Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Viðtal við Evu Joly í Silfri Egils - hreinn innblástur í umræðuna um rannsókn á svikum fjárglæframanna

Mitt í öllu vonleysinu er svo gott að hlusta á rökfasta yfirvegaða manneskju eins og Evu, manneskju sem hefur gríðarlega reynslu af því að ráðast í svona mál og ljúka þeim farsællega, manneskju sem veit nákvæmlega hvað hún er að tala um og hvernig er hægt að endurheimta peningana.

Það fyrsta eins og oft hefur komið hér fram hjá mér og hún kemur skýrt inn á í viðtalinu, er að hefja rannsókn og frysta eigur grunaðra. Þetta endalausa hjal um endalaust frelsi á bara einfaldlega ekki við lengur. Það er ekki verið að tala um að frysta eigur allra sem ríkið vill, það þarf að liggja fyrir staðfestur grunur. Sá grunur liggur hins vegar skýrt fyrir í nokkrum tilfellum og það er mér algerlega óskiljanlegt að ekki sé búið að ganga af stað af röggsemi í þau mál.

Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur fái ég og Borgarahreyfingin þitt umboð í komandi kosningum, til þess að ráða Evu Joly sem sérstakan ráðgjafa rannsóknarinnar. Helst sem stjórnanda, en hún gefur það út hér í viðtalinu að hún gefi ekki kost á sér í það.

Nú verðum við að setja þá ráðamenn sem stýrðu okkur í strand til hliðar. Þeir virðast hafa hagsmuna að gæta sem þeir vilja verja með kjafti og klóm. Borgarahreyfingin er það afl sem treystandi er til verksins. Afl sem hefur enga hagsmuni nokkursstaðar aðra en venjulegar fjölskyldur íslendinga. Við erum blönk og sættum okkur ekki við að borga fyrir þjófnað fjárglæframanna í beinni útsendingu.

Settu X við O í komandi kosningu - sýndu hugrekki og tökumst á við spillinguna.

Úr stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar:

Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins.  Samhliða því verða sett afturvirk lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tíma ef sýnt er að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða þar sem félag og/eða eigendur þess hafi verið með þeim hætti leitt af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf. Í þeim tilfellum verður ákvæði hlutafélagalaga um takmarkaða ábyrgð eigenda fellt niður.

Meira á borgarahreyfingin.is


mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin talar um breytingar en breytir þó engu

Úff, það er voða freistandi að fara hérna að karpa og setja út á Samfylkinguna. Hún liggur augljóslega afar vel við höggi. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn stendur henni orðið framar í því að skipta út gömlu andlitunum fyrir örfá ný. En ég nenni því ekki núna. Þetta verður bara að dæma sig sjálft hjá þeim.

Mig langar meira að tala um endurfundina sem að ég átti í kvöld með 1970 árganginum úr Laugarneshverfinu. Við útskrifuðumst úr Laugalækjarskóla 1986 og stór hluti hópsins hefur ekki sést síðan. Þetta var alveg ótrúlega ánægjulegt kvöld og upplifun. Unglingsárin mín voru ekki alveg mín bestu ár, ég skemmti mér reyndar sjálfur oft voða vel en oft á kostnað annarra. Ég var afar óöruggur og óttaslegin strákur í raun og birtist það mest í hrokafullri framkomu á viðkvæmum augnablikum.

ÉG var beðin um að segja nokkur orð þarna í kvöld, sem reyndar kom mér á óvart, þar sem að í minningunni ég var nú ekkert sérlega mikið "in crowd" á þessum árum og man satt best að segja lítið eftir þeim, eða svo hélt ég að minnsta kosti. Það var hins vegar afar gaman að finna hvað ég man í raun margt svona þegar að ég settist niður og virkilega fór að rifja þetta upp.

Þetta voru skrítin ár, ár mikils frelsis meðal unglinga á Íslandi. Við vorum almennt farin að drekka mjög ung og var það nú smá sjokk fyrir okkur mörg að minnast þess að það þótti ekki neitt athugavert við það að við skyldum detta í það á skólatröppunum beint eftir síðasta samræmdaprófið í gaggó klukkan ca. 11 um morgunin.  Það er nú sumt sem hefur breyst til mikils batnaðar í gegnum árin sem betur fer.

Ég er líka afar ánægður með að ég fékk í kvöld tækifæri til að biðja ýmsa aðila afsökunar á því hvað ég var leiðinlegur og hrokafullur unglingur. Það er svo gott fyrir sálina að vera ekki að burðast endalaust með eitthvað gamalt í pokanum. Nógu erfitt var nú samt fyrir Jón og sálin í pokanum að komast inn fyrir hliðið.

Ef eitthvert ykkar krakkar dettið hérna inn þá langar mig bara að segja enn og aftur, takk fyrir frábært kvöld. Mér þykir óskaplega vænt um þennan hóp og vona svo innilega að það líði ekki aftur 23 ár að næstu endurfundum.


mbl.is Afsögnin skipti miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefndarfundir Alþingis, gegnsæi og klæðaburður

Þó að ég hafi nú ekki hrifist mjög af Sturlu undanfarið verð ég þó að taka undir með honum hér og í raun lýsa yfir onbrigðum mínum með það að ekki skuli gengið lengra og ALLIR nefndarfundir hafðir opnir. Það er eðlileg krafa að störf ráðamanna þjóðarinnar í UMBOÐI þjóðarinnar séu ekki þjóðinni duldir. Ég hef hrifist afar mikið undanfarið af nefndarstörfum þingnefnda í Bretlandi sem að hefur verið sjónvarpað öllum beint á BBC. Það eru vinnubrögð til fyrirmyndar.

Borgarahreyfingin leggur fram skýra stefnu varðandi nefndarfundi þar sem segir í stefnumálunum okkar undir í 3. kafla 6. gr.: 

6. Fastanefndir þingsins verði efldar. Nefndarfundir verð almennt haldnir í heyranda hljóði. Gerð verði krafa um að fastanefndir afgreiði öll mál og skili niðurstöðu innan ákveðins tíma.

Í stuttu máli þá þýðir þetta að við viljum að allir fundir sem mögulegt er að halda opna (lesist nánast allir fundir) verði til dæmis útvarpað eða streymt á neti. Krafan okkar um að fastanefndir afgreiði öll mál og sé skilt að skila niðurstöðu innan ákveðins tíma þýðir á mannamáli að nefndum verður ekki lengur kleyft að "týna" málum í nefndum. Það eru í dag tugir frumvarpa og mála sem að einfaldlega hafa bara ekki verið tekin á dagsrká nefndanna og fá því enga athygli.  Sú var tíðin hér að ríflega 40% frumvarpa sem samþykkt voru á Alþingi voru þingmannafrumvörp, það er frumvörp sem komu ekki endilega frá ríkisstjórninni. Í dag er þetta hlutfall um eða undir 5%.  Það er gott dæmi um það alræði Framkvæmdavaldsins sem við nú búum við.

Fataskilyrðin eru mér síðan mikil vangavelta. Líklegast þykir mér að þau hafi verið sett á sínum tíma til að koma í veg fyrir að menn mættu á seinustu stundu í fjósagallanum á þingfund, þó að það virðist vera kannski ansi ýkt dæmi. Hvað sem því líður að þá er þetta skilyrði íþyngjandi í dag finnst mér. Það er fyrir mér í dag mikill munur á því að vera snyrtilegur  til fara eða að vera eins og krafist er í dag, í jakkafötum með bindi eða í dragt.

Nánari upplýsingar um Borgarahreyfinguna má finna hér:
Stefnumálin: http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=6
Ganga í hreyfinguna: http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=80

Við tengjumst engum hagsmunahópum sem hafa af því hag að koma okkur til valda, á íslensku þýðir það því miður þá líka að við eigum enga peninga og fáum enga stóra styrki. Margt smátt gerir hins vegar mikið fyrir okkur og við værum afar þakklát fyrir allan stuðning sem þú getur veitt,, líka fjárhagslegan eðlilega.

Styrkja hreyfinguna: http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=73 


mbl.is Alls ekki fjölmiðlafundir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsyn þess að hugsa út fyrir boxið - Borgarahreyfingin með róttækar tillögur að stjórnlagaþingi

Þetta frumvarp stjórnarflokkanna sýnir mjög góðan vilja, þetta er útrétt hjálpar- og sáttahönd, engin spurning. Það háir hins vegar flokkunum að geta ekki hugsað út fyrir þann ramm sem að þeir hafa starfað eftir áratugum saman.

Borgarahreyfingin er með hugmyndir um hvernig halda skal stjórnlagaþing, hugmyndir sem að þarfnast langt í frá þeirra fjárhæða sem að Birgir tekur saman hérna.

Það verður gaman að geta kynnt þær tillögur betur fyrir ykkur, það verður á allra næstu dögum.


mbl.is Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér hrósar hver bloggarinn á fætur öðrum auknum skuldaklöfum á herðar lán"þolenda"

Ég skal virða það við Íslandsbanka að þeir eru að leita lausna til að létta viðskiptavinum sínum mánaðarlegar greiðslur. Ég gagnrýni það hins vegar harðlega að ekki skuli koma fram hugmyndir þar sem að ábyrgð er dreift til jafns á lánveitanda (atvinnumennina) og lántakanda (leikmennina, þolendurna).

Þegar að stór hluti þeirra sem tóku erlend lán gengu að samningum við lánastofnanir lá fyrir að atvinnumennirnir (lánastofnanirnar) vissu hvert stefndi með gengisþróun á sama tíma og þeir héldu samt áfram að ráðleggja fólki að skulda í erlendum myntum.

Í Danmörku til dæmis er kerfið þannig að þar er ekki ætlast til þess að í sambandi leikmanna og atvinnumanna sé eitthvert jafnræði þegar kemur að lánasamningum. Þar eru gjarnan nokkurs skonar þolmörk þar sem að lántakandinn ber ábyrgðina, en fari verðbólga eða gengisþróun út fyrir þau mörk ber lánveitandanum að taka á sig þann aukna kostnað. Á Íslandi ber leikmaðurinn allan skaðann að virðist.

Kæru lánþolendur, ekki skrifa upp á slík tilboð eins og til dæmis þessi frá Íslandsbanka, án þess að kynna ykkur ítarlega með fagfólki hvað í þeim felst. Endanleg hækkun höfuðstóls mun hlaupa á tugum milljóna samþykkirðu slíkan gjörning.


mbl.is Ný lausn erlendra lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæriskenningar Sturla að sturl'ann?

Var nú búinn að minnast á þessa grein og hegðun Sturlu aðeins áður, en langar að vísa í greinina hans og gott svar Ágústs Más aftur. 

Hér er greinin hans Sturlu Böðvarssonar sem birtist í Fréttablaðinu, birtist líka hérna á Vísi: http://visir.is/article/20090305/SKODANIR03/2443995

Sturla að mínu mati orðinn all verulega firrtur þegar að hann heldur því fram að ofbeldi hafi verið skipulagt af VG fólki. Ég tók sjálfur virkan þátt í ýmsum mótmælum og get vottað að VG átti ekki hugmyndirnar þó að vissulega hafi margir frá þeim mætt. Þau áttu eflaust sem einstaklingar einhverjar hugmyndir, en allar hugmyndir um að mótmæla uppákomurnar hafi verið ítarlega skipulagðar af einhverjum sérhagsmuna hópum eru firra. Oftast fór skipulagið fram á þann einfalda máta að að kvöldi dags ákvað fólk að hittast einhversstaðar aftur daginn eftir. Það var nú allt og sumt.

Svar pistill Ágústs Más til Sturla hér: http://gustichef.blog.is/blog/gustichef/entry/821030/


mbl.is Deildu hart í þingsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin verður þá vonandi hluti af lausninni/endurreisninni

Smelli hérna inn fréttaflutningnum frá formlegri tilkynningu okkar um framboð, er frá blaðamannafundinum 4. mars.  Myndbandið er klippt saman af Láru Hönnu Einarsdóttur (ofurbloggara) sem fyrr segir.

 


mbl.is Hrunin frjálshyggjutilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

71% þjóðarinnar vill ekki Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt þessari könnun

Það má túlka hlutina á ýmsan máta en í aðferðarfræðinni hefðum við tekið könnun sem þessa gjörsamlega í nefið. Að bera upp könnun sem þráspyr um Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega skekkir niðurstöður á endanum. Sjálfstæðisflokksmenn hins vegar gera sér vel grein fyrir að skoðanakannanir eru mjög skoðanamyndandi og þessi könnun er því afar sterkur leikur hjá þeim.

En það að nú þegar D listi er í stjórnarandstöðu séu þeir samt ekki með nema um 29% samkvæmt þessari könnun er vonandi vísbending um að fylgi þeirra muni lækka enn frekar áður en kemur að kosningum.

Þessi niðurstaða ætti líka að vera skýr skilaboð til hinna flokkanna, 71% þjóðarinnar vill EKKI Sjálfstæðisflokkinn. Nú er það undir ykkar eigin samvisku komið hvort að þið ætlið að "ganga óbundin til kosninga".

Að ganga óbundin til kosninga er einfaldlega siðleysi. Við í Borgarahreyfingunni gátum ekki séð að málefnin okkar ættu neina mögulega samleið með D lista og treystum þeim alls ekki til að semja um málefni yfir höfuð. Við tókum því af öll tvímæli og staðfestum á blaðamannafundi að við munum ekki setjast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Ég skora á ykkur hina flokkana að gera slíkt hið sama. Það er ljóst mikill meirihluti þjóðarinnar vill þá ekki. Ætlið þið að ganga gegn vilja þjóðarinnar?

Svo er náttúrulega að krossa fingur og vona heitt og innilega að O listi Borgarahreyfingarinnar mælist vel í næstu könnun. Við höfum fengið mikið af afar jákvæðum viðbrögðum frá því í gær - vonandi að okkur takist að skýra mál okkar það vel að jákvæðnin gagnvart okkur muni halda áfram að aukast jafnt og þétt.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingarleikur hér á ferðinni - engar auknar heimildir hér á ferð að virðist varðandi eignir rannsakaðra

Þetta er blekkingarleikur sem hér fer fram í þessari frétt. Það er ekki verið að auka nokkuð með þessu frumvarpi varðandi eigna frystingu.

Lögin sem eru í gildi hafa verið á þann veg að um leið og rannsókn er hafin sé til staðar heimild til að frysta eigur grunaðra afbrotamanna.

Ég get ekki séð að hér sé um neina viðbót við það að ræða.

Þetta er kosninga leikur einhverskonar hér á ferðinni.


mbl.is Heimild til að frysta eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það tók sinn tíma - en eftirlaunafrumvarpið loks orðið að lögum

Þetta tók um það bil 6 ár í vinnslu, en hafðist á endanum. Má segja að það hafi ekki náðst í gegn fyrr en vel flestir þeirra sem lögðu til upphafleg lög um eftirlaun eru allir hættir á Alþingi og því þegar farnir að þiggja eftirlaunin sem þeir sjálfir sömdu lög um.

En við skulum frekar gleðjast yfir réttlætinu en að fárast yfir fortíðinni í þessu tilfelli. Málið er að minnsta kosti í höfn.

Upphaflega þingskjalið má nálgast hér: http://www.althingi.is/altext/136/s/0543.html
Endanlega skjalið enn í vinnslu segir vefur Alþingis.

Annars langar mig líka að benda á athygliverða grein Sturlu Böðvarssonar í Fréttablaðinu í dag, birtist líka hérna á Vísi: http://visir.is/article/20090305/SKODANIR03/2443995

Sturla að mínu mati orðinn all verulega firrtur þegar að hann heldur því fram að ofbeldi hafi verið skipulagt af VG fólki. Ég tók sjálfur virkan þátt í ýmsum mótmælum og get vottað að VG átti ekki hugmyndirnar þó að vissulega hafi margir frá þeim mætt. Þau áttu eflaust sem einstaklingar einhverjar hugmyndir, en allar hugmyndir um að mótmæla uppákomurnar hafi verið ítarlega skipulagðar af einhverjum sérhagsmuna hópum eru firra. Oftast fór skipulagið fram á þann einfalda máta að að kvöldi dags ákvað fólk að hittast einhversstaðar aftur daginn eftir. Það var nú allt og sumt.

Finn mig líka knúinn til að benda á góðan svar pistil Ágústs Más til Sturla hér: http://gustichef.blog.is/blog/gustichef/entry/820291/

 

Minni svo alla áhugasama á að kíkja inn á vef Borgarahreyfingarinnar og skrá sig þar í hópinn:  http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=80
Umsækjandi getur hakað þar við líka ef hann vill vera á framboðslista.


mbl.is Eftirlaunafrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband