Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Fréttaumfjöllun dagsins um framboð Borgarahreyfingarinnar tekið saman af ofurbloggaranum Láru Hönnu :)

Hef ekki um það mörg orð, Lára Hanna er bara snillingur :)

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/820008/


mbl.is Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það orðið formlegt - spennufiðringur í maganum og mikil ánægja með félaga mína á fundinum

Þetta var skemmtileg stund í dag. Það var samdóma álit okkar sem hann sátu fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar að fundurinn hafi gengið afar vel. Við fengum mikið af góðum krefjandi spurningum og tókst að mínu mati afar vel að koma hugmyndum okkar á framfæri.

Margir (félagar sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn) hafa undrast þá yfirlýsingu okkar að við munum ekki fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Þetta er hins vegar alveg kristaltært fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að sitja að mestu við völd frá stofnun flokksins 1929. Svona um það bil 70 ár af 80 ef mig misminnir ekki mikið. Það er kerfi Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur sem við búum við í dag, það er kerfið þeirra sem hrundi algerlega. Það er eðlileg krafa að þeir taki sé nú pásu frá völdum og gefi öðrum færi á að prófa nýjar hugmyndir og hugsjónir.

Ég persónulega er ekki á móti frjálshyggju per se. Alls ekki. Ég er hins vegar á því að það liggi skýrt fyrir að frjálshyggjan brást okkur algerlega síðastliðið haust. Frjálshyggja án kröftugs lagaumhverfis og eftirlits virðist ekki virka. Það er búið að sýna sig endurtekið frá því snemma á tuttugustu öldinni. Markaðslögmálið trúi ég að virki, en það virkar ekki nema að sterkt eftirlit sé með því að allir sitji við sama borðið. Að þáttakendur spili allir eftir sömu leikreglum.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing vill standa fyrir auknu réttlæti, gegnsæi og jafnrétti í samfélaginu. Ekki aðeins jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti almennt. Samfélagið á ekki að vera leikvöllur fárra útvaldra, við viljum öll fá að spila með eftir sömu leikreglum.


mbl.is Vilja gegnsætt réttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri og hægri snú - Tilkynning um framboð undir merkjum Borgarahreyfingarinnar - Þjóðin á þing

Hæ kæru vinir og vandamenn. Eins og þið eflaust hafið heyrt af var ég ásamt virkilega góðum hópi fólks að setja á stofn nýja hreyfingu til þess að koma á breytingum í samfélaginu. Við erum margir sameinaðir hópar sem komum fram sem eitt afl undir einu merki. Samstaða er jú afl sem fátt stöðvar.

Ég er stjórnarmaður í Borgarahreyfingunni og býð mig einnig fram fyrir hennar hönd á Alþingi. Við erum þess algerlega sannfærð að nú verði að tefla fram nýju fólki, leikmönnum en ekki atvinnupólitíkusum, til þess að koma á nauðsynlegum breytingum.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, er hreyfing fólks sem treystir ekki fjórflokkinum til að standa við loforð sín um:
- Verulegar Lýðræðisumbætur, sem munu takmarka völd þeirra, og
- Raunverulega Rannsókn á Efnahagshruninu, ef rétt reynist að þeir hafi fjölmargir fengið sjálfir óeðlilegar fyrirgreiðslur hjá fjármálastofnunum.

Borgarahreyfingin er hreyfing sem neyddist til að verða stjórmálahreyfing því að er eina leiðin til að koma því fólki inn á þing sem búið er að þrýsta á þingið að utan frá upphafi hrunsins. Fólki sem þegar hefur sýnt einlægan vilja til að koma á breytingum og er búið að standa vaktina síðan frá upphafi kerfishrunsins.

Ef þú treystir gömlu valdaklíkunum, fjórflokknum, til að koma á lýðræðisbreytingum í samfélaginu sem á sama tíma munu minnka völd þeirra og flokksræði, þá er um að gera fyrir þig að kjósa þá.
Ef þú hins vegar, eins og ég, trúir því að til þurfi að koma nýtt fólk með einlægni og hugsjón að leiðarljósi, þá biðjum við þig um þinn stuðning.

Ég er að vinna myrkranna á milli fyrir Borgarahreyfinguna því ég vill sjá traustverðugt fólk á þingi óháð fjórflokknum. Fólk sem óháð getur tryggt okkur verulegar lýðræðisumbætur og raunverulega rannsókn efhahagshrunsins, fáist til þess ngur stuðningur frá þjóðinni. Þegar þeim markmiðum er náð leggur hreyfingin sig niður.

Ef þú ert okkur sammála þá biðjum við þig að stíga fram og taka þátt. Sendu mér tölvupóst. Okkur vantar bæði gott fólk í framboð og til starfa. Það er skammur tími til stefnu og ég trúi því einlæglega að það er nú eða aldrei.

Það verðu blaðamannafundur í dag í Iðnó á 2. hæð klukkan 14, mættu ef þú getur.

Kær kveðja,
Baldvin Jónsson - ritar Borgarahreyfingarinnar - Þjóðin á þing

Kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins augljóslega komin í gang - Borgarahreyfingarinnar vonandi getið meðal almennings frá og með deginum í dag

Borgarahreyfingin verður með blaðamannafund í dag þar sem við munum kynna stefnuskrá okkar og stjórn opinberlega. Fundurinn verður haldinn í Iðnó á 2. hæð klukkan 14:00 í dag. Velunnarar eru boðnir velkomnir á fundinn og vonandi verður afar góð mæting frá fjölmiðlum.

L-listinn hélt sinn fyrsta blaðamannafund í gær og er þó ekki getið hér af Ólafi Þ. í greiningu sinni á stjórnmálalandslaginu.

Fyrirsögnin ber þess þó sterkan keim að hér sé um skrif að ræða sem komi úr handraða kosningamaskínu Sjálfstæðisflokksins þegar segir: "Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér"  Það er jú búið að kenna okkur áratugum saman að fátt sé verra fyrir þjóðarhag en vinstri stjórn. Ef hér væri vinstri stjórn sé gríðarleg hætta á að allt gjörsamlega hrynji. En bíddu við, það er jú reyndar þegar orðið og það undir "traustri efnahagsstjórn" Sjálfstæðisflokksins eins og þeir auglýstu svo grimmt fyrir kosningarnar í maí 2007.

Það eru einfaldlega nýjir tímar núna og krafan um nýja Ísland er hávær. Ísland þar sem almennt verði viðurkennt að heiðarleiki, siðferði, gagnsæi í öllum störfum og pólitísk ábyrgð hjá ráðamönnum og embættismönnum verði viðurkennd sem nauðsynlegur hluti af kerfinu.

Það er kominn tími á nýja sýn og nýja hegðun á Alþingi og Borgarahreyfingin býður sig fram til þess að leiða það innleiðingar starf í stjórnsýslunni allri.

Ef þú ert sátt/ur við ástandið skaltu kjósa áfram gamla fjórflokkinn - ef þú hins vegar treystir þeim ekki til að koma á breytingum sem minnka munu völd þeirra sjálfra - já, þá þarftu að kjósa eitthvað nýtt.

Slástu í för með okkur, það er komið að okkur að taka persónulega ábyrgð á eigin lífi - það er komið að okkur að koma á nauðsynlegum lýðræðis breytingum í íslensku samfélagi.

Stefnumál Borgarahreyfingarinnar af http://www.borgarahreyfingin.is


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin heldur blaðamannafund í dag miðvikudag klukkan 14:00 á 2. hæð í Iðnó

Við í Borgarahreyfingunni bíðum reyndar enn eftir staðfestingu á kjördegi því eins og eflaust margir vita hafa stjórnarflokkarnir ekki enn staðfest kjördag þann 25. apríl næst komandi.

Við höldum þó okkar striki ótrauð og verðum tilbúin tímanlega, vinnunni þokar vel áfram.

Fyrir þá sem hafa ekki enn séð stefnuskránna okkar að þá birti ég hana aftur hér að neðan. Gott er að hafa í huga að stefnuskráin mun taka einhverjum minniháttar breytingum og leiðréttingum áður en hún liggur endanlega fyrir.

Borgarahreyfingin er hópur fólks úr öllum kimum samfélagsins sem vöknuðu upp við að misvitrir auð- og stjórnmálamenn höfðu kippt undan því lappirnar með glæpsamlegri hegðun og eiginhagsmunagæslu. Krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði sameinar okkur.

1. Gripið verði til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja.

1.1.   Alvarleg staða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar handvirkt fram fyrir hrun hagkerfisins (jan. 2008) og hækkanir höfuðstóls og afborganir húsnæðislána til samræmis við það.  Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2% og afborgunum af húsnæðislánum verði almennt hægt að fresta um tvö ár með lengingu lánsins um þann tíma. Náð verði samkomulagi við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að þeim verði breytt í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði bönnuð.

1.2.   Leitað verði leiða til að leysa myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða ef með þarf með einhliða upptöku annars gjaldmiðils.

1.3.   Atvinnulaust fólk verði hvatt með aukagreiðslum til að stunda nám og/eða vinnu með samfélagslegu markmiði til að koma í veg fyrir að tengsl þess við vinnumarkaðinn rofni.  Sett verði á stofn víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að kenna þeim að nota atvinnuleysið sem tækifæri til hina betra.

1.4.   Skuldsett fyrirtæki verða boðin út og aðeins tekið tilboðum ef ásættanlegt verð fæst.  Annars verði starfsfólkinu leyft að taka yfir lífvænleg fyrirtæki sem ekki fæst ásættanlegt verð fyrir. Skuldir eigenda verði ekki felldar niður sjálkrafa en nota á endurreisnarsjóð atvinnulífsins til að veita hagstæð lán og breyta skuldum lífvænlegra fyrirtækja í hlutafé í eigu ríkisins frekar en að afskrifa skuldir.

1.5.   Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.  AGS fái ekki að ráða ferðinni með stöðu ríkissjóðs.

1.6.   Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu og skynsemi.  ICESAVE reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands og m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi.  Rannsakað verði hvað varð um allar innlagnir á reikningana, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir því sem vantar upp á.  Samið verður um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.  Samhliða því verði gefið loforð um framlag af hálfu Íslands sem nemi 2% af VLF renni til þróunaraðstoðar á ári næstu tíu ár til að sýna góðan vilja íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða.

2. Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá.

2.1.   Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram um tiltekið mál óski tiltekinn minnihluti þjóðarinnar þess. Sama gildir um að rjúfa þing.

2.2.   Bera skal alla samninga undir þjóðaratkvæðagreiðslu sem mögulega framselja vald, m.a. þar sem krafist er að lög og reglugerðir séu innleidd án atbeina Alþingis.

2.3.   Að viðurkenna þau sjálfsögðu mannréttindi sbr. 1. gr. Mannréttingayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna að vægi atkvæða í alþingiskosningum verði jafnt enda væri það í samræmi við hugmyndir um að auka vægi þjóðaratkvæðis um einstök mál enda augljóst að ekki væri hægt að láta suma landsmenn hafa meira vægi en aðra við þjóðaratkvæðagreiðslu.

2.4.   Að fjöldi þingmanna miðist við fjölda á kjörskrá í hlutfallinu 1/4000 sem væri í samræmi við algengt hlutfall í öðrum löndum. Þetta myndi þýða nokkra fækkun þingmanna í dag en hægfara fjölgun þeirra í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda sem væri rökrétt.

2.5.   Að kjördæmaskipan verði endurskoðuð og kjördæmum fækkað á suðvesturhorninu.

2.6.   Að tryggð sé skipting valdsins milli löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds, m.a. þannig að ráðherrar sitji ekki á þingi

2.7.   Að ráðherrar og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins, nema dómarar, gegni embætti í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt.

2.8.   Að fyrsta málsgrein 76. greinar stjórnarskrárinnar verði breytt til samræmis við   Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttinn til lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og velliðan allra. Grein 76 muni þá hljóða svona eftir breytingu. “Öllum skal tryggður réttur til grunn lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og lífsviðurværi þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Grunn lífskjör teljast vera nauðsynlegt fæði, hreint vatn, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.” Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

2.9.   Aðrar breytingar á stjórnarskrá verði gerðar þannig að hún samræmist Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

2.10.          Allar náttúruauðlindir verða í þjóðareigu og óheimilt að framleigja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt.

 

3. Trúverðug rannsókn undir stjórn og á ábyrgð óháðra erlendra sérfræðinga á íslenska efnahagshruninu verði hrundið af stað og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur.

3.1.   Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins.  Samhliða því verða sett afturvirk lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tíma ef sýnt er að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða.Ef sýnt er að gjörningar félags og/eða eiganda þess hafi verið með þeim hætti að leitt hafi af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf, verður í þeim tilfellum ákvæði hlutafélagalaga um takmarkaða ábyrgð eigenda fellt niður.

4. Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla.

4.1.   Að ráðningatími (skipunartími) og þ.a.l. uppsagnarfrestur allra embættismanna sé í samræmi við það sem almennt gerist hjá stjórnendum á vinnumarkaði skv. nánari útfærslu sem verði í höndum Kjararáðs.

4.2.   Að tiltekinn minnihluti þingmanna geti boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem Alþingi hefur samþykkt.

4.3.   Að hæfi umsækjenda um störf hæstaréttar- og héraðsdómara sé metið af hlutlausri fagnefnd skipaðri af Alþingi eftir tilnefningu hæstaréttar. Fagnefndin geti lagt fyrir umsækjendur próf til að skera úr um þá hæfustu og að ráðherra beri að velja dómara úr hópi þeirra sem fagnefndin telur hæfasta.

4.4.   Að æðstu embættismenn séu valdir á faglegum forsendum.

4.5.   Að fastanefndir þingsins verði efldar. Að nefndarfundir verð almennt haldnir í heyranda hljóði. Gerð verði krafa um að fastanefndir afgreiði öll mál og skili niðurstöðu innan ákveðins tíma.

 

5. Lýðræðisumbætur STRAX.

5.1.   Stjórnlagaþing í haust

5.2.    Persónukjör

5.3.    Afnema 5% þröskuldinn

5.4.    Þjóðaratkvæðagreiðsur

5.5.   Ný framboð fái sama tíma í fjölmiðlum og sama stuðning og aðrir stjórnmálaflokkar

 

6. Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.

 


mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin leggur til bráða aðgerðir í efnahagsmálum í stefnu hreyfingarinnar

Borgarahreyfingin er hópur fólks úr öllum kimum samfélagsins sem vöknuðu upp við að misvitrir auð- og stjórnmálamenn höfðu kippt undan því lappirnar með glæpsamlegri hegðun og eiginhagsmunagæslu. Krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði sameinar okkur.

1. Gripið verði til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja.

1.1.   Alvarleg staða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar handvirkt fram fyrir hrun hagkerfisins (jan. 2008) og hækkanir höfuðstóls og afborganir húsnæðislána til samræmis við það.  Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2% og afborgunum af húsnæðislánum verði almennt hægt að fresta um tvö ár með lengingu lánsins um þann tíma. Náð verði samkomulagi við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að þeim verði breytt í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði bönnuð.

1.2.   Leitað verði leiða til að leysa myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða ef með þarf með einhliða upptöku annars gjaldmiðils.

1.3.   Atvinnulaust fólk verði hvatt með aukagreiðslum til að stunda nám og/eða vinnu með samfélagslegu markmiði til að koma í veg fyrir að tengsl þess við vinnumarkaðinn rofni.  Sett verði á stofn víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að kenna þeim að nota atvinnuleysið sem tækifæri til hina betra.

1.4.   Skuldsett fyrirtæki verða boðin út og aðeins tekið tilboðum ef ásættanlegt verð fæst.  Annars verði starfsfólkinu leyft að taka yfir lífvænleg fyrirtæki sem ekki fæst ásættanlegt verð fyrir. Skuldir eigenda verði ekki felldar niður sjálkrafa en nota á endurreisnarsjóð atvinnulífsins til að veita hagstæð lán og breyta skuldum lífvænlegra fyrirtækja í hlutafé í eigu ríkisins frekar en að afskrifa skuldir.

1.5.   Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.  AGS fái ekki að ráða ferðinni með stöðu ríkissjóðs.

1.6.   Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu og skynsemi.  ICESAVE reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands og m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi.  Rannsakað verði hvað varð um allar innlagnir á reikningana, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir því sem vantar upp á.  Samið verður um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.  Samhliða því verði gefið loforð um framlag af hálfu Íslands sem nemi 2% af VLF renni til þróunaraðstoðar á ári næstu tíu ár til að sýna góðan vilja íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða.

2. Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá.

2.1.   Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram um tiltekið mál óski tiltekinn minnihluti þjóðarinnar þess. Sama gildir um að rjúfa þing.

2.2.   Bera skal alla samninga undir þjóðaratkvæðagreiðslu sem mögulega framselja vald, m.a. þar sem krafist er að lög og reglugerðir séu innleidd án atbeina Alþingis.

2.3.   Að viðurkenna þau sjálfsögðu mannréttindi sbr. 1. gr. Mannréttingayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna að vægi atkvæða í alþingiskosningum verði jafnt enda væri það í samræmi við hugmyndir um að auka vægi þjóðaratkvæðis um einstök mál enda augljóst að ekki væri hægt að láta suma landsmenn hafa meira vægi en aðra við þjóðaratkvæðagreiðslu.

2.4.   Að fjöldi þingmanna miðist við fjölda á kjörskrá í hlutfallinu 1/4000 sem væri í samræmi við algengt hlutfall í öðrum löndum. Þetta myndi þýða nokkra fækkun þingmanna í dag en hægfara fjölgun þeirra í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda sem væri rökrétt.

2.5.   Að kjördæmaskipan verði endurskoðuð og kjördæmum fækkað á suðvesturhorninu.

2.6.   Að tryggð sé skipting valdsins milli löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds, m.a. þannig að ráðherrar sitji ekki á þingi

2.7.   Að ráðherrar og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins, nema dómarar, gegni embætti í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt.

2.8.   Að fyrsta málsgrein 76. greinar stjórnarskrárinnar verði breytt til samræmis við   Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttinn til lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og velliðan allra. Grein 76 muni þá hljóða svona eftir breytingu. “Öllum skal tryggður rétttur til grunn lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og lífsviðurværi þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra, sé þess nokkur kostur. Grunn lífskjör teljast vera nauðsynlegt fæði, hreint vatn, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.” Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

2.9.   Aðrar breytingar á stjórnarskrá verði gerðar þannig að hún samræmist Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

2.10.          Allar náttúruauðlindir verða í þjóðareigu og óheimilt að framleigja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt.

 

3. Trúverðug rannsókn undir stjórn og á ábyrgð óháðra erlendra sérfræðinga á íslenska efnahagshruninu verði hrundið af stað og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur.

3.1.   Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins.  Samhliða því verða sett verði afturvirk lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tíma ef sýnt er að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða sem leitt hafi af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf.  Ef sýnt er að gjörningar félags og/eða eiganda þess hafi verið með þeim hætti að leitt hafi af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf verður í þeim tilfellum ákvæði hlutafélagalaga um takmarkaða ábyrgð eigenda verði fellt niður.

4. Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla.

4.1.   Að ráðningatími (skipunartími) og þ.a.l. uppsagnarfrestur allra embættismanna sé í samræmi við það sem almennt gerist hjá stjórnendum á vinnumarkaði skv. nánari útfærslu sem verði í höndum Kjararáðs.

4.2.   Að tiltekinn minnihluti þingmanna geti boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem Alþingi hefur samþykkt.

4.3.   Að hæfi umsækjenda um störf hæstaréttar- og héraðsdómara sé metið af hlutlausri fagnefnd skipaðri af Alþingi eftir tilnefningu hæstaréttar. Fagnefndin geti lagt fyrir umsækjendur próf til að skera úr um þá hæfustu og að ráðherra beri að velja dómara úr hópi þeirra sem fagnefndin telur hæfasta.

4.4.   Að æðstu embættismenn séu valdir á faglegum forsendum.

4.5.   Að fastanefndir þingsins verði efldar. Að nefndarfundir verð almennt haldnir í heyranda hljóði. Gerð verði krafa um að fastanefndir afgreiði öll mál og skili niðurstöðu innan ákveðins tíma.

 

5. Lýðræðisumbætur STRAX.

5.1.   Stjórnlagaþing í haust

5.2.    Persónukjör

5.3.    Afnema 5% þröskuldinn

5.4.    Þjóðaratkvæðagreiðsur

5.5.   Ný framboð fái sama tíma í fjölmiðlum og sama stuðning og aðrir stjórnmálaflokkar

 

6. Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.


mbl.is Skilyrði fyrir afnámi haftanna að skapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin - Stefnumál kynnt formlega - http://www.borgarahreyfingin.is

Borgarahreyfingin er hópur fólks úr öllum kimum samfélagsins sem vöknuðu upp við að misvitrir auð- og stjórnmálamenn höfðu kippt undan því lappirnar með glæpsamlegri hegðun og eiginhagsmunagæslu. Krafan um réttlæti, jafnrétti og lýðræði sameinar okkur.

1. Gripið verði til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja.

1.1.   Alvarleg staða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar handvirkt fram fyrir hrun hagkerfisins (jan. 2008) og hækkanir höfuðstóls og afborganir húsnæðislána til samræmis við það.  Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2% og afborgunum af húsnæðislánum verði almennt hægt að fresta um tvö ár með lengingu lánsins um þann tíma. Náð verði samkomulagi við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að þeim verði breytt í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði bönnuð.

1.2.   Leitað verði leiða til að leysa myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða ef með þarf með einhliða upptöku annars gjaldmiðils.

1.3.   Atvinnulaust fólk verði hvatt með aukagreiðslum til að stunda nám og/eða vinnu með samfélagslegu markmiði til að koma í veg fyrir að tengsl þess við vinnumarkaðinn rofni.  Sett verði á stofn víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að kenna þeim að nota atvinnuleysið sem tækifæri til hina betra.

1.4.   Skuldsett fyrirtæki verða boðin út og aðeins tekið tilboðum ef ásættanlegt verð fæst.  Annars verði starfsfólkinu leyft að taka yfir lífvænleg fyrirtæki sem ekki fæst ásættanlegt verð fyrir. Skuldir eigenda verði ekki felldar niður sjálkrafa en nota á endurreisnarsjóð atvinnulífsins til að veita hagstæð lán og breyta skuldum lífvænlegra fyrirtækja í hlutafé í eigu ríkisins frekar en að afskrifa skuldir.

1.5.   Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.  AGS fái ekki að ráða ferðinni með stöðu ríkissjóðs.

1.6.   Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu og skynsemi.  ICESAVE reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands og m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi.  Rannsakað verði hvað varð um allar innlagnir á reikningana, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir því sem vantar upp á.  Samið verður um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.  Samhliða því verði gefið loforð um framlag af hálfu Íslands sem nemi 2% af VLF renni til þróunaraðstoðar á ári næstu tíu ár til að sýna góðan vilja íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða.

2. Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá.

2.1.   Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram um tiltekið mál óski tiltekinn minnihluti þjóðarinnar þess. Sama gildir um að rjúfa þing.

2.2.   Bera skal alla samninga undir þjóðaratkvæðagreiðslu sem mögulega framselja vald, m.a. þar sem krafist er að lög og reglugerðir séu innleidd án atbeina Alþingis.

2.3.   Að viðurkenna þau sjálfsögðu mannréttindi sbr. 1. gr. Mannréttingayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna að vægi atkvæða í alþingiskosningum verði jafnt enda væri það í samræmi við hugmyndir um að auka vægi þjóðaratkvæðis um einstök mál enda augljóst að ekki væri hægt að láta suma landsmenn hafa meira vægi en aðra við þjóðaratkvæðagreiðslu.

2.4.   Að fjöldi þingmanna miðist við fjölda á kjörskrá í hlutfallinu 1/4000 sem væri í samræmi við algengt hlutfall í öðrum löndum. Þetta myndi þýða nokkra fækkun þingmanna í dag en hægfara fjölgun þeirra í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda sem væri rökrétt.

2.5.   Að kjördæmaskipan verði endurskoðuð og kjördæmum fækkað á suðvesturhorninu.

2.6.   Að tryggð sé skipting valdsins milli löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds, m.a. þannig að ráðherrar sitji ekki á þingi

2.7.   Að ráðherrar og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins, nema dómarar, gegni embætti í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt.

2.8.   Að fyrsta málsgrein 76. greinar stjórnarskrárinnar verði breytt til samræmis við   Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttinn til lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og velliðan allra. Grein 76 muni þá hljóða svona eftir breytingu. “Öllum skal tryggður rétttur til grunn lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og lífsviðurværi þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra, sé þess nokkur kostur. Grunn lífskjör teljast vera nauðsynlegt fæði, hreint vatn, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.” Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

2.9.   Aðrar breytingar á stjórnarskrá verði gerðar þannig að hún samræmist Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

2.10.          Allar náttúruauðlindir verða í þjóðareigu og óheimilt að framleigja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt.

 

3. Trúverðug rannsókn undir stjórn og á ábyrgð óháðra erlendra sérfræðinga á íslenska efnahagshruninu verði hrundið af stað og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur.

3.1.   Tafarlaust verði sett í gang opinber rannsókn undir stjórn erlendra sérfræðinga á hruni íslenska efnahagskerfisins.  Samhliða því verða sett verði afturvirk lög sem leyfa ógildingu allra fjármálagerninga undanfarinna tveggja ára þ.m.t. gerninga skilanefnda bankanna, og í undantekningartilfellum lengra aftur í tíma ef sýnt er að um óeðlilega gjörninga hafi verið að ræða sem leitt hafi af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf.  Ef sýnt er að gjörningar félags og/eða eiganda þess hafi verið með þeim hætti að leitt hafi af sér skaða fyrir íslenskt efnahagslíf verður í þeim tilfellum ákvæði hlutafélagalaga um takmarkaða ábyrgð eigenda verði fellt niður.

4. Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla.

4.1.   Að ráðningatími (skipunartími) og þ.a.l. uppsagnarfrestur allra embættismanna sé í samræmi við það sem almennt gerist hjá stjórnendum á vinnumarkaði skv. nánari útfærslu sem verði í höndum Kjararáðs.

4.2.   Að tiltekinn minnihluti þingmanna geti boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem Alþingi hefur samþykkt.

4.3.   Að hæfi umsækjenda um störf hæstaréttar- og héraðsdómara sé metið af hlutlausri fagnefnd skipaðri af Alþingi eftir tilnefningu hæstaréttar. Fagnefndin geti lagt fyrir umsækjendur próf til að skera úr um þá hæfustu og að ráðherra beri að velja dómara úr hópi þeirra sem fagnefndin telur hæfasta.

4.4.   Að æðstu embættismenn séu valdir á faglegum forsendum.

4.5.   Að fastanefndir þingsins verði efldar. Að nefndarfundir verð almennt haldnir í heyranda hljóði. Gerð verði krafa um að fastanefndir afgreiði öll mál og skili niðurstöðu innan ákveðins tíma.

 

5. Lýðræðisumbætur STRAX.

5.1.   Stjórnlagaþing í haust

5.2.    Persónukjör

5.3.    Afnema 5% þröskuldinn

5.4.    Þjóðaratkvæðagreiðsur

5.5.   Ný framboð fái sama tíma í fjölmiðlum og sama stuðning og aðrir stjórnmálaflokkar

 

6. Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.


mbl.is Bera kostnað vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að setja á laggirnar nýjan banka eða eru menn mögulega að reyna að koma sér frá ákærum?

Eins og svo margir horfði ég nýlega á heimildarmyndina um Enron málið í Bandaríkjunum. Það var mér eins og svo mörgum, gríðarlegt sjokk að sjá myndina og bera hana saman við veruleikann okkar hérna á Íslandi í dag. Mér líður hreinlega eins og tilteknir fjárglæframenn hljóti að hafa einfaldlega horft á myndina, stúderað hana og gert svo bara slíkt hið sama í minni mynd hér heima.

Ísland virðist hafa verið svona leikland í höndum manna sem vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. En enn spyr ég í einfeldni, hvers vegna gerðu ráðamenn ekkert í þessu?

Það er skýlaus krafa okkar nú að afbrotamennirnir verði dregnir til ábyrgðar og það strax.


mbl.is Fjöldaflótti frá Kaupþingi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fyrsta skref hjá Ástu, en iðrun er tvíþætt....

Þetta er vissulega gott fyrsta skref hjá Ástu og maður getur aðeins látið sig dreyma um að aðrir Sjálfstæðisflokksmenn taki sér hana til fyrirmyndar. Miðað við úrvalið í prófkjöri D lista er það þó ekki að sjá og þar fer Ásta fremst í flokki í framboði fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi.

Að iðrast Ásta er tvíþætt ferli, maður biðst afsökunar OG maður bætir fyrir brot sín.

Ég væri afar hress með að fá að heyra hvernig þú hyggst bæta fyrir sinnuleysi þitt gagnvart vandanum?


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyrishöftin verða vonandi aldrei afnumin meðan að íslenska krónan er gjaldmiðillinn

Það mun að minnsta kosti taka afar langan tíma fyrir krónuna að ná aftur einhverju trausti á gjaldeyrismarkaði. Til þess að hún styrkist og gengið nái því jafnvægi sem við þörfnumst til þess að geta haft hana á floti þurfa einfaldlega einhverjir að vilja eiga krónur. Svo er ekki í dag. Eins og góður félagi Þór Saarí segir gjarnan. Krónan er álíka vinsæl og sumarbústaðalóð í Chernobyl.

Ég get ekki séð á þeim upplýsingum sem við almenningur fær til að vega og meta aðstæður að neinar líkur séu á því að hagkerfið hafi tíma til að bíða eftir því að krónan nái aftur trausti. Það tekur einfaldlega bara of langan tíma til þess að við höfum efni á því að bíða. Fjölmargir aðilar í atvinnulífinu munu ekki hafa þolinmæði til að starfa árum saman undir miklum gjaldeyrishöftum, eða ólíklega að minnsta kosti.

Það eru hins vegar aðstæðurnar sem við búum við í dag. Annað hvort þurfa höftin að vera til staðar árum saman eða að við þurfum tafarlaust að skoða upptöku annars gjaldmiðils, sem er síðan langt mál að fara út í hér. ESB eða ekki ESB, hvaða myntir aðrar koma til greina o.s.frv.

En því miður virðist ljóst að krónan okkar mun ekki geta þjónað okkur sem skyldi um árabil.


mbl.is Gjaldeyrishöft ekki afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband