Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
STOPP Steingrímur - vitlaust forgangsröð - frysta fyrst, leita svo
24.2.2009 | 11:38
Þetta er ekki tími fyrir pólitískt þvaður, málþóf og vangaveltur. Núna þarf að bregðast við hratt, eignirnar eru að týnast og hafa þegar "týnst" að stórum hluta líklega.
Þetta er ekki svona flókið mál að virðist samkvæmt lögfræðinni. Þar sem er rökstuddur grunur um sviksamlega háttsemi er grunnur fyrir því að hefja rannsókn. Um leið og rannsókn er hafinn má frysta eigur grunaðra UMSVIFALAUST. Þetta er risastórt réttlætismál sem má ekki klúðra frekar með blaðri í einhverju svartholi.
Hefjum rannsókn strax - frystum eignir grunaðra - þá er tími til að leita.
Skattaskjól skoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á rekstur Sorpu að skila hagnaði? - Fyrir hvern?
24.2.2009 | 00:42
Ég sé ekki betur af lestri þessarar fréttar að rekstur Sorpu hafi bara gengið afar vel. Fyrirtækið var rekið með hagnaði árið 2008, hagnaði upp á 4,2 milljónir króna. Þó að það sé lág upphæð í hlutfalli við heildarveltu, er það há upphæð engu að síður og fjórum milljón sinnum betri niðurstaða en tap.
En þá er mín spurning, hvers vegna á rekstur sem slíkur að skila miklum hagnaði? Er ekki mikið eðlilegra að reksturinn bara standi undir sér, eins og hann augljóslega gerði árið 2008, heldur en að hann fari að skila miklum afgangi? Eru ekki álögur bara einfaldlega of háar ef hagnaður fer að myndast í þjónustufyrirtæki við sveitarfélög?
Mér þykir það afar ánægjulegt persónulega að fyrirtæki eins og Sorpa sem eru einungis í því að þjónusta borgarana í sveitarfélaginu séu rekin sem næst núllinu. Það er sanngjörn og eðlileg stjórnsýsla.
Afkoma Sorpu í járnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er mér mikið fagnaðarefni að segja frá því loksins skýrum orðum opinberlega að við höfum nú stofnað stjórnmálaafl sem býður fram í komandi Alþingiskosningum. Framboðið verður formlega kynnt á blaðamanna fundi í vikunni, þar sem skýrt verður frá því hvernig framboðinu verður háttað og kynnt okkar helstu stefnumál.
Framboðið hlaut nafnið Borgarahreyfingin og grasrótarstarfið mun væntanlega áfram starfa sjálfstætt framboðinu til stuðnings undir nafni Samstöðu.
Stefnumála vinnan er afar langt komin, en allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í framboðinu eru velkomnir inn í stefnumála vinnuna og það verður fundur í kvöld klukkan 20:00 í Borgartúni 3 á annarri hæð væntanlega, þar sem stendur til að fara á fullt í að fínpússa stefnumálin fyrir kynningu.
Formaður framboðsins var kjörinn Herbert Sveinbjörnsson og varaformaður er Birgitta Jónsdóttir.
Sjá hér ræðu sem að Herbert hélt á borgarafundi í Háskólabíói: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/811279
Borgarahreyfingin býður fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný stjórnmálahreyfing stofnuð í gærkvöldi við samruna Samstöðu hópsins og hópa sem verið hafa að starfa að lýðræðismálum í Borgartúni 3
23.2.2009 | 12:29
Það er mér mikið fagnaðarefni að segja frá því loksins skýrum orðum opinberlega að við höfum nú stofnað stjórnmálaafl sem býður fram í komandi Alþingiskosningum. Framboðið verður formlega kynnt á blaðamanna fundi í vikunni, þar sem skýrt verður frá því hvernig framboðinu verður háttað og kynnt okkar helstu stefnumál.
Framboðið hlaut nafnið Borgarahreyfingin og grasrótarstarfið mun væntanlega áfram starfa sjálfstætt framboðinu til stuðnings undir nafni Samstöðu.
Stefnumála vinnan er afar langt komin, en allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í framboðinu eru velkomnir inn í stefnumála vinnuna og það verður fundur í kvöld klukkan 20:00 í Borgartúni 3 á annarri hæð væntanlega, þar sem stendur til að fara á fullt í að fínpússa stefnumálin fyrir kynningu.
Formaður framboðsins var kjörinn Herbert Sveinbjörnsson og ég má til með að smella hérna inn þrumuræðu sem að hann flutti á borgarafundi í Háskólabíói fyrir nokkrum vikum síðan.
Sextán í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Má til með að birta hérna frábærar glærur Hjálmars Gíslasonar úr fyrirlestri sem að hann flutti hjá Hugmyndaráðuneytinu síðastliðinn laugardag
23.2.2009 | 10:33
Því miður að þá komst ég ekki sjálfur til að hlýða á fyrirlesturinn, en get glatt mig við að fara í gegnum glærupakkann hér að neðan í staðinn.
Gagnsæi í samfélaginu öllu er að mínu mati grundvöllur endurheimt trausts manna á millum.
Gagnaver tefst um ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frystum eignir auðmanna!
23.2.2009 | 02:05
Eins og ég hef áður bent á hérna í skrifum mínum lagði Björn Þorri Viktorsson fram afar einfalda leið í Silfri Egils fyrir rúmri viku síðan, leið að því hvernig hægt er með hraði að frysta eignir ætlaðra lögbrjóta.
Það eina sem þarf til þess að frysta eignir manna er að hefja rannsókn á sviklegri háttsemi.
Þannig er því hægt að stofna til rannsóknar, kalla þá til yfirheyrslu og vera búin að frysta eigur þeirra eftir hádegi sama dag.
Það eina sem þarf er vilji - eitthvað sem núverandi ráðamenn búa augljóslega ekki yfir.
Útrásarvíkingana á válista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ásta Rut er kraftmikil manneskja sem hefur mikið erindi í stjórn
23.2.2009 | 00:46
L-listinn með Ástu Rut og félögum er frábært birtingarform á lýðræðis umræðunni sem er allsstaðar í samfélaginu í dag. Þau eru hópur fólks sem einfaldlega hefur ofboðið spillingar bullið og lýðræðisbrotið, já eða réttara sagt lýðræðisáhugaleysið sem ríkt hefur innan VR. Lýðræðisáhugaleysi sem að að mínu mati er fyrst og fremst orðið vegna algerrar vangetu og áhugaleysis stjórna VR í áranna rás til þess að halda félagsmönnum inni í umræðunni, vel upplýstum og hæfum til þess að taka þátt í lýðræðislegri umræðu.
Það á einfaldlega að vera á ábyrgð stjórnar að tryggja aðgengi félagsmanna að upplýsingum og að hvetja þá til þáttöku í starfi og umræðu félagsins.
Ég hvet alla félagsmenn VR hér með til þess að fylkja liði á bak við L-listann. Það er breitinga þörf, ekki bara á stjórn heldur almennt á hugarfari okkar. Það mun ekki bara "einhver annar" laga þetta, við þurfum öll að taka þátt - að bera okkar eigin ábyrgð.
Fyrstu allsherjarkosningar VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stórkallalegur Björn Bjarnason metur leggur mat á raunveruleikann út frá eigin veruleika
23.2.2009 | 00:08
Hvernig er hægt að vega það og meta hver hefur lagt mest á sig í prófkjörsbaráttu frá því 1918? Já og hvaða máli skiptir það??
Birni finnst greinilega að Guðlaugur Þór hljóti að hafa lagt gríðarlega mikið á sig fyrst að honum tókst að sigra Björn í baráttu um 2. sætið í prófkjöri fyrir kosningarnar 2007. Það þarf enginn að efast um að Guðlaugur hafi lagt mikið á sig, en hvernig er það metið að hann hafi lagt mest allra á sig? Ég er ekki viss og endurtek fyrri spurningu, hvaða máli skiptir það?
Persónulega væri ég mikið hrifnari af því ef að Guðlaugur Þór hefði lagt jafn mikið eða meira á sig við að þjóna landinu sínu. Að hann hefði haft til að bera þennan sama baráttuanda og metnað í störfum sínum á Alþingi.
Fyrir mér er það hins vegar ekki svo og án þess að vilja svo sem hæla Birni mikið hérna að þá held ég að það sé öllum ljóst að í þeim samanburði hafi Björn vinninginn. En þar sem að ég er oftast ósammála Birni er ég vegna þessarar vinnugleði hans að sjálfsögðu afar ánægður með að hann ætli að stíga til hliðar.
Aldrei að vita nema að allir hagnist á því - að fram stígi einhver þægilega latur og duglaus frjálshyggjubolti í hans stað. En það er kannski bara óraunveruleg fantasía hjá mér.
Enginn lagt meira á sig fyrir sæti á lista en Guðlaugur Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Misbeiting á fé aldraðra - hversu mikið gætu þau sparað sér á því að fylkja fremur liði í eitthvað af þessum hundruðum íbúða sem standa auðar í dag?
22.2.2009 | 11:47
Það er ekkert sem mér misbauð eins gríðarlega við störf mín sem sölumaður fasteigna en aðferðarfræðin sem beitt er á gamla fólkið í væntanlega þeirra síðustu fasteignaviðskiptum á ævinni.
Þessi þjónustuíbúða hugmynd sem búið er að koma inn hjá gamla fólkinu er einfaldlega misnotkun og mætti segja að jaðri við þjófnað. Fyrir það að búa í samfélagi með fólki af svipuðu reki er verið að rukka svona almennt 25-50% hærra verð fyrir íbúðir en almennt myndi vera. Alltaf er talað um þjónustuíbúðir, en staðreyndin er sú að það er nákvæmlega ENGIN þjónusta innifalin í íbúðarverðinu heldur þarf að greiða fyrir hana alla fullu verði kjósi fólk að nýta sér hana. Þetta lyktar óþyrmilega af því að vera einfaldlega síðasti sénsinn til þess að hafa af öldruðum, öfum okkar og ömmum, síðustu aurana.
Vissulega eru efalaust margir í þessu af "hugsjón", en sé svo langar mig að benda ykkur á aðra leið sem myndi koma sér betur fyrir gamla fólkið. Mun betur.
Ég legg til að í stað þess að byggja nýtt hús núna sem er algerlega fáránleg hugmynd, að leita fremur eftir íbúðarhúsnæði sem er tilbúið og stendur autt. Gæti í því tilfelli til dæmis bent á glænýjar íbúðir sem standa auðar í galtómum (að undanskilinni einni íbúð að mér skilst) fjölbýlishúsum við Mörkina í Reykjavík.
Hugmyndin væri þar að taka sig saman um að kaupa það húsnæði í heild sinni (eða annað sambærilegt) á miklum afslætti, taka strax frá fyrstu hæðina í að minnsta kosti einu húsanna til þess að koma upp mötuneyti og félagsaðstöðu. Afslátturinn sem ætti að fást af húsunum ætti fyllilega að dekka kostnaðinn af því að nýta fyrstu hæð eins eða fleiri húsanna og breyta henni til almennra nota.
Með þessu væri verið að skapa verulegt hagræði þar sem að tekjurnar af íbúðarsölunni kæmu þá inn strax, kaupendurinir gætu strax farið að koma sér fyrir í nýja húsnæðinu sínu sem að þau keyptu á eðlilegu markaðsverði og umsjónaraðilar verksins þurfa ekki að taka neina áhættu við að byggja húsin.
Einhverjir munu spyrja hvers vegna það verð sem gamla fólkið er tilbúið til að borga í dag sé ekki eðlilegt markaðsverð. Fyrir mér er það einfalt, það er einfaldlega búið að stilla þeim upp við vegg. Það er þrýst á þau að flytja eitthvert þar sem að þeim sé sinnt (sem er síðan ekki almenna reglan) vegna meðal annars áhyggna ættingja af þeim á meðan að þeir sjálfir hafa ekki tíma til þess að sinna þeim. Það er búið að búa til hugmyndina hjá þeim um að "allir" flytji í svona íbúð og að allt verði mikið betra þar. Að síðustu er síðan beitt miklum þrýstingi í mörgum tilfellum á þau til þess að sýna þeim að um allar slíkar íbúðir sé setið og þess vegna sé verðið eðlilegt.
Mér finnst þetta afar óeðlileg viðskipti - viðskipti sem þarfnast án vafa nánari skoðunar. Þó ekki sé annað en bara vegna þess að það er mikið óhagræði fyrir samfélagið allt að þurfa að borga svona mikið meira fyrir hlutina en raunverulega er þörf á.
Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld - á sanngjörnu verði.
Reisa blokk í Fossvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Samfélagið er allt fullt af sorglegum fréttum - fréttir af því að þrettán ára börn séu að selja sig fyrir fíkniefnum eru ekki nýnæmi, en engu minna sorglegar fyrir vikið. Það eru ömurlegar samfélags aðstæður sem þrýsta smábörnum í slíkar aðstæður.
Það er hins vegar á ábyrgð okkar allra að stíga fram og verja börnin. Við megum ekki bíða bara og vona að allt lagist, við verðum að taka ábyrgð! Í fjölskyldum þar sem börnin verða ekki varin af sínum nánustu ber okkur skylda til að stíga inn og taka á málunum.
Á sama máta berum við samfélagslega ábyrgð á því að leggja ekki á börnin okkar margra áratuga skuldaklafa.
Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |