Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

ÉG LÝSI HÉR MEÐ FORMLEGA YFIR ALGERU VANHÆFI SITJANDI FORSÆTISRÁÐHERRA!

Í fréttinni er haft eftir Jóhönnu:

  Jóhanna Sigurðardóttir segist ekki styðja ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins  ef eitthvað komi í ljós sem bendi til þess að verið sé að stefna þjóðinni í gjaldþrot vegna þess eða hægt verði í krafti þess að ganga að innlendum eignum ríkisins. Hún sakar þingmenn um hræðsluáróður á Alþingi í dag.

Í hvaða firrta heimi býr frú forsætisráðherra? Er hún ekki búin að lesa þann hluta samningsins sem birtur var í fréttum í gær?

Samningurinn er afsal sjálfstæðis þjóðar  -  það er bara svo einfalt.

Margir óttast að mótmæla þessu núna af því að þá gætu Sjálfstæðismenn komist aftur til valda?!?  Bíddu bíddu, um hvað snýst málið? Skammtíma hagsmuni stjórnmálaflokka (og þá þíns liðs) eða alla framtíð heillar þjóðar?

Taki núverandi ríkisstjórn sig ekki saman í andlitinu og fer að vinna í því að vera raunverulega að verja þjóðina og hennar hagsmuni, í stað þess að kasta þjóðinni fyrir bresk og hollensk ljón, já þá verður önnur bylting. Það er enginn efi í brjósti mér með það.

Og hún verður afar ólíklega eitthvað voðalega appelsínugul.

Mér er mikið niðri fyrir. Finnst þér kæri lesandi í alvöru skipta meira máli að verja hagsmuni flokksins (liðsins) þíns en þjóðarinnar? Finnst þér í alvöru að Icesave samningurinn sé ásættanlegur eins og hann nú stendur?


mbl.is Hræðsluáróður, segir Jóhanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MMR KÖNNUN: MEIRIHLUTI ÞJÓÐARINNAR VILL EKKI ÁBYRGJAST ICESAVE SAMNINGA!

Samkvæmt frétt á dv.is vill meirihluti þjóðarinnar ekki ábyrgjast Icesave samninginn. MMR vefkannanir gerðu könnun fyrir DV um málið og segjast 63% ekki telja að Íslendingum beri að ábyrgjast greiðsur vegna Icesave.

Þá taka þeir einnig fram að einungis innan við fjórðungur hafi talið að okkur bæri að bera ábyrgðina.

Virðist augljóst að ríkisstjórnin sé hluti þess fjórðungs því miður.


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ER TILBÚINN TIL ÞESS AÐ SKULDBINDA ALLA ÍSLENSKU ÞJÓÐINA VEGNA EINKASAMNINGS VIÐSKIPTAAÐILA

Steingrímur staðfestir í þessari frétt að Icesave málið er á milli einkaaðila, Tryggingsjóðs og erlendra kröfuhafa.

Finnst einhverjum eðlilegt að ríkisstjórnininni finnist eðlilegt og sjálfsagt að samþykkja ríkisábyrgð á slíkan gjörning?


mbl.is Enn leynd yfir Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÖGREGLAN HÓTAR MEÐ ÓGNUNUM AÐ KEYRA YFIR FRIÐSAMA MÓTMÆLENDUR Á BIFHJÓLUM!

Fylgstu vel með hér að neðan:

 

Ég velti því líka fyrir mér ennþá hvað lögreglunni stendur til? Er ekki með þessu verið að rjúfa þá sátt sem skapaðist við appelsínugulu mótmælin í janúar?


mbl.is Sjálfstæðismenn ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í DAG HEFÐI ÁTT AÐ HANDTAKA MIG VÆNTANLEGA

Ef ég hefði bara komist til að taka þátt í mótmælunum á Austurvelli. Er því miður fastur vegna vinnu, úti á landi næstu dagana. En get lofað því að ég hefði án vafa setið þarna með henni Heiðu B., hetjunni minni og mótmælamömmu (er það ekki flottur titill Heiða?) og öðrum baráttujöxlum, ef ég hefði átt möguleika á því að mæta í dag.

Hvað stendur lögreglunni til með þessu? Það er von að maður spyrji sig.

Við sem höfum verið að mótmæla undanfarna viku erum sama fólkið og tók mjög virkan þátt í að dreifa appelsínugulum borðum í janúar mótmælunum og taka stöðu gegn því að reiðin myndi bitna á lögreglumönnunum sem þarf þurftu að vera. Sumir þeirra reyndar hefðu svo sem alveg átt skilið að fá að finna vel fyrir því, en almennt voru lögregluþjónarnir þarna að standa sig vel við erfiðar aðstæður og við vorum æði mörg sem tókum þá afstöðu að gæta þeirra, enda snerust mótmælin ekki um lögregluna eða þá einstaklinga sem þarna voru á hennar vegum, heldur um algerlega vanhæfa og fyllilega óheiðarlega ríkisstjórn. Sorglegt til þess að hugsa að sú lýsing eigi að miklu leyti við núverandi ríkisstjórn líka.

En hvað nú? Varla ætlast lögreglan til þess að við tökum þátt í því að verja hana þegar að hún tekur upp á því að handtaka okkur fyrir 100% friðsamleg mótmæli, eða hvað?

Stefán lögreglustjóri þarf að íhuga þetta alvarlega. Ég tel algerlega víst að mótmælin í haust muni verða ansi mikið alvarlegri en í janúar ef koma á líka í veg fyrir friðsamleg mótmæli venjulegra borgara sem einfaldlega geta ekki meir. Borgara sem hafa fundið hjá sér nægt óþol til þess að stíga fram og berjast fyrir landið sitt.

Hversu langt þarf að ganga?


mbl.is Rætt um Icesave á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ICESAVE MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI KLUKKAN 14:00 - ÆTLAR ÞÚ AÐ MÆTA OG VERJA RÉTT ÞINN?

Sjá nánar á Facebook: http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/event.php?eid=114613423764&ref=nf

Ég er því miður fastur í vinnu, fer í fyrramálið í nokkurra daga ferð um landið með ferðamenn. Ég treysti því að þú munir mæta þarna fyrir okkar hönd og verja land okkar og þjóð.

Ertu ekki til í það? Það fer hver að verða síðastur að láta í sér heyra.

 

Sjá líka góðar vangaveltur um Icesave hér: http://vilhjalmurarnason.blog.is/blog/vilhjalmurarnason/entry/896741/


mbl.is Máli Sigurjóns vísað til FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flopp eða gríðarflott markaðssetning?

Það er spurning....
mbl.is Ekkert verður af kynningu á rafbílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurlæging ríkisstjórnarinnar við almenning í landinu nær hér hámarki - VANHÆF RÍKISSTJÓRN!!!

 

http://eyjan.is/blog/2009/06/12/rikisstjornin-vill-ad-meirihluti-thingmanna-geti-knuid-fram-thjodaratkvaedagreidslur/

 

Eru þau orðin algerlega valdsjúk?


mbl.is „Fjarar undan stjórninni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓHEPPILEG TÍMASETNING BOÐAÐRA MÓTMÆLA Í DAG - AUKA AÐALFUNDUR BORGARAHREYFINGARINNAR HALDINN Á SAMA TÍMA

Já það er sorglegt til þess að hugsa að ekki séu fleiri sem sýna því áhuga að berjast gegn samþykkt núverandi ICES(L)AVE samkomulags. Mótmæli dagsins voru boðuð á sama tíma og við í Borgarahreyfingunni vorum með boðaðan auka aðalfund þar sem fram fór stjórnarkjör, en á því þótti þörf þar sem svo margir höfðu forfallast úr stjórninni frá stofnun hreyfingarinnar að stjórnin var ekki lengur fullmönnuð samkvæmt samþykktum.Ný kjörin stjórn getur nú tekið til óspilltra málanna að undirbúa glæsilegt þjóðþing sem Borgarahreyfingin mun halda í haust, ásamt því að halda utan um daglegan rekstur hreyfingarinnar. Ljóst er að hreyfingin mun einnig þurfa að taka til þess afstöðu á allra næstu mánuðum, hvort að hún ætli sér að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum og ráðast þar til hreinsunar starfa einnig. Það er ljóst að lýðræðishallann er þar einnig að finna víða og mál sem þarfnast opinberunar án vafa.

Ég ætti kannski að vera stoltur af því að augljóst virðist að afar stór hluti mótmælenda koma úr röðum Borgarahreyfingarinnar og voru því fjarverandi í dag af augljósum ástæðum, en sannleikurinn er að þetta hryggir mig mun frekar.

Er það í alvöru svo að almenningur sé bara alsáttur við hvernig málum er komið? Eru bara allir að grilla?

Hvar ertu kæra þjóð?


mbl.is Fámenn Icesave mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKYLDULESNING VARÐANDI ICESAVE UMRÆÐUNA

Tekið af vef Pressunnar, sjá hér.

 

Ellefu firrur um Icesave

1.    Icesave innstæður eru á ábyrgð íslenska ríkisins. 

Fyrir setningu neyðarlaga voru innstæður í íslenskum bönkum tryggðar af tryggingarsjóði innstæðueigenda. Gildir einu hvort útibúið er innanlands eða erlendis. Tryggingarsjóðurinn er hins vegar sjálfseignarstofnun en fjármálafyrirtæki eru aðilar að sjóðnum og fara með meirihluta í stjórn.  Ef upphæð í sjóðnum dugar ekki fyrir lágmarksvernd innstæðueigenda þá er sjóðnum m.a. heimilt að taka lán.  Trúverðugur sjóður er hagsmunamál fjármálafyrirtækja og hluti af því sem þeir selja – þ.e. öryggi innstæðna og trúverðugleiki.  Íslenska ríkið er ekki og hefur aldrei verið í ábyrgð fyrir greiðslum í sjóðinn né því að upphæð í sjóðnum dugi til greiðslu lágmarkstrygginga.

2.    Jafnræðisregla ESB bannar mismunun innlendra innstæðna og Icesave. 

Í október 2008 ákváðu stjórnvöld að innlendar innstæður nytu ríkisábyrgðar.  Slíkt hið sama var ekki boðið fyrir innstæður erlendis.  Því er títt haldið fram að þetta standist ekki jafnræðisreglu ESB enda sé verið að mismuna á grundvelli þjóðernis.  Það er rétt að jafnræðisregla ESB bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Það var hins vegar ekki verið að gera upp á milli manna á grundvelli þjóðernis.  

Til þess að tryggja að greiðslukerfið á Íslandi stöðvaðist ekki sem hefði stöðvað atvinnulífið þá var gripið til aðgerða innanlands.  Innlendar innistæður, hvort sem er í eigu Íslendinga eða útlendinga, voru ríkistryggðar.  Innstæður í erlendum útibúum, hvort sem þær voru í eigu Íslendinga eða útlendinga, voru ekki ríkistryggðar.  Sumir Íslendingar og sumir útlendingar nutu ríkisábyrgðar en aðrir ekki.  Það er því ekki hægt að halda því fram verið sé að mismuna á grundvelli þjóðernis.  Þetta er mismunu á grundvelli landsvæðis og til þess gert að lágmarka skaða á Íslandi.

Þessi aðgerð var ekki gerð á kostnað innstæðueigenda erlendis enda staða þeirra óbreytt á eftir.  Mismunun á grundvelli landssvæða er vel þekkt og er landsbyggðarstefna dæmi um slíkt.  Þess til viðbótar var framkvæmd mjög svo sambærileg aðgerð nýlega í Bretlandi þegar Alister Darling ákvað að tryggja innstæður banka í Bretlandi en neitaði að tryggja innstæður sama banka á eynni Mön.  Rök breska fjármálaráðherrans voru að eigendur innstæðna á Mön greiddu ekki skatt á Bretlandseyjum og því óeðlilegt að breska ríkið ríkistryggði innstæður þar – jafnvel þó svo að innstæður sama banka væru tryggðar í útibúum í Bretlandi.

3.    Stjórnarskrá Íslands bannar mismunun innlendra innstæðna og Icesave. 

Því hefur verið haldið fram að 65. grein stjórnarskrárinnar geri það að verkum að ríkistrygging á innlendum innstæðum kalli á ríkistryggingu Icesave.  Hér er aftur ruglað saman mismunun á grundvelli þjóðernis og aðgerð sem beitt er vegna skilgreinds landssvæðis (sjá firru 2) .

4.    Tilskipun ESB um innstæðutryggingar kveður á um ríkisábyrgð.

Tilskipun ESB segir að aðildarríki beri að tryggja að til staðar sé tryggingarsjóður fyrir innstæðueigendur sem tryggi lágmarksvernd.  Ekkert er kveðið á um útfærslu eða hvað gerist ef sjóður tæmist.  Ekki er gerð krafa um ríkisábyrgð. Útfærsla á tilskipun ESB er í flestum tilvikum lík og hjá hefðbundnum tryggingarfélögum.  Þegar tryggingarfélag ábyrgist hið vátryggða þá er upphæðin í sjóðnum sem stendur á bak við tryggingar einungis brot hins vátryggða enda ekki gert ráð fyrir að reyna muni á alla upphæðina.  Á sama hátt eru tryggingarsjóðir innstæðueigenda ákveðið brot af því sem tryggt er.  Augljóslega dugar svona kerfi ekki í tilviki kerfishruns heils bankakerfis.  

Regluverk ESB dugði ekki í tilviki Íslands enda var ekki hugsað fyrir slíku tilviki.  Regluverk ESB er því gallað hvað þetta varðar.  Frakkar tóku sérstaklega fram í sinni útfærslu að í tilviki kerfishruns banka í Frakklandi þá væri ekki hægt að treysta á tryggingarsjóðinn.  Það að tilskipun ESB kveði ekki á um ríkisábyrgð er skiljanlegt enda umdeilt vegna freistnivanda sem slíkt skapar. Líklegt er að ESB muni kollvarpa regluverki sínu á þessu sviði í ljósi þeirra galla sem komu berlega í ljós og þá sérstaklega í tilviki Íslands. Það að regluverk ESB sé gallað er alvarlegt en það er ekki hlutverk Íslands að bjarga því á kostnað framtíðar Íslands.

5.    Ísland þarf að ábyrgjast lágmark 20 þúsund evrur pr. reikning

Ísland hefur ekki undirgengist að taka ábyrgð á innstæðum í einkareknum bönkum. Tryggingarsjóður innstæðueigenda á að tryggja lágmarksupphæð og sá sjóður er án ríkisábyrgðar.  Hvorki íslensk lög, stjórnarskrá landsins, tilskipun ESB eða neyðarlögin breyta þeirri staðreynd (sjá firrur 1, 2, 3 og 4).

6.    Að greiða ekki Icesave jafngildir því að segja sig úr lögum við siðaðar þjóðir.


Ísland hefur ekki undirgengist ríkisábyrgð vegna Icesave og þarf þess ekki.  Við hrun íslenska bankakerfisins hafa komið í ljós alvarlegir gallar í regluverki ESB.  Það að leysa Icesave er mikið hagsmunamál ESB í ljósi galla í regluverkinu.  Ef ESB er ósammála um rétt Íslands þá er það siðaðra þjóða háttur að leysa slíkt fyrir dómstólum og una síðan niðurstöðunni. Þess hefur Ísland óskað en ESB hingað til hafnað.  Að hafna slíku getur vart talist siðaðra þjóða háttur?

7.    Eignir Landsbankans duga líklega að stærstum hluta.

Það er alls óvíst hvort eignir Landsbankans dugi auk þess sem neyðarlögin breyttu forgangsröð kröfuhafa þannig að kröfur sem áttu að koma á undan innistæðum færðust aftar.  Ef síðar kemur í ljós að neyðarlögin halda ekki – hvað þá?  Af hverju ætti íslensk þjóð að taka áhættu af slíku sem og að eignir Landsbankans dugi?  Þetta ætti hins vegar að vera fagnaðarefni fyrir ESB.  Þá er hugsanlega hægt að semja við Íslendinga að setja eignirnar sem veð fyrir lágmarksupphæð vegna Icesave.  

8.    Við eigum enga vini í þessu máli.

Ef það væri rétt þá segir það lítið annað en að illa hefur verið haldið á málum Íslands og lítið farið fyrir sanngjörnum málstað Íslands.  Ísland þarf ekki að taka á sig skuldbindingar vegna Icesave og upphæðirnar eru landinu ofviða.  Þar sem að mistekist hefur að koma sterku rökum að og nýta sterka samningsstöðu þá þarf að skipta út samninganefndinni.  Síðan þarf Ísland allra síst á forsætisráðherra að halda sem lætur hafa eftir sér hvað eftir annað að Ísland sé skuldbundið til að greiða Icesave!

9.    Við höfum ekkert annað val annað en að greiða.

Ísland hefur hvorki val um né efni á ríkisábyrgð vegna Icesave. Ríflega þrjátíu manns á þingi ættu ekki að hafa val um að skuldsetja framtíðina með þessum hætti. Það er of mikið í húfi.  Forystumenn Íslands hafa val að taka hagsmuni Íslands fram yfir hagsmuni ESB.  Það er líka val að tala máli Íslands.  Það er líka val að endursemja undir forsæti nýrrar samninganefndar. Sú lausn þarf að vera í samræmi við lög, reglur og skuldbindingar Íslands.  Það er val að hætta að blekkja þjóð og þing um ágæti þessa samnings sem liggur fyrir. Það er heldur betur val að Alþingi felli samning Steingríms Joð.  Það er ábyrgt val og eina lausnin sem Ísland getur sætt sig að ríkið – þ.e. fólkið í landinu – gangist ekki í ábyrgð og greiði ekki það sem okkur ber ekki að greiða.  

10.    Samkomulagið hefur ekki áhrif fyrr en eftir sjö ár.

Þessi firra er móðgun við gáfnafar íslenskrar þjóðar.  Að reyna að halda því fram að tæplega 700 milljarða króna ríkisábyrgð sem ber 5,5% vexti hafi ekki áhrif fyrr en við fyrstu greiðslu er fráleitt!  Slík ríkisábyrgð hefur strax áhrif á lánshæfi og þar með lífskjör og möguleika þjóðarinnar að vinna sig út úr kreppunni.

11.    Með því að samþykkja að greiða Icesave er óvissu eytt.

Með því að samþykkja að greiða Icesave þá er framtíð Íslands í meiri óvissu en áður.  Þá er búið að spyrða saman framtíð Íslands við „skynsama“ útlánastarfsemi Landsbankans síðustu ár. Þjóðin hefur þá tekið að sér að ábyrgjast upphæð sem hún ræður ekki við og óvíst hvenær niðurstaða um greiðslu liggur fyrir.  Óvissu verður þá ekki eytt fyrr en endanlegt uppgjör liggur fyrir og málaferlum vegna neyðarlaganna er lokið.  Það gerist ekki á næstu árum og óvissan eykst því og varir lengi.

Sjaldan áður hefur reynt eins mikið á hlutverk Alþingis og nú.  Alþingi getur með sögulegum hætti komið í veg fyrir möguleg skelfileg og dýrkeypt mistök vegna Icesave.  Það að Alþingi hafni Icesave samningi er hluti af lýðræðinu og nokkuð sem jafnvel ESB verður að sætta sig við.  Slík höfnum Alþingis breytir því ekki að hagur ESB verður áfram að semja við Ísland og vissulega er það einnig okkar hagur að semja um lausn EN við getum ekki og megum ekki samþykkja ríkisábyrgð.


Jón Helgi er verkfræðingur og stundar doktorsnám í hagfræði, er fyrrum aðjúnkt við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, kenndi við verkfræðfræðideild Háskóla Íslands og í MBA námi Háskóla Íslands.  Hann hefur staðið að stofnun og veitt forstöðu þremur fyrirtækjum, var framkvæmdastjóri Klaks nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og forstöðumaður gjaldeyris- og afleiðudeildar Landsbankans til 1999.
Netfang: j.h.egilsson@gmail.com

 


mbl.is Greiðslubyrði 77% viðráðanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband