Stórkallalegur Björn Bjarnason metur leggur mat á raunveruleikann út frá eigin veruleika

Hvernig er hægt að vega það og meta hver hefur lagt mest á sig í prófkjörsbaráttu frá því 1918?  Já og hvaða máli skiptir það??

Birni finnst greinilega að Guðlaugur Þór hljóti að hafa lagt gríðarlega mikið á sig fyrst að honum tókst að sigra Björn í baráttu um 2. sætið í prófkjöri fyrir kosningarnar 2007. Það þarf enginn að efast um að Guðlaugur hafi lagt mikið á sig, en hvernig er það metið að hann hafi lagt mest allra á sig?  Ég er ekki viss og endurtek fyrri spurningu, hvaða máli skiptir það?

Persónulega væri ég mikið hrifnari af því ef að Guðlaugur Þór hefði lagt jafn mikið eða meira á sig við að þjóna landinu sínu. Að hann hefði haft til að bera þennan sama baráttuanda og metnað í störfum sínum á Alþingi.

Fyrir mér er það hins vegar ekki svo og án þess að vilja svo sem hæla Birni mikið hérna að þá held ég að það sé öllum ljóst að í þeim samanburði hafi Björn vinninginn. En þar sem að ég er oftast ósammála Birni er ég vegna þessarar vinnugleði hans að sjálfsögðu afar ánægður með að hann ætli að stíga til hliðar.

Aldrei að vita nema að allir hagnist á því - að fram stígi einhver þægilega latur og duglaus frjálshyggjubolti í hans stað. En það er kannski bara óraunveruleg fantasía hjá mér.


mbl.is Enginn lagt meira á sig fyrir sæti á lista en Guðlaugur Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband