STOPP Steingrímur - vitlaust forgangsröð - frysta fyrst, leita svo

Þetta er ekki tími fyrir pólitískt þvaður, málþóf og vangaveltur.  Núna þarf að bregðast við hratt, eignirnar eru að týnast og hafa þegar "týnst" að stórum hluta líklega.

Þetta er ekki svona flókið mál að virðist samkvæmt lögfræðinni. Þar sem er rökstuddur grunur um sviksamlega háttsemi er grunnur fyrir því að hefja rannsókn. Um leið og rannsókn er hafinn má frysta eigur grunaðra UMSVIFALAUST.  Þetta er risastórt réttlætismál sem má ekki klúðra frekar með blaðri í einhverju svartholi.

Hefjum rannsókn strax - frystum eignir grunaðra - þá er tími til að leita.


mbl.is Skattaskjól skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

You need a "freezing of assets law"...(The one Geir Harde called the "Terrorist Law").....used by the UK Government to stop Kaupthing from continuing to steal more UK investors savings and transfering those assets as a loan to these so called "Vikings"  who then transfered their "Loans"  to the Caymen Islands and other tax havens, before they declared bancrupcy.......

Good Luck

Fair Play (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Baldvin. Þetta er akkúrat sem ég var inni á bloggi mínu að segja að hefði átt að gera strax. Að frysta eigur þessara manna. En ansi er ég hræddur um að þeir séu sumir hverjir búnir að ræða um sín á milli hvernig þeir geti endurfalið peningana. Þeir eru það útsmognir og leika sér að færa peninga fram og til baka. Sumt af þessum peningum ætla ég að leyfa mér að fullyrða að séu búnir til (dummy money) eins og við vitum að hefur viðgengist í sumum tilfellum.

Guðni Karl Harðarson, 24.2.2009 kl. 12:15

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

It seems to me that we, icelanders are somewhat like children in making such laws? Or we forgot it? But I think that those businessmen would do anything they can to prevent making such a law as they can, with their strong influneses in the iclandic community and strong political influenses.

Guðni Karl Harðarson, 24.2.2009 kl. 12:23

4 Smámynd: Hlédís

Peningar kaupa lög - hindrun löggjafar og töf og eru Seðlabankalög bara eitt dæmið um slíkt. Þeir sem rændu okkur "löglega" hafa hér nú tögl og hagldir, eins og til stóð. Við neyðumst víst til að horfa og hlusta í kvöld á DO sem löngu er orðinn að verfæri í höndum Frankensteins-monstra sinna. Hann er þó ekki lengur vandamálið, greyið, heldur þeir sem nú eiga hann, ásamt flestu, lausu og föstu í landinu.

Hlédís, 24.2.2009 kl. 17:35

5 identicon

Alveg sammála þessu. Hvers vegna eiga "saklausir" að gjalda bankahrunsins, missa eignir sínar á meðal auðmenn halda sínu og meira en það. Það tala allir um þetta á alþingi en engin gerir neitt. Það er til lausn, það efast ég ekki um. Við búum á 21 öld þar sem viðskiptalifíð hefur aldrei verið betra (að undan skildum síðustu mánuðum). Og ekki segja mér að ekkert er hægt að gera, með alla þessa sérfræðinga út um allan heim.

Adriana Karolina Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband