetta mikið atvinnuleysi, eða um 7% var alveg undir lok samdráttar tímabilsins 1992-1995. Nú erum við að horfa á þær tölur við UPPHAF kreppunnar sem nú ríður yfir af fullum þunga. Sannleikurinn er sá að enginn getur spáð fyrir um það með skýrum hætti hvert atvinnuleysið verður skráð þegar verst lætur.

Svo ég vitni nú aftur í Titanic tilvitnunina, akkúrat núna er bara tíminn rétt eftir að við rákumst á ísjakann. Allir vona að þetta hafi verið það versta, en samt er skipið ekki einu sinni tekið að hallast verulega.

Eina leiðin til þess að bjarga okkur er að setja nú þegar "skipstjórann" frá og alla hans undir- og samstarfsmenn og konur. Við verðum að fá inn stjórn í brúnna sem þorir að segja okkur satt og eyðir ekki allri sinni orku í að breiða yfir og fela fyrir okkur.

Krafan í dag er ALGERT GAGNSÆI og LÝÐRÆÐI - EKKI FLOKKSRÆÐI!!!

Langar að benda ykkur á grein eftir Einar Pétur Heiðarsson sem birtist í Stúdentablaðinu á bls 18.  Hreint úrvals vangaveltur þar á ferð: http://www.student.is/sites/default/files/Studentarad/myndir/Studentabladid_DES2008_Net.pdf


mbl.is Atvinnuleysi 4,8% í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Fer í 35 % á árinu .

Hörður B Hjartarson, 14.1.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband