Taktísk mistök og valdhroki ISG - Tími Jóhönnu er núna hjá Samfylkingunni

Ingibjörg Sólrún finnst mér með þessari yfirlýsingu sinni sýna af sér bæði valdhroka og mikið taktleysi. Það er nýlega komið fram að 70% aðspurðra innan Samfylkingarinnar vildu sjá Jóhönnu sem næsta formann. Núna hefur ISG tekist að stíga Jóhönnu til hliðar í einhvers konar undarlegri meðvirkni blöndu þar sem að Jóhanna ætlar að sjá um flest og jafnframt styðja undir með ISG í formanninum.

Undarlegt verð ég að segja.

Ég hef fulla samúð með veikindum Ingibjargar og þeim erfiðleikum sem þeim fylgja. Ég hef hins vegar ekki skilning á því hvers vegna manneskjan les ekki bara í tíðarandann og kýs að nýta tímann næstu mánuðina til að jafna sig og taka til í eigin ranni.

Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er náttúrulega ekki í Samfylkingunni þannig að þetta mál kemur mér í raun ekkert við. Ekki nema að því leyti að finnast það aðeins óþægilegt að sjá hvað Jóhanna að virðist er meðvirk. Varla telst það gott veganesti fyrir það að stjórna landinu.

En það verður augljóslega ekki mikil endurnýjun í framvarðasveitinni á þessum bænum....


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ekki vera ráðast svona á veikan einstakling Baddi minn

Ómar Ingi, 28.2.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Við skulum ekki kalla þetta árás Ómar, köllum þetta frekar vinsamlega ábendingu.

Baldvin Jónsson, 28.2.2009 kl. 20:36

3 identicon

Hvað er veikur einstaklingur að þvælast í pólitík??

itg (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 20:44

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

nýtt ísland með nýju fólki? er það það sem við höfum í dag? helsta liðið sem er búið hanga á þingi að þriðjungur þjóðarinnar er fæddur eftir þann tíma. 130.000 manns hafa fæðst eftir að Jóhanna steig fyrst á þing. Er það merki um nýja tíma?

þetta lið á að hætta í dag. bæði Jóhanna og Ingibjörg. Jóhanna og Steingrímur eiga að stíga til hliðar og hleypa að nýju fólki. Ingibjörg á að hætta alveg eins og Geir. Sömu rök eru á bak við þau rök sem fólk hefur komið með á útifundum að Geir hætti og að Ingibjörg hætti. 

Fannar frá Rifi, 28.2.2009 kl. 21:12

5 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Þetta er kolröng hugsun sem kemur hér fram hjá nokkrum moggabloggurum. ISG er réttkjörin sem formaður Samfylkingarinnar. Fyrir utan það þá er hún mjög hæf til þess þótt hún sé hvorki atorkusöm þessa daganna né næstu mánuði. Menn verða líka að athuga að Samfylkingin er með einvalalið öfugt við t.d. Framsókn, Frjálslynda og jafnvel Sjálfstæðisflokkinn þar sem Geir, Björn og fleiri hámenntaðir reynsluboltar eru á útleið. Hvað Samfylkinguna varðar þá er ISG ákveðin, rökvís, stefnuföst og sterkur leiðtogi yfir sínu fólki. Jón Baldvin og Össur geta hins vegar séð um samskiptin við útlönd þótt ISG sjái um stefnumótunina og yfirstjórnina. Síðan hvenær hefur Jóhanna hins vegar verið einhver út á við típa? Hún er því vel fær um að vinna sín verk og halda mönnum við efnið í innanríkismálum en hún er samt mögulega engin samninga- eða stefnumótunarmanneskja. Jóhanna er því mögulega ekki fær um að vera formaður flokksins þótt hún geti auðveldlega verið forsætisráðherra.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 28.2.2009 kl. 23:06

6 Smámynd: Ómar Ingi

Vinsamleg ábending it is

Ómar Ingi, 1.3.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband