Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Enn einn sigur grasrótarinnar - Íslendingar það sannast hér ítrekað að við getum haft eitthvað með málin að gera hérna
12.3.2009 | 01:01
Frá því að ég man eftir mér hefur fólk verið að tala úr sér kjarkinn. Fólk hefur gjarnan sterkar skoðanir inni á kaffistofum eða í samkvæmum, en þegar á hólminn er komið og á að fara að raunverulega gera eitthvað af því sem fyrir liggur talar fólk úr sér kjarkinn og bíður kerfinu ekki byrginn.
Kerfishrunið sem hér varð í október og stendur enn var þó sem betur fer loksins nægjanlega mikil óþægindi til þess að stór hópur fólks stóð upp og valdi að nú væri nóg komið. Stóð upp og sagði hingað og ekki lengra, nú ætla ég að taka ábyrgð á eigin lífi. Ég læt ekki bjóða mér þetta lengur.
Þetta fólk hefur þurft að sitja undir alls kyns ásökunum og árásum undanfarna mánuði. Upphrópunum eins og skríll, lýður, ofbeldisfólk og svo framvegis. En við gáfumst ekki upp og uppskárum mikið. Miklu miklu meira en sést hefur hingað til á minni æfi hið minnsta.
Við felldum ríkisstjórnina, við komum inn hugmyndum um stjórnlagaþing jafnvel þó að Framsókn hafi aðeins lagt fram einhverja skrumskælingu á því að þá vær að minnsta kosti lagt fram um það frumvarp. Nú hefur grasrótin með þrýstingi komið því á eða að minnsta kosti stutt sterklega við það að Eva Joly hefur verið ráðin ráðgjafi við rannsóknina á efnahagsbrotum. Við erum búin að sjá ítrekað á undanförnum vikum og mánuðum að sameinuð náum við árangri.
Nú er komið fram afl, hreyfing sem vill axla þá ábyrgð að taka næstu skref, afl sem er öllum opið og býður þig velkomna/inn til þess að taka þátt, hvort sem er í því að leggja fram verkfúsar hendur eða að bjóða þig fram á framboðslista. Borgarahreyfingin - þjóðin á þing ætlar að byggja brú fyrir þjóðina inn á þing. Við ætlum að koma hugsjónum og réttlætiskennd aftur í störf Alþingis, en til þess þurfum við þinn stuðning.
Komdu með, kynntu þér stefnumálin okkar inni á http://www.borgarahreyfingin.is - taktu ákvörðun um að taka ábyrgð á eigin lífi.
Það hefur nú margsannast - sameinuð getum við breytt miklu. Fyrir næstu orrustu þurfum við mikinn stuðning. Fáum við þinn stuðning til starfans?
Hægt að nýta sambönd Joly | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju VR félagar - siðbótin hafði sigur
11.3.2009 | 17:52
Gunnar Páll Pálsson hefur að mínu mati ekki sýnt minnsta merki þess að hann sjái eftir gjörðum sínum, þvert á móti hefur hann ítrekað borið fyrir sig afsakanir til að réttlæta gjörðir sínar. Hann nefnir í viðtali að hann hafi "axlað ábyrgð og stytt kjörtímabilið".
Það má vel vera að hann kjósi að sjá veruleikann þeim augum, það er þá einfaldlega hluti blindunnar sem hann er haldinn. Sannleikurinn er sá að vegna þrýstings frá félagsmönnum var honum einfaldlega ekki stætt að sitja áfram. Það hafði orðið verulegur trúnaðarbrestur sem að hann vildi ekki horfast í augu við.
Hann kvartar undan því að vegið hafi verið að honum persónulega. Ég veit ekki með ykkur hin, en sálfum finnst mér að það hafi einmitt verið hann persónulega sem að tók þessar ákvarðanir í umboði VR inni í stjórn Kaupþings. Það var ekki víðtækt umboð, það var persónuleg ákvörðun. Það er því ekki að undra þó að vegið hafi verið að honum persónulega líka.
Siðbótin er hressandi og gefur mér von um að þjóðin finni hjá sér vilja og fúsleika til að taka eins til í efri lögum stjórnsýslunnar og á Alþingi. Til hamingju Kristinn, Ragnar Þór, Ásta Rut, Ágúst og aðrir baráttujaxlar. Þetta er hluti af Nýju Íslandi vona ég.
Það er í okkar valdi að kjósa ekki þetta gamla yfir okkur aftur - veljum eitthvað nýtt að þessu sinni. Setjum X við O. Borgarahreyfingin - þjóðin á þing ætlar að byggja brú fyrir þjóðina inn á þing. Brú fyrir ný andlit og siðferðislega endurbót.
http://www.borgarahreyfingin.is
Kristinn kosinn formaður VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju VR félagar - siðbótin hafði sigur
11.3.2009 | 17:44
Gunnar Páll Pálsson hefur að mínu mati ekki sýnt minnsta merki þess að hann sjái eftir gjörðum sínum, þvert á móti hefur hann ítrekað borið fyrir sig afsakanir til að réttlæta gjörðir sínar. Hann nefnir í viðtali að hann hafi "axlað ábyrgð og stytt kjörtímabilið".
Það má vel vera að hann kjósi að sjá veruleikann þeim augum, það er þá einfaldlega hluti blindunnar sem hann er haldinn. Sannleikurinn er sá að vegna þrýstings frá félagsmönnum var honum einfaldlega ekki stætt að sitja áfram. Það hafði orðið verulegur trúnaðarbrestur sem að hann vildi ekki horfast í augu við.
Hann kvartar undan því að vegið hafi verið að honum persónulega. Ég veit ekki með ykkur hin, en sálfum finnst mér að það hafi einmitt verið hann persónulega sem að tók þessar ákvarðanir í umboði VR inni í stjórn Kaupþings. Það var ekki víðtækt umboð, það var persónuleg ákvörðun. Það er því ekki að undra þó að vegið hafi verið að honum persónulega líka.
Siðbótin er hressandi og gefur mér von um að þjóðin finni hjá sér vilja og fúsleika til að taka eins til í efri lögum stjórnsýslunnar og á Alþingi.
Það er í okkar valdi að kjósa ekki þetta gamla yfir okkur aftur - veljum eitthvað nýtt að þessu sinni. Setjum X við O. Borgarahreyfingin - þjóðin á þing ætlar að byggja brú fyrir þjóðina inn á þing. Brú fyrir ný andlit og siðferðislega endurbót.
http://www.borgarahreyfingin.is
Taldi mig hafa þekkingu og reynslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar góðar fréttir - kyndi kostnaður við Skaftafell getur nú nýst til frekari uppbyggingar þjóðgarðsins
11.3.2009 | 10:52
Það eru afar góðar fréttir að loks hafi fundist heitt vatn við Skaftafell, það eykur strax til muna þjónustuna sem hægt er að veita og sparar hlutfallslega mikla peninga fyrir starf sem rekstur þjóðgarðs er.
Skaftafell er án nokkurs vafa einn af fallegri stöðum landsins. Náttúrukraftarnir hreint ótrúlegir þar sem að maður horfir með lotningu upp til Hvannadalshnjúksins sem gnæfir þar yfir í ægi krafti sínum. Búið er að vinna í gegnum árin þrekvirki fyrir nánast ekkert fé í uppbyggingu gönguleiða á svæðinu og óhætt að mæla með því fyrir alla náttúruunnendur, ef svo undarlega vill til að þeir séu ekki reglulegir gestir í Skaftafelli, að leggja á sig ferðalagið þarna austur. Ekki skemmir heldur fyrir að leiðin austur er gullfalleg alla leið, aksturinn undir Eyjafjöllum, Mýrdalssandurinn með útsýninu til fjalla.
Enginn spurning, ég mun skella mér í heita sturtu í Skaftafelli í sumar
Heitt vatn í Skaftafelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var á opnum kynningarfundi Borgarahreyfingarinnar í Iðnó í kvöld sem gekk reyndar afar vel, en engu að síður skelfilegt að missa af þessari veislu!
Þetta lið á svo mikið til - alveg grátlegt að taka ekki svona toppleiki á móti efstu og neðstu liðunum í deildinni.
En hvað um það - verð augljóslega að komast yfir upptöku af leiknum.
Liverpool burstaði Real Madrid 4:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju yfirtaka? Er þetta að verða eitthvert nýtt munstur?
9.3.2009 | 19:57
Hvað varð um að fyrirtæki verði bara gjaldþrota? Getur einhver svarað mér því? Þetta er bara kjánalegt held ég.
Ég sem ætlaði þvílíkt ekkert að tuða í dag, ætlaði bara að vera voða jákvæður og svona í tilefni dagsins :P
Stundum virðist ég eiga ansi erfitt með að hemja undrun mína að minnsta kosti.
Ríkið tekur Straum yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðildarviðræður eru einfaldlega bara næsta eðlilega skref
9.3.2009 | 00:52
Það er fyrir mér bara svo einfalt að það er einfaldlega fáránlegt að taka afstöðu til samnings eða að kjósa um hann áður en ég hef svo mikið fengið að sjá hvað hann felur í sér.
punktur
Flestir vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kraftmikill leiðtogi þurfti sinn tíma til að horfast í augu við staðreyndir málsins - ákvörðunin mun eflaust styrkja Samfylkinguna
8.3.2009 | 18:52
Ég óska þér velfarnaðar Ingibjörg Sólrún og góðrar heilsu. Þetta er eina rétta ákvörðunin í stöðunni og þú hefðir að sjálfsögðu átt að horfast í augu við það fyrr, en betra seint en aldrei segir máltækið.
Verst að þetta var nóg til að koma í veg fyrir að Dagur biði sig fram í fyrsta eða annað sæti, ég hefði glaðst mikið yfir því að sjá hann komast inn á þing. Fyrir utan nokkuð mikinn kjaftavaðal er Dagur heill og góður maður sem ég trúi að standi fyrir hugsjón og réttlæti.
Annars fékk ég fyrir helgina senda netkönnun frá MMR sem ég var beðinn að taka þátt í. Fannst ansi merkilegt að könnun sem send var út 6. mars skuli hvorki innihalda L-listann né okkur í Borgarahreyfingunni innanborðs. Lyktar svolítið af hentisemi en ekki hlutleysi.
Borgarahreyfingin heldur þó áfram að sækja á, þetta eru afar spennandi og skemmtilegir tímar. Okkur bráðvantar þó húsnæði einhversstaðar sem næst miðbænum á götuhæð til láns eða mjög lágrar leigu fram yfir kosningar. Ef þú veist um slíkt húsnæði máttu endilega láta mig vita. Getur sent mér póst á til dæmis baldvin@borgarahreyfingin.is
Langar líka að segja ykkur frá opnum kynningarfundi sem við verðum með í Iðnó á þriðjudagskvöldið kemur klukkan 20:00 - Dagskrá fundarins verður kynnt nánar síðar, sjá hér: http://www.borgarahreyfingin.is/?p=142
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kæri Jón Ásgeir...
8.3.2009 | 16:24
... fái Borgarahreyfingin einhverju ráðið er þetta aðeins toppurinn af ísjakanum. Við munum hins vegar í öllu leitast við að farið verði fram með réttlæti og siðferðislegri uppbyggingu að leiðarljósi. Það mun hins vegar því miður nokkuð örugglega fela í sér að þú og flestir þínir vinir munið lenda í ítarlegri rannsókn.
Vonandi mun sú rannsókn leiða í ljós að allt hafi verið með felldu. Fari hins vegar ekki svo mun allt verða gert til að leiða fram réttlæti í málinu. Rannsóknin mun hins vegar ekki einungis beinast gegn litlum hópi manna. Við munum einnig setja mikinn fókus á óheiðarlega framkomu ráðamanna og "hvítu lygina" sem er falin í því að upplýsa þjóðina ekki um ástandið
Úr stefniskrá Borgarahreyfingarinnar:
Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins. Samhliða því verða sett afturvirk lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tíma ef sýnt er að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða þar sem félag og/eða eigendur þess hafi verið með þeim hætti leitt af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf. Í þeim tilfellum verður ákvæði hlutafélagalaga um takmarkaða ábyrgð eigenda fellt niður.
Meira á borgarahreyfingin.is
X við O stendur fyrir nýja tíma - endurheimt lýðræðis og sjálfsvirðingar okkar í alþjóðasamfélaginu.
Skipulögð rógsherferð gegn fyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |