71% þjóðarinnar vill ekki Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt þessari könnun

Það má túlka hlutina á ýmsan máta en í aðferðarfræðinni hefðum við tekið könnun sem þessa gjörsamlega í nefið. Að bera upp könnun sem þráspyr um Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega skekkir niðurstöður á endanum. Sjálfstæðisflokksmenn hins vegar gera sér vel grein fyrir að skoðanakannanir eru mjög skoðanamyndandi og þessi könnun er því afar sterkur leikur hjá þeim.

En það að nú þegar D listi er í stjórnarandstöðu séu þeir samt ekki með nema um 29% samkvæmt þessari könnun er vonandi vísbending um að fylgi þeirra muni lækka enn frekar áður en kemur að kosningum.

Þessi niðurstaða ætti líka að vera skýr skilaboð til hinna flokkanna, 71% þjóðarinnar vill EKKI Sjálfstæðisflokkinn. Nú er það undir ykkar eigin samvisku komið hvort að þið ætlið að "ganga óbundin til kosninga".

Að ganga óbundin til kosninga er einfaldlega siðleysi. Við í Borgarahreyfingunni gátum ekki séð að málefnin okkar ættu neina mögulega samleið með D lista og treystum þeim alls ekki til að semja um málefni yfir höfuð. Við tókum því af öll tvímæli og staðfestum á blaðamannafundi að við munum ekki setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Ég skora á ykkur hina flokkana að gera slíkt hið sama. Það er ljóst mikill meirihluti þjóðarinnar vill þá ekki. Ætlið þið að ganga gegn vilja þjóðarinnar?

Svo er náttúrulega að krossa fingur og vona heitt og innilega að O listi Borgarahreyfingarinnar mælist vel í næstu könnun. Við höfum fengið mikið af afar jákvæðum viðbrögðum frá því í gær - vonandi að okkur takist að skýra mál okkar það vel að jákvæðnin gagnvart okkur muni halda áfram að aukast jafnt og þétt.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

XD

Ómar Ingi, 5.3.2009 kl. 21:07

2 identicon

Samkvæmt þínum rökum þá vill 99,1 % þjóðarinnar ekki kjósa aðra flokki (þar á meðal þinn flokk).

Persónulega er ég á móti sjálfstæðisflokknum en það þýðir ekki að ég styðji einhvern áróður. Og ég vona að ykkar flokkur ætli frekar að einbeita sér að málefnum en áróðri. 

Gunnar (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 21:10

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gunnar, hvað er áróður?  Kosningabarátta er áróðursherferð allra flokka. Túlkun flokksbundinna blaðamanna er þar á meðal og ber að svara öðrum til varúðar.

Sjáum til með fylgi í næstu könnun þar sem að Borgarahreyfingin og reyndar L-listinn líka voru ekki komin fram þegar að könnunin fór fram.

Ég mun hins vegar gera sem ég get til að baráttan og þar með áróðursherferðin verði málefnaleg.

Baldvin Jónsson, 5.3.2009 kl. 21:17

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er oft dálítil tregða í skoðanakönnunum. Þannig mælist Íslandshreyfingin með 2% fylgi, jafnmikið og Frjálslyndir, þótt sjö síðustu daga könnunarinnar af tíu hafi verið ljóst að I-listinn verði ekki borinn fram að þessu sinni.

Næsta könnun verður sú fyrsta sem eitthvert mark er takandi á varðandi O-listann. Síðan hefur það ævinlega verið þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fær alltaf minna í kosningum en könnunum.

Enginn skyldi samt vanmeta áróðursmáttinn sem þeir virðast sérfræðingar að kreista út úr landsfundum sínum.

Þar verður gumað af "glæsilegri endurnýjun og nýrri og ferskri forystu" o. s. frv., sannið þið til. Tarzan snýr aftur, þ. e. Bjarni Ben.

Ómar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 21:17

5 identicon

Vonandi á ykkur eftir að ganga sem allra best,sammála  þessu með Sjálfstæðisflokkinn.

Hallur Eiríksson

Hallur Eiríksson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 21:40

6 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Dabbi kemur til baka og þá getiði bara pakkað saman og farið heim. :)

Ólafur N. Sigurðsson, 5.3.2009 kl. 22:02

7 identicon

Jú kosningar snúast mikið um áróður og er það kannski hluti af pólitík almennt. En í mínum augum er slæmur áróður einhvern gangrýni sem ekki byggist á rökum. Að túlka eitthvað í sína þágu og bera það fram sem sannleik er eitthvað sem mér finnst vera óheiðarlegt. 

Ef þetta hefði verið könnun um það hvort fólk vildi sjá sjálfstæðisflokkinn í stjórn (og bara 29% sögðu já), þá hefði ég ekki komið með neina gangrýni á bloggfærsluna þína.

Gunnar (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:07

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, við erum að sækja í okkur veðrið!

Sjálfstæðisflokkurinn - með "nýrri og ferskri" forystu og með vindinn í seglin eftir Landsfundinn verðum við í 34-35%

Framsóknarflokkurinn - með "nýrri og ferskri" forystu - á eftir að fara 15-17%

Þetta mjakast allt í rétta átt

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.3.2009 kl. 22:21

9 identicon

Ég botna sjaldan í þessum skoðunarkönnunum sem er verið að gera á ólíkum tímum því ég sem kjósandi veit ekki hvaða fólk ég er að velja eða hvaða mál flokkarnir ætla að beita sér fyrir, þar sem að ekkert slíkt hefur komið fram. Hvernig get ég þá valið?

Þeir sem að taka afstöðu hljóta þá annað hvort að vera flokksmenn eða tryggir kjósendur. Að minnsta kosti hefur fólk enga málefnalega ástæðu til þess að velja einn eða neinn flokk í dag.

Sumir vilja jú bara þá flokka í burt úr ríkistjórn sem að voru við stjórn undanfarin ár og því hægt að tengja við bankahrunið. Það ætti að þýða að þeir myndu ekki velja Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokkin og Samfylkinguna en ef rýnt er í skoðannakannanir þá eru þeir ekki margir sem slíkt velja.

Stefán Einarsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:09

10 identicon

Alveg sammála Baddi - þessi aðferð Capacent er fáránleg og vinnur með Sjálfstæðisflokknum - þeir halda þessu áfram þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn þriðji stærsti flokkur landsins.

Capacent er í eigu útrásarvíkingsins Róberts Wessman sem á líka einhverja fjölmiðla ef ég man rétt. Það var Róbert sem leysti einhverja nafnleysingja út úr Glitni korteri fyrir hrun þegar hann keypti bréf í bankanum fyrir nokkra milljarða.

Fyrir fimm dögum var Capacent með venjulega könnun - Þjóðarpúls sem RÚV birti - þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var að tapa fylgi. Allir sem "lesa könnunina" sem vísað er í í pdf-skjali og hafa áður lesið bakgrunnsgögn frá Capacent sjá að þetta er þetta er allt annar frágangur á slíku efni en fyrirtækið er vant að senda frá sér, með ófullkomnari upplýsingum og annarri framsetningu en venja er.

Á vef RÚV er líka óskýrt - í annars ítarlegri frétt - hver það er sem lét gera þessa könnun. Mbl segir að hún sé gerð fyrir Mbl og RÚV.

Hér http://ruv.is/servlet/file/4018855_Fylgi_25_3_lokaeintak.ppt?ITEM_ENT_ID=254310&COLLSPEC_ENT_ID=32 kemur ekki fram hver það er sem greiðir Capacent fyrir að gera könnunina. Þessu misræmi væri rétt að eyða.

Hefur Mogginn ráð á að gera vikulegar skoðanakannanir fram að kosningum eins og gert var síðast fyrir kosningar? Hefur blaðið endurnýjað samning sem þá var í gildi við RÚV um sameiginlegar kannanir á sama tíma og það hefur sagt upp flestum sínum starfsmönnum? Hér þarf ýmislegt að skýra - og það stendur upp á Moggann og Capacent.

Pétur (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:25

12 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er sértrúarsöfnuður spilltra veruleikafirrtra landráðamanna sem eru búnir að gera Ísland gjaldþrota.
Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú bjóða fram til Alþingiskosninga má líkja við að nasistaflokkurinn með Göring í fararbroddi hefði verið í framboði til þýska  ríkisþingsins eftir stríðið.

Það ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum eins og gert var með nasistaflokkinn i Þýskalandi.

 Það er móðgun við Íslensku þjóðina að þessi landráðaflokkur sé vaðandi um á skítugum skónum inn á virðulegu löggjafarþingi Íslenska lýðveldisins.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/05/hrunin_frjalshyggjutilraun/
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/

Jón (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 01:54

13 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hver borgaði könnunina? Þá vitum við hverjir fá mest út úr henni.

Arinbjörn Kúld, 6.3.2009 kl. 02:19

14 Smámynd: Þór Jóhannesson

Alltaf jafn gaman að auðvaldssinnum eins og Ómar Ingi Friðleifsson og Ólafur N. Sigurðsson. Ég meina þessir menn eru sigurvegarar í öllum alvöru rökræðum!

Tala nú ekki um ef við höfum líka svona stærðfræðisnillinga á valdi spillingaraflanna sem meira að segja komast í framboð eins og Guðbjörn Guðbjörnsson sem telja íslenska þjóð snúast eftir því hvort og hvenær siðspillingarflokkurinn heldur landsfund!

Guð hvað við hljótum að standa höllum fæti ef þetta er allt saman satt og rétt sem spillingaröflin, klappstýrur þeirra og hirðfífl hafa rétt fyrir sér

Kannski bara best að pakka saman og flytja til Súdan þar sem lágmarks manngæska er í heiðri höfð a.m.k.!!!

Þór Jóhannesson, 6.3.2009 kl. 02:23

15 Smámynd: Ómar Ingi

Nei Jón Fríman þú ert best geymdur og gleymdur.

Ómar Ingi, 6.3.2009 kl. 08:31

16 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þór

Far vel

Ekkert breytist hér þó þú farir--eða ert um kyrrt.

Svo bið ég þig síðuhaldari, að fara yfir það hlutfall sem EKKI vill Samfó og hverjir EKKIvilja VG.

Ekkki ú r vegi,að kíkja á spurningu Vísis /Bylgjunnar um hvort menn vilji Vinstri stjórn.  Það er afar athygliverð niðurstaða. 

Stærstur hluti þjóðarinnar vill EKKI vinstri stjórn.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.3.2009 kl. 08:41

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

Bjarni Kjartansson, ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að D listi fékk mest fylgi út úr þessari könnun. Fyrirsögninni og umfjölluninni var þó ætlað að sýna hversu undarleg þessi könnun er.

Mér er það illskiljanlegt hvernig skoðanakönnun þar sem er þráspurt um hvort að maður kjósi D undir einhverjum kringumstæðum geti talist óhlutdræg.

Athyglisverðast þykir mér þó að sjá hátt hlutfall þeirra sem ekki svara. Það eru greinilega ansi mörg atkvæði enn í pottinum.

Baldvin Jónsson, 6.3.2009 kl. 09:40

18 Smámynd: Fannar frá Rifi

Baldvin er ekki hægt að snúa þessu við og segja að +70% þjóðarinnar vill ekki Vg. +70% vill ekki Samfylkinguna.

eða er bara einhliða áróður leyfilegur gegn sjálfstæðisflokknum.

það er naumast lýðræðis ástin hjá þér. telur 30% þjóðarinnar vera ómarktækan hluta sem ekki eigi að hlusta á.

Fannar frá Rifi, 6.3.2009 kl. 10:27

19 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nei Fannar, ég sagði ekki að 30% þjóðarinnar væri ómarktækur. Að öðru leyti vitna ég í fyrri svör mín hér í athugasemdunum.

En til viðbótar, þar sem að aðeins ríflega 700 manns af rúmlega 1500 tóku afstöðu, eða um 47% skilst mér, þá getur þessi könnun nú varla verið annað en bara örlítið upplýsandi.

53% eru sem sagt enn óákveðin!

Baldvin Jónsson, 6.3.2009 kl. 10:30

20 Smámynd: MacGyver

Er ég að misskilja eitthvað eða ertu að segja að af því að meirihluti Íslendinga ætla ekki kjósa ákveðin flokk, þá ættu allir hinir flokkarnir að vinna gegn þessum flokki?! Gildir þessi logík ekki gegn öllum flokkunum (engin flokkur er með meirhlutastjórn skv. könunina)? Wazzup?

MacGyver, 6.3.2009 kl. 19:45

21 Smámynd: Baldvin Jónsson

Áskorun mín MacGyver á hina flokkana að taka höndum saman gegn Sjálfstæðisflokkinum hefur ekkert með þessa könnun að gera nei. Mér finnst einfaldlega að það sé engin spurning með það að nú verði að hvíla hann og halda frá völdum um eitthvert skeið.

Eftir tæplega 55 ára valdatíð af síðustu 65 árum er kerfið meira eða minna orðið Sjálfstæðisflokksfólk. Stjórnsýslan og framkvæmdavaldið. Það er undirrót spillingarinnar sem sífellt er verið að minnast á. Spillingin varð ekki til skipulega, hún er við lýði vegna þess að það er nánast bara einn sérhagsmunahópur sem öllu ræður. Því verður að breyta og eina leiðin til þess er að koma þeim frá völdum í einhvern tíma.

Baldvin Jónsson, 6.3.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband