Ný stjórnmálahreyfing stofnuð í gærkvöldi við samruna Samstöðu hópsins og hópa sem verið hafa að starfa að lýðræðismálum í Borgartúni 3

Það er mér mikið fagnaðarefni að segja frá því loksins skýrum orðum opinberlega að við höfum nú stofnað stjórnmálaafl sem býður fram í komandi Alþingiskosningum.  Framboðið verður formlega kynnt á blaðamanna fundi í vikunni, þar sem skýrt verður frá því hvernig framboðinu verður háttað og kynnt okkar helstu stefnumál.

Framboðið hlaut nafnið Borgarahreyfingin og grasrótarstarfið mun væntanlega áfram starfa sjálfstætt framboðinu til stuðnings undir nafni Samstöðu.

Stefnumála vinnan er afar langt komin, en allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í framboðinu eru velkomnir inn í stefnumála vinnuna og það verður fundur í kvöld klukkan 20:00 í Borgartúni 3 á annarri hæð væntanlega, þar sem stendur til að fara á fullt í að fínpússa stefnumálin fyrir kynningu.

Formaður framboðsins var kjörinn Herbert Sveinbjörnsson og ég má til með að smella hérna inn þrumuræðu sem að hann flutti á borgarafundi í Háskólabíói fyrir nokkrum vikum síðan.

 


mbl.is Sextán í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Borgaraflokkurinn nr 2

Ómar Ingi, 23.2.2009 kl. 14:24

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég skil mjög vel að fólk vilji leggjast á árarnar og taka þátt í uppbyggingu þjóðfélagsins. Er sjálf búin að fara í gegnum þennan pakka og tel mig því tala af reynslu. Það er mín skoðun eftir reynslu áranna og ástand okkar sem samfélags í dag, að ný framboð séu ekki tímabær í þetta sinn. Það sem þau gera fyrst og fremst er að taka fylgi frá þeim flokkum sem nú eru í ríkisstjórn. Ef fólk hafa félaghyggjustjórn, þá er skásti kosturinn að ganga til liðs við VG eða Samfylkinguna. Ef fólk við hægri stjórn, þá er íhaldið til staðar. Framsóknarflokknum ætla ég svo sem ekki að mæla með, til þess er flokksvélin þar of óútreiknanleg.

HUGSIÐ ÞETTA MÁL AFAR VEL.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar búið verður að endurskoða stjórnarskrá og kosningareglur, þá verður trúlega komið annað umhverfi og aðrir möguleikar. Það sem mér finnst albrýnast, fyrir utar peningalegar björgunaraðgerðir, er að breyta grunnreglum samfélagsins, efna til Stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrá og kosningareglur.

GANGI YKKUR VEL, HVAÐ SEM ÞIÐ ÁKVEÐIÐ.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 15:16

4 Smámynd: Haukur Baukur

Ég veit nú bara ekkert um nýju Borgarahreyfinguna, en mikið verður hún að vera slæm svo að ég neyðist til að kjósa einhvern gömlu "flokkanna" í næstu kosningum.

Hvað varð um allt liðið sem var reitt og heimtaði breytingar?  Er þetta allt sem fólk vantaði? Nýja ríkisstjórn, sama mjálmið og allir sáttir?

Fólk þarf að hætta að óttast breytingar.  Hætta að sætta sig við orðinn hlut og átta sig á að það er hægt að breyta, og það er í raun bara mjög einfalt að breyta.

Hvort eru:

Flokkaður sauður sem lætur ræna af þér fé og frelsi endalaust, eða

einstaklingur með sjálfstæða hugsun og þor!!

Haukur Baukur, 23.2.2009 kl. 15:26

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kæra Hólmfríður, teldi ég að samviska mín leyfði mér að kjósa Samfylkinguna þína myndi ég samstundis spara mér þessa geðveikis vinnu sem framundan er.

Samfylkingin hefur hins vegar ekkert sýnt mér nema valdsýki og siðblindu undanfarna mánuði og þangað mun atkvæði mitt ekki fara að óbreyttu.

Baldvin Jónsson, 23.2.2009 kl. 16:01

6 identicon

Kosningabandalag er til umræðu hjá framboðinu, við erum líka reynd og ekki alveg fædd í gær ;O)

 En nýtt framboð sem hefur það að markmiði að uppræta flokksveldið og krefjast lýðræðisúrbóta

 hlýtur að boða gott.

 Varla getur það nú versnað

Cilla (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 16:16

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta þýðir að ég þarf ekki að skila auðu.... Gleðst yfir því. Frábært að það skuli vera kominn svona samtaka hópur og ég hlakka ferlega til framhaldsins

Heiða B. Heiðars, 23.2.2009 kl. 16:40

8 identicon

Ég á enn þá eftir að sjá stefnuskrá þessarar hreyfingar til að geta lagt mat á hversu áhrifarík hún á eftir að vera.

Ég vil sjá grundvallar breytingar á stjórnskipulagi. Breytingar sem ég er ekki viss um að muni nást ef núverandi kosningareglur og skipurit fær að standa í gegnum kosningar.

Af þessum sökum sé ég enn fulla ástæðu til að skila auðu, vona að sem flestir geri hið sama, og að kosningarnar verði dæmdar ómerkar.

Engu að síður, hugurinn og hjartað hér er eins og það á að vera og færir mér von. Bíð spenntur að sjá hvaða lína verður lögð.

Úlfur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:22

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Úlfur, mættu endilega bara í kvöld á stefnumála fundinn. Þar eru allir velkomnir sem vilja leggja málinu lið.

Að skila auðu hefur bara því miður ekkert gildi á Íslandi, eða hefur amk ekki haft hingað til. Auð atkvæði eru ekki talin sérstaklega og dæmd ógild.

Baldvin Jónsson, 23.2.2009 kl. 19:24

10 identicon

Sæll Baldvin

Mér líst vel á að þurfa ekki að skila auðu í næstu kosningum. Verðið þið með fulltrúa á borgarafundinum á fimmtudaginn kemur?

Kolbrún (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 09:28

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég á frekar von á því Kolbrún já, við erum að ræða við aðstandendur þar ;)

Baldvin Jónsson, 24.2.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband