Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Verður þessi dagur okkur hinum líka eftirminnilegur?

Ég vona það svo sannarlega - það að það verði góðar minningar.

Kata stingur þarna aðspurð upp á nafninu "Kötustjórnin" í tilefni af afmælisdegi sínum. Það er kannski bara ágætis heiti á stjórnina næstu mánuðina ef hún situr svo lengi.

Persónulega hugnast mér betur að setja á neyðarstjórn skipaða sérfræðingum til þess að takast á við krísuna sem við erum í. Þá stjórn mætti síðan kalla "Götustjórnina" þar sem að henni var kannski komið á með hrópum götunnar og sérfræðingarnir koma ekki úr hópi þingmanna heldur af "götunni".

En líst mótmælendum almennt í alvöru svona vel á að fá inn bara nýja valdfíkla?


mbl.is Ógleymanlegur afmælisdagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dorrit leggur til "útrásar hugmynd" um innrás erlendra aðila í þjónustu

Ég reyndar get nú ekki tekið undir með henni um að enginn hafi beðið Ólaf að hætta, það virðist bara algerlega hafa farið fram hjá hans ektakvinnu og mögulega honum líka. Það er einmitt undirstaða þess að Ólafur sé trúverðugur með tillögur sínar um siðbót að hann segi sjálfur af sér sem hluti af því kerfi sem hrundi.

En mér líst afar vel á hugmyndir Dorritar og er því algerlega fylgjandi að við förum að vinna að því fullum fetum að auglýsa Ísland sem þjónustu stað. Það þarf að kosta mikið að koma hingað til þess að við getum haft af því einhverjar tekjur, en til þess að það get kostað þarf að sjálfsögðu að huga að því að þjónustan sem er veitt og allt sem henni viðkemur sé fyrsta flokks. Við eigum mikil sóknarfæri þarna, það hefur bara vantað verulega á markaðssetninguna.

Þá er einnig ýmislegt í heilbrigðisþjónustu sem að á að vera mjög samkeppnishæft í dag, ágætlega lærðir sérfræðingar og gengið í ræsinu. Um að gera að sækja gjaldeyri þangað.


mbl.is Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver þekkir stefnumál Ólafs í umhverfis- og landbúnaðarmálum?

Þetta þykir mér undarlega gagnrýnilaus framsetning á viðtali. Ólafur segir: "Fólk þekkir mínar skoðanir, m.a. á umhverfismálum og landbúnaðarmálum og veit fyrir hvað ég stend." og blaðamaðurinn spyr ekkert frekar út í það.

Hvaða fólk veit fyrir hvað hann stendur? Ég hef bara heyrt af honum í starfi framkvæmdastjóra Mjólku þar sem að hann hefur verið áberandi vegna meðal annars ýmissa tilkynninga til Samkeppniseftirlits vegna samkeppninnar við Mjólkursamsöluna. Að öðru leyti hef ég bara ekki hugmynd um fyrir hvað Ólafur stendur. Þekkir þú hann?

Mér þykir hins vegar afar merkilegt að hann skuli í viðtalinu segja frá því opinberlega að hingað til hafi uppröðun á framboðslistum Framsóknarmanna verið ákveðin í bakherbergjum. Mjög merkilegt.

Ætli "nýji" Framsóknarflokkurinn breyti þessu?


mbl.is Ólafur í Mjólku íhugar framboð gegn Siv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er siðbót það að tryggja sér völd??

Það hefur fáum dulist hvað mér er illa við þessa nýju ríkisstjórn. Ný ríkisstjórn með mun minna fylgi en stjórnin sem var varið að setja af, en með stuðningi Framsóknar gegn "vægum" völdum. Druslur og dusilmenni.

Verð að leyfa mér að efast verulega um þetta hafi verið bláköld alvaran sem meirihlutinn vildi, og eins og ég segi hérna, er augljóslega ekki meirihluti fyrir. Hefði ekki þessi "nýji" Framsóknarflokkur stigið fram,  Framsóknarflokkur sem allir rembast við að dásama núna fyrir að vera svo breyttur. Framsóknarflokkur sem engu að síður er ekki breyttari en svo, að hann er tilbúinn til þess að tryggja minnihluta stjórn völd gegn því að fá að ráða smá sjálfur, að þá hefði aldrei orðið af þessari ríkisstjórn.

Já, málið stendur því þannig fyrir mér að ENN EINU SINNI get ég beint orkunni minni í að þola ekki Framsóknarflokkinn. Algerlega taktlaus hreyfing í mínum huga.

Ég velti því líka verulega fyrir mér með Steingrím J.??  Bað hann sjálfur um að fá EKKI FLEIRI ráðuneyti eða fannst honum bara nóg komið?? Það var mikið rætt um vanhæfi Árna Matt af því að hann væri dýralæknir meðal annars, hvað er það sem gerir Jarðfræðinginn Steingrím J. svo hæfan að hann fær ekki bara eitt heldur þrjú ráðuneyti til þess að gera jarðfrðirannsóknir á?

Mér er ekki skemmt. Þetta lið allt gerir ekkert nema að opinbera valdagræðgi sína enn og aftur.

Mér hugnast vel inngrip Forseta í umræðurnar fyrir stjórnarskipan, en Ólafur, til þess að það inngrip sé trúverðugt þarftu að sjálfsögðu að segja af þér embætti hið fyrsta.

Það er engin siðbót í því fólginn að vilja bara að aðrir taki til hjá sér!


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort skyldi eiga að ganga fyrir, hagsmunir fólksins eða flokksins?

Eins og ég hef áður minnst á hérna að þá held ég að fyrsta opinbera viðtalið við Bjarna Ben, eftir að þótti nánast öruggt að hann færi í formanns framboð, hafi sagt mun meiri sannleika en 10.000 orð hefðu getað á tungumáli stjórnmála manns.

Þetta var þegar að Jóhanna Vigdís fréttakona á RÚV spurði Bjarna niður í Alþingi, út í hvað honum fyndist um hugmyndina um stjórnlagaþing.

Bjarni svaraði því einlæglega að nú væru einfaldlega tímar þar sem að hagsmunir þjóðarinnar þyrftu að koma á undan hagsmunum flokksins.

Ég mun líklega lengi minnast þessa og vera sífellt minntur á það þegar að Bjarna ber á góma einhversstaðar. Þetta er stundum kallað "Freudian slip" þegar að menn mismæla sig svona. Mismæla sig þannig að þeir segja óvart algeran sannleika.

Það sem Bjarni sagði hérna í rauninni, eftir því sem ég skyldi hann, var að venjulega væru hagsmunir flokksins á undan hagsmunum þjóðarinnar en ekki núna. Eru þeir það þá samt oftast?


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband