Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Baugur fallinn - líklegum bókhaldsleikjum lokið
5.2.2009 | 01:02
Þetta eru ótrúlegir tímar sem við lifum þessa dagana og eiga eflaust eftir að koma okkur enn frekar á óvart á næstunni. Margir hrópa nú að spilaborgirnar séu að hrynja og mikið til í því. En hvað sem við köllum þetta að þá voru þetta einfaldlega viðskiptaaðferðir sem byggðu að virðist á mikilli skuldsetningu félaganna. Skuldsettar yfirtökur algengar og sjaldan mikið eigið fé til staðar í þeim aðgerðum.
Meðan að allt er á fleigiferð virkar margt voða töff, menn að græða svaðalega og hetjur fæðast í augum þjóðarinnar. Hvort sem að hetjunum líkar það síðan betur eða verr að þá hverfur nú hratt af þeim ljóminn þegar að drullusokkarnir ætlast til þess að þjóðin greiði fyrir ófarir þeirra og áhættusækni.
Hvernig tengist það gjaldþroti Baugs spyrja kannski einhverjir? Jú, þetta er allt hluti af sömu rúllettunni að virðist. Glitnir rúllar, tekur Stoðir og Stoðir hafa áhrif á Baug. Baugur skuldaði Glitni gríðarlegar fjárhæðir sem lenda nú á ríkinu - sem já - erum ég og þú.
Samkvæmt þessar frétt hérna http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/02/04/eignir_baugs_ekki_a_brunautsolur/ á að tryggja að eignirnar fari ekki á brunaútsölu. Það kemur okkur öllum vel, en ég verð þó að telja það afar ólíklegt að eignirnar seljist á einhverju hærra verði en sem væri brunaútsala, nú þegar að allir markaðir liggja niðri og munu gera um nokkurt skeið.
En hvernig er það, er ekkert undarlegt að koma upp á borðið í allri vinnunni hjá þessum skilanefndum? Er ekki að skapast grundvöllur fyrir aðgerðum og mögulegum eignafrystingum einhverra aðila af þessari vinnu?
![]() |
Glitnir gjaldfellir lán Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lækkun um 10% Kristinn?? - Er vinsældaleitar lykt af þessu?
4.2.2009 | 15:32
Af hverju aðeins 10% Kristinn? Er það kannski vegna þess að það hefur afar lítil áhrif á framlög til Frjálslyndra í krónum talið? Tek fram að mér finnst þetta hið besta mál, það er að vekja athygli á því að þessi framlög beri að lækka, en 10% finnst mér afar skammt farið.
Hvers vegna ekki heldur að ganga mun lengra og skilgreina málið svona:
1. Allir flokkar fá sömu krónutölu í framlag
2. Allir flokkar fá greiðsluna sem eingreiðslu um leið og þeir hafa sýnt fram á að geta boðið fram í öllum kjördæmum.
3. Öllum flokkum ber að hafa bókhald sitt aðgengilegt öllum með stuttum fyrirvara og fá ekki styrki úr sjóðnum nema að því uppfylltu.
Væri þetta ekki eðlilegra skref Kristinn og til þess fallið að jafna aðkomu allra flokka að almenningi?
![]() |
Vill lækka fjárframlög til stjórnmálaflokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er ekki hérna til að hlakka yfir óförum Björgólf Thors, mér finnast þetta skelfilegar fréttir. Það væri afar áhugavert að fá af því fréttir hvort að Björgólfur Thor og félögin hans í heild töpuðu eða græddu á árinu 2008.
En þessi uppbygging viðskiptablokkar er án ef sú besta, að vera með eggin sín dreifð í margar körfur, en slíkt krefst mikillar yfirsýnar og því ekki allra að höndla það. Með slíkri dreifingu geta menn nefnilega verið að græða persónulega þrátt fyrir að félögin þeirra séu að tapa. Það er að segja, menn geta verið að taka út úr öðrum félögum mikinn arð þó að önnur félög standi ekki endilega undir miklum arði á sama tíma.
Þetta er augljóslega líka besta leiðin að virðist gagnvart lánveitendum. Ég litli kallinn hef aldrei komist í að skulda nógu mikið til þess að þurfa ekki að hafa persónulegar áhyggjur af skuldunum mínum. Misskiptingin er svo furðuleg. Atvinnubílstjóri sem dæmi kaupir sér trukk og vagn og setur að veði AUK bílsins, fasteignina sína. Sama saga er um alla eða flest alla rekstraraðila smá rekstrar. Ef ég hins vegar á meðal- eða stóran rekstur að þá virðist málum vera þannig háttað að ég væri ekki í persónulegum skuldbindingum fyrir félagið að kröfu bankans, og myndi því "aðeins" tapa hlutafénu fari félagið illa. Hlutaféð getur verið alveg niður í 500.000, þó að það sé gjarnan hærri upphæð ef umfang rekstursins er mun meira.
En svo við snúum okkur aftur að fréttinni, hér slær Björgólfur Thor sem sagt tvö íslandsmet í röð, fyrst með tapi Eimskip og síðan með enn meira tapi Straums. Samtals um eða yfir 200 milljarðar. Ég efast samt ekki um að hann eigi enn meiri eignir en hann átti fyrir 8 árum síðan og vonandi gengur honum sem best áfram.
Mig langar hins vegar að höfða til samvisku þinnar Björgólfur Thor og segja þér að okkur er ekki öllum illa við ykkur feðgana. Það er ekki verið að plotta gegn ykkur. En það fór sem fór og þjóðin á eðlilega kröfu á því að þið standið skil á þeim eignum, ef einhverjum, sem þið hafið komið undan.
Þú ert slíkur snillingur Björgólfur að þú verður ekki lengi að þéna nokkur hundruð milljarða aftur. Tækifærin eru allsstaðar nú þegar hálfur heimur er á brunaútsölu. Við hin hins vegar, litla fólkið, munum eyða allri okkar ævi og ævi líklega næstu 2-3 kynslóða líka í að krafsa í þessar erlendu skuldir. Skuldir sem urðu til til þess að þú og hinir útrásargreifarnir gætuð byggt upp ykkar alþjóðlegu viðskiptaveldi.
Ég bið þig kæri Björgólfur Thor, ekki skilja okkur eftir allslaus hérna á þessu frosna skeri.
![]() |
Straumur tapaði 105 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hef ekki um það fleiri orð heldur smelli hérna inn fínu innslagi sem var gert til þess að hressa við Bandaríkjamenn í þeirra niðursveiflu, it could be worse - it could be Iceland:
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Obama gæti orðið okkur þarft viðmið um framkvæmd siðbótar
4.2.2009 | 00:23
Obama gengst brosandi opinberlega við því að hann hafi gert mistök, klúðrað málum. Svo ég verði nú aðeins full dramatískur hérna, að þá er þetta mér sem ferskur andblær í heimi pólitíkurinnar. Mikið er nú gott að geta fylgst með manneskju einu sinni í slíku starfi sem að hefur heilbrigt sjálfsmat og sjálfstraust og getur gengist við sér og gjörðum sínum sem manneskja. Það er alveg nýtt fyrir mér á þessum vettvangi.
Hér er ekki um að ræða stórkostleg svik á íslenskan mælikvarða af hálfu tilnefnds heilbrigðisráðherra, en nógu stór til þess að Obama getur notað þau til þess að setja táknrænt skýr mörk.
Það að þetta séu ekki stórkostleg svik á okkar mælikvarða kristallar kannski einmitt rót vandans. Við erum einfaldlega þjóð með afar þunnt siðferði. Það vilja fáir gangast við því en staðan er þó sú að við erum afar fljót að gleyma prinsippunum ef að þau skaða veskið okkar. Frá því að ég man eftir mér hefur mér alltaf fundist það í umræðunni að það sé til dæmis bara eðlilegt að stela frá skatti.
Við urðum afar reið Gordon Brown fyrir aðgerðir hans gegn okkur. En fyrir liggur að um var að ræða gríðarlegan flutning fjár dagana á undan í Bretlandi. Hefðum við ekki einfaldlega brugðist nákvæmlega eins við? Hefðum við ekki látið lög lönd og leið ef við hefðum haldið að Bretar væru að ræna okkur?
Ég er ánægður með tímana sem við nú lifum, jafnvel þó að þeir verði okkur afar erfiðir. Þetta eru nefnilega vonandi tímar siðbótar í samfélaginu. Tímar þar sem að við förum að gangast við því að bera sameiginlega ábyrgð á hlutum, kannski mismikla, en við komum þó öll að málum sem samfélag.
![]() |
Obama: Ég klúðraði þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttara að segja að "skráð gengi eignasafnsins telji þúsundi milljarða" er það ekki?
3.2.2009 | 20:55
Það er nefnilega svo að bókfært virði er ekki nauðsynlega á endanum markaðsvirði og alveg sérstaklega ekki þegar að umræddar eigur eru í eigu félags sem er farið í þrot.
Þá er frekar um að ræða brunaútsölu og afar ólíklegt að það takist að selja eignir á verðum sem komast nálægt bókfærðu verði eignanna. Þá er jafnframt, miðað við fréttir undanfarna mánuði, afar líklegt að bókfært virði eignanna sé svo uppblásið með ofskráðu eigin fé vegna ofskráðrar viðskiptavildar, að bókfært virði hafi meira að segja við bestu mögulegu markaðsaðstæður verið algerlega út úr kú.
Þessa dagana er verið að reyna að selja Actavis. Mér þykir afar fróðlegt að fylgjast með því ferli og finnst spennandi að sjá hvort að markaðurinn muni samþykkja söluverðið. Actavis er einmitt að sögn eitt þessara félaga þar sem að viðskiptavildin er orðin hærra skráð í eignum félagsins en eigið fé. Það þykja afar undarlegir viðskiptahættir svo ekki sé tekið dýpra í árinni.
Enn sem komið er hefur ekki fundist kaupandi að þessu "verðmikla" félagi, ætli verðið sé ástæðan?
![]() |
Eignasafnið afar stórt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Birgir Ármannsson undrandi á "heiftinni" sem felst í nauðsynlegum hreinsunum í stjórnsýslunni
3.2.2009 | 17:44
Birgir segir í viðtalinu meðal annars að: "...uppsagnir seðlabankastjórana og umræður um pólitískar hreingerningar í stjórnkerfinu hafa á sér afar ógeðfelldan blæ."
Hversu ógeðfellt er það þá Birgir að setja þjóðarbúið í heild sinni algerlega á höfuðið og biðjast ekki einu sinni fyrirgefningar á verknaðinum?
Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ríkt með litlum hléum frá upphafi fjórða áratugarins er það nú svo komið að embættismannakerfið er nánast alfarið þeirra fólk. Fólk sem margt hefur staðið sig með ágætum, en einnig margt fólk sem hefur ítrekað látið hagsmuni flokksins koma fram fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Þetta þarf nú allt að rannsaka. Það er ógeðfelldur verknaður Birgir, vissulega. En hans væri ekki þörf ef að þið hefðuð haft í ykkur þá auðmýkt að koma einfaldlega upp á yfirborðið þessum vafaatriðum sem hafa verið í umræðunni og jafnframt axlað ábyrgð á gjörðum ykkar og algeru eftirlitsleysi og vanhæfni löggjafans og framkvæmdavaldsins gagnvart útrásinni.
Nú segja allir að enginn hefði séð þetta fyrir - ekki þjóðin heldur. Það er reyndar ekki alveg rétt og ýmsir sem að hefur verið bent á að sáu þetta fyrir - þeir voru hins vegar umsvifalaust dæmdir kjánar, að Davíð Oddssyni undanskildum, sem virðist hreinlega bara hafa verið hunsaður í október 2007 þegar að hann, að eigin sögn, reyndi að vara við ástandinu.
Þjóðin hinsvegar treysti ykkur fyrir sér - við réðum ykkur til starfans vegna yfirlýsinga ykkar um eigið ágæti og þá sérstaklega þegar kæmi að traustri efnahagsstjórn. Þjóðin er ekki sérfræðingar, þjóðin er ekki með fingurna á púlsinum í rekstra fjármálastofnana.
Þið Birgir áttuð hins vegar að vera það.
![]() |
Pólitískar hreinsanir og heift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er ekki spurning um hvort að Davíð hætti - aðeins spurning um hversu dýrt það verði
3.2.2009 | 14:59
Í fréttinni, sem er gott að hafa í huga að er skrifuð af málgagninu mbl.is, er látið í veðri vaka að Davíð ráði einhverju um það hvort að hann hætti. Það held ég að sé mikill misskilningur, Davíð mun hins vegar ráða því hversu dýrt það verður þjóðinni og það sama á við um Ingimund og Eirík.
Þessu á samt ekki að stilla upp þannig að það sé grimmúðlegt af þessum mönnum að vilja verja rétt sinn. Þeir eru ráðnir á ákveðnum forsendum og það á að vera sjálfsagt að við stöndum við gerða samninga. Það eina sem varpar kannski skugga á samning Davíðs Oddsonar er að sá samningur er byggður á lögum sem að Davíð sjálfur átti stóran þátt í að semja á meðan hann gegndi starfi forsætisræaðherra.
Persónulega fannst mér það orka afar tvímælis þá og ekki síður í dag, að ráða menn til starfa til lágmark 7 ára í senn. Það þykir mér byggja á ótrúlegri trú á ráðnum starfskrafti, hver sem hann er, að ráða hann á óuppsegjanlegum ráðningarsamningi til 7 ára.
Enginn veit hvað komið getur upp á í slíku samstarfi - það getur hvað sem er komið upp á og þá vill maður ekki vera bundinn með starfsmann til einhverra ára. 12 mánaða uppsagnarfrestur á að vera eðlilegur hámarks uppsagnarfrestur.
![]() |
Jóhanna og Davíð ræddu saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að greiða ekki erlendar skuldir ríkisins vegna ábyrgða er stærsta réttlætismál heimilanna!
2.2.2009 | 23:57
Nú er talið að skuldirnar sem að muni leggjast á ríkissjóð vegna erlendra ábyrgða, jöklabréfa og hvað má til telja, séu að minnsta kosti rúmir ellefu þúsund milljarðar. 11.000.000.000.000!!!
Verg landsframleiðsla fyrir árið 2009 mun vafalaust ekki ná þúsund milljörðum. Af VLF má gefa sér að kannski að hámarki 5% gæti farið í að greiða erlendar kröfur eða um 50 milljarðar. Til að gera langa sögu stutta að þá er þetta einfaldlega afar einfalt reikningsdæmi.
Það er engin hætta á því að við getum nokkurn tímann greitt þessar skuldbindingar. Engar líkur á því!!
Svíar fengu á sig um það bil eina verga landsframleiðslu í bankahruninu sem var hjá þeim fyrir um 15 árum síðan og eru enn að greiða það til baka. Hvað ætli taki okkur langan tíma að greiða ellefu þúsund milljarða til baka með vöxtum með að hámarki fimmtíu milljörðum til greiðslu á ári?
Svarið við spurningunni er að það tekst aldrei! Ef við gætum samið um að greiða það aftur vaxtalaust til kröfuhafa að þá væri það mögulegt en tæki þó 220 ár svona um það bil.
Er ekki rétt að fara bara að horfast í augu við þann veruleika að við erum EKKI að fara að greiða þessar skuldir til baka?
![]() |
Frumvörp um stöðu heimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það finnst mér ekki. Að sjálfsögðu gott að búa í samfélagi þar sem að enn er hægt að styðja við þá sem hafa misst atvinnuna, en það getur seint flokkast undir góðan gang, eða svo ég vitni beint í Karl Sigurðsson forstöðumann vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar: "...útborgunin gekk vonum framar."
Undarlega til orða tekið - en það búa náttúrulega allir í sínum veruleika og þarna skín í gegn ánægja Karls og starfsfólks hans yfir hvað vel gekk þrátt fyrir aukinn fjölda á skrá.
En hversu lengi verður hægt að taka við - hvað er um djúpan sjóð að ræða í atvinnuleysistryggingum?
Þetta vekur enn og aftur upp þörfina á því að ræða það hvað skal gera fyrir fólk sem er á milli starfa? Nú þegar að líklegt er að fjölmargir muni þurfa að bíða lengi eftir nýjum starfa er þá ekki mál sem er þörf á að fara í af hraði að greiða leið þessa fólks í alls kyns möguleika á endurmenntun?
Hvetja fólk til þess að sitja námskeið - sækja í nám - frumgreinadeildir háskólanna eða setjast aftur á skólabekk og klára námið sem sat á hakanum? Nú er um að gera að hvetja fólk sterklega til þess að gera eitthvað - atvinnuleysi breytir manni hratt í andlegan vesaling - og þar tala ég af fenginni reynslu.
En aðeins í lokin út í aðra sálma - hvers vegna er myndin með þessari frétt af erlendri mynt?
![]() |
Gekk vonum framar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |