Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Undir niðri hafa margir vitað þetta um langt skeið, vitað að verið væri að stjórna með öllum tiltækum ráðum. Með öllum tiltækum ráðum verið að halda "lýðnum" í skefjum. Allt til þess að geta haldið áfram að arðræna okkur og skuldsetja okkur meira en nokkru sinni fyrr. Skuldsetja okkur út í hið ómögulega á meðan að við lásum um það í blöðunum nánast daglega hvað "þeir" voru alltaf að græða svakalega.
"Við" vorum ekki að græða þessa milljarða, það er því eðlilegt að við spyrjum nú:
Hvers vegna eigum "við" að greiða tapið?
![]() |
Vildu Vilhjálm Bjarnason burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jón Ásgeir ráðinn ríkisstarfsmaður undir stjórn nýrrar ríkisstjórnar - er hann hæst launaði ríkisstarfsmaðurinn??
9.2.2009 | 00:40
Þetta er ótrúlega merkileg frétt finnst mér. Hvað skildi vera til dæmis mikil viðveruskylda hjá honum fyrir utan setu á stjórnarfundum innifalin í þessum tæpu 3,4 milljónum á mánuði sem á að borga honum?
Hvað ætli kosti þyrlan sem að á að borga undir hann?
Þetta er tímabundin ráðning og mögulega eina leiðin til þess að tryggja verðmæti að mati ríkisstjórnarinnar (það er ef rikisstjórnin yfir höfuð veit af þessu), en treystum við honum almennt til starfans? Treystum við því að hann muni reyna að vinna þarna með hagsmuni okkar að leiðarljósi?
Ég treysti nánast hverjum sem er til þess betur, sem hefur til að bera næga reynslu af verslunarrekstri og menntun til að meta stöðuna.
Detta ykkur ekki í hug einhverjir aðilar sem væru betur að þessum aurum og fríðindum komnir?

![]() |
Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er þá ekki kurteisis hjalinu og protocol einfaldlega lokið og tími til kominn að klára vinnu við frumvarpið?
8.2.2009 | 21:44
Það liggur á því að klára frumvarpið um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Fyrst að hægt var að koma á lögum um gríðarleg gjaldeyrishöft á einni kvöldstund og neyðarlögum sem fela í sér alræðisvald ráðamanna yfir þjóðinni á rétt um sólarhring, þá getur ekki þurft að taka langan tíma að koma í gegn frumvarpinu um breytingar á starfsemi Seðlabankans.
Tíminn er mikilvægur, mannskepnan getur verið afar hefnigjörn og skaðleg finnist henni hún króuð af. Davíð er vissulega þar engin undantekning. Það sem er sérstakt við stöðu Davíðs er að hann getur væntanlega valdið mun meiri skaða á skömmum tíma sökum stöðu sinnar en margur meðalmaðurinn.
Þá finnst mér koma fram afar góð rök fyrir því hví bankastjórn Seðlabankans ætti að víkja hið fyrsta í skrifum hjá honum Marínó G. Njálssyni sem finna mér hér. En þar fjallar hann um þá einföldu staðreynd máls að bankastjórnin setti bankann á hvínandi kúpuna á sinni vakt og er það eini Seðlabankinn sem er í raun gjaldþrota vegna ástandsins, að minnsta kosti enn sem komið er.
Telst það ekki næg brottrekstrarsök?

![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fengu þingmenn upp til hópa lán á súper kjörum frá bönkunum?
8.2.2009 | 00:43
Ein af þeim sögum sem er búin að vera sterk undanfarna mánuði er að Lúðvík, Björgvin G. og margir fleiri á Alþingi hafi fengið lán hjá bönkunum á algerum súper dílum. Vöxtum undir 2% og aðgengi að mjög háum upphæðum.
Nú er mér spurn, mun þetta koma í ljós í störfum rannsóknarnefndarinnar? Á rannsóknarnefndin að taka fyrir, í tengslum við rannsóknina, fjármál ráðamanna persónulega?
Því að ég tel að það sé kristaltært að það verður að gerast. Það er eina leiðin, eða að minnsta kosti besta leiðin til þess að sjá hverjum ráðamenn voru háðir og fyrir hverja þeir þurftu því að vinna öðrum fremur við störf sín á Alþingi.
Árum saman höfum við tala um þess konar spillingu í Bandaríkjunum, en nú lítur út fyrir að hún hafi verið hérna á þröskuldinum hjá okkur allan tímann líka. Þarf ekki að rannsaka það sérstaklega?
Fékk póst rétt í þessu sem ég var beðinn um að birta hérna, birti hann hér orðrétt:
Kæru vinir,
Oft var neyð en nú er nauðsyn.
Eins og flest ykkar hafa frétt af þá er verið að undirbúa lögsókn á hendur bönkunum vegna oftekinna vaxta o.fl.
Verið er að undirbúa skráningarsíðu fyrir þá sem vilja taka þátt í og vera með í þessari lögsókn og þar munu koma fram upplýsingar um hvaða gögn viðkomandi þarf að afla sér og "nákvæmleg" hvernig viðkomandi verður sér út um þær og í hvaða formi.
Nú er að koma í ljós ýmislegt misjafnt og veigamiklar upplýsingar að glatast, hverfa eða gerðar óaðgengilegar. Þetta eru upplýsingar er varða 1. vísitölubindingu veðtryggðra íbúðarlána með vöxtum, 2. Skýrslur og rannsóknir gerðar á áhrifum verðtryggingu vaxtabundinna útlána, 3. reiknilíkön eða sk. jöfnur sem notaðar eru af bönkunum til grundvallar útreikningum, framreikningi og uppfærslu sömu lána, 4. almennar vinnureglur útlánastofnanna og reiknistofu bankanna o.fl. tengt verðtryggingu/vísitölubindingu.
Vinsamlega hvetjið alla sem á ykkar póstlistum eru til að hafa augu og eyru opin og senda "allar" mögulegar og ómögulegar upplýsingar á svikamyllan@gmail.com sem og linka inná síður, skjöl og annað sem fólk finnur. Mjög mikilvægt er að finna þær upplýsingar, skýrslur, rannsókninr, greinagerðir, "memo" og annað sem til var/er um þetta innan bankanna gömlu/nýju sem og hjá hinum ca; 60 frjálsu banka.
![]() |
Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Mér finnst merkilegt að ekki komi fram minnsta tilvísun í innihald svars þeirra félaga í þessari frétt. Enn og aftur er fréttaflutningur hér á mbl.is frekar takmarkaður - ég ætti að sjálfsögðu að vera löngu búinn að jafna mig á þessari stöðugu undrun.
(Efni eytt af höfundi, við nánari umhugsun var þetta ósmekkleg framsetning)
![]() |
Eiríkur og Ingimundur hafa svarað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2009 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvað varð af Elínu?
6.2.2009 | 19:50
Merkilegast finnst mér við þessa frétt að ég virðist annað hvort hafa algerlega misst af því eða þá að Elín hafi hætt sem bankastýra án þess að það kæmist í fréttirnar.
Hvenær hætti Elín?
Ásmundur Stefánsson, samflokksmaður forsætisráðherra, verður síðan án vafa áfram ráðinn eftir þessa auglýsingu sem virðist hafa gleymst að birta.
Tæknileg mistök?
![]() |
Óánægð með Landsbankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er fyrir mér kjánaskapur að vara við því að möguleg styrking krónunnar (sem er reyndar talið nánast útilokað að styrkist fram yfir núverandi gengi) skaði eignir lífeyrissjóðanna. Ef ég þarf að velja á milli þess að missa ofan af mér í dag og eiga erfitt með að afla matar eða þess að fá kannski minna mánaðarlega útborgað úr lífeyrissjóði þegar ég verð kominn á aldur að þá er valið að minnsta kosti ekki mjög erfitt fyrir mig. Ég vel að borða núna. Ég og stór hluti þjóðarinnar hefur fjölmörg ár og starfsorku ef Guð lofar til þess að vinna okkur aftur inn ellilífeyri.
Fyrir þá sem að eru þegar komnir á lífeyri eða fara á hann fljótlega er heldur ekki að óttast. Þetta eru langtíma eignir sjóðanna sem verið er að tala um, eignir sem a sjóðirnir síðan hirða að stærstum hluta sjálfir á endanum hvort eð er. Já, það er enn svo að stærstu hluti inneignar sjóðfélaga erfist ekki og gengur því til sjóðsins við fráfall sjóðfélaganna og seinna maka þeirra.
Þetta kerfi og verðtryggingin eru tvö stærstu bankarán sem yfir okkur ganga. Er ekki kominn tími til að breyta þessu?
![]() |
Styrking krónunnar getur komið sér illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fagráðinn viðskiptaráðherra tekur strax af öll tvímæli um hvers vegna fagráðning eigi að vera reglan!
6.2.2009 | 00:24
Nánast fyrsta verk viðskiptaráðherra er að ráðherra algert toppfólk í stjórn FME. Hér er augljóslega verið að horfa víðtækt á hæfi, menntun og reynslu fólks og þar með getu þess til þess að sinna starfinu.
Það má vel vera að fyrri stjórn hafi búið yfir ýmsum hæfileikum líka, en hér er algert skilyrði að fólk skynji ekki undirliggjandi flokksbönd eða vensl af hverju tagi. Gylfi og Gunnar hafa að sjálfsögðu væntanlega haft náið samstarf á einhverjum sviðum í störfum sínum fyrir Háskóla Íslands, en það væntanlega fyrst og fremst á faglegum forsendum ekki pólitískum.
Ég er afskaplega ánægður með þennan ráðahag svona við fyrstu sýn og finnst þetta vera algerlega í anda þess kerfis sem ég vil koma á hér til framtíðar.
Kerfi sem byggir á algeru gagnsæi og opinskárri stjórnsýslu. Burt með leyndarmálin og baktjalda makkið. Þetta Gylfi er vel gert og algerlega í anda nýja Íslands.
![]() |
Gylfi skipar nýja stjórn FME |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðbótar augljós þörf - Siðleysi landans opinberast nú með auknum rannsóknarheimildum
5.2.2009 | 16:19
Ég hef sagt þetta nokkrum sinnum undanfarið við mismiklar vinsældir, íslendingar eru flestir siðlausir þegar kemur að skattgreiðslum og þar með einfaldlega siðlausir. Siðleysi er bara siðleysi. Birtingarformið kannski misgróft, en af hverju finnst okkur svona gjarnan að það að komast undan sköttum sé bara eins og að vinna í happdrætti?
Ég hef unnið svarta vinnu oftar en einu sinni á ævinni, stundum vildi ég það og stundum var mér sagt að ég fengi vinnuna ekki öðruvísi. En mér líður ekki vel með það og er afar ánægður með að borga mína skatta og standa skil á mínu. Eða það finnst mér almennt. Hef hins vegar fengið nýlega tips fyrir vinnu sem ég þakkaði bara pent fyrir og skráði ekki sem laun. Siðleysið leynist djúpt í okkur - að sjálfsögðu líka mér. Þess vegna finnst mér svo gott að nú séu tímar breytinga. Ég trúi því að okkur muni líða betur ef kerfið okkar er þannig að það hvetji ekki til þess að fólk vinni svarta vinnu. Um leið mun þá líka fækka brotum gegn launþegum sem óskráðir hafa litla möguleika á því að sækja rétt sinn.
Mætur maður að nafni Vick Kitchen sem var meðlimur hóps sem kallaðist Oxford hópurinn og var mikill þáttakandi í endurreisninni eftir kreppuna 1929 í Bandaríkjunum sagði að reynslan hafi sýnt að skattar lækka þegar heiðarleiki eykst, eða með hans orðum "taxation goes down as honesty goes up".
Ég endurtek: Skattar lækka þegar að heiðarleiki eykst.
Ég man að Ágúst Einarsson rektor við Háskólann á Bifröst og fyrrum þingmaður hélt þessu líka fram og lagði fram frumvarp um málið ef ég man rétt. Hann var svo viss í sinni sök að hann vildi fara hina leiðina, lækka skatta strax og trúa því að skatttekjur myndu skila sér betur. Ef skattþrepið er lágt er minni hvati til undanskota.
Þessi Oxford hópur var víst sterklega viðriðin nokkra mismunandi hópa í Bandaríkjunum á þessum árum og kom fram með hugmyndir sem að endurspegla algerlega það sem er að gerast á Íslandi í dag, endurspeglar kröfu almennings um gagnsæi og heiðarleika. Við viljum bara fá að vita hvernig staðan er í raun. Oxford hópurinn var með svokölluð fjögur "absolutes" eins og þeir kölluðu það. Þessi 4 absolutes þeirra voru "absolute honesty", "absolute purity", "absolute unselfishness" and "absolute love".
Þeir trúðu því að ef ástundaður væri alger heiðarleiki, hreinleiki og óeigingirni að þá væri alger kærleikur niðurstaðan.
Þetta þykir mér mjög í anda þess sem er að gerast hérna heima í dag og þarf að gerast. Fólki þykir þetta eflaust öfgakennt og það er það. En hvort vil ég búa við siðleysi og spillingu eða í samfélagi þar sem ríkja lög og reglur og allir búa við sömu kjör?

![]() |
Grunur um brot bankastarfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Pössum bara að segja ekki orð og þá verður vonandi allt í lagi...
5.2.2009 | 11:46
Aðgerða er strax þörf gegn Toyota. Þetta er algerlega ömurleg framkoma og gróft brot á málfrelsinu. Maðurinn nefnir ekki nöfn á persónum eða fyrirtækinu í færslunni, og þó svo að hann hefði gert það er honum væntanlega algerlega frjálst að velta fyrir sér svona málum á sama tíma og verið er að skera niður við starfsfólkið.
Auðvitað kostar það umboðið kannski ekki "nema" hálf laun starfsmanns að reka bíl undir forstjórann, en þetta er engu að síður algerlega taktlaus gjörð á samdráttartímum. Maður sker ekki niður við launþegana sína á sama tíma og maður er að monta sig af nýja bílnum. Það er algerlega taktlaust.
Fari opinber umræða fyrir brjóstið á stjórnendum Toyota þá hafa þeir einfaldlega eitthvað að fela. Það er bara þannig. Nú eru nýjir tímar, fylgjum stefnunni sem Gogogic hefur verið rekið eftir frá upphafi, það er "Segðu bara satt" stefnan.
Sama hvað kemur upp - þá segjum við bara alltaf satt. Þannig upprætist óheiðarleiki og spilling í hvelli.
![]() |
Bloggari rekinn fyrir skrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |