Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Án vafa besta ákvörðun Árna M. um langt skeið - les stöðuna vel - stuðningur í kjördæminu er lítill sem enginn
27.2.2009 | 01:31
Væntanlega hefði Árni Mathiesen meiri stuðning í flestum öðrum kjördæmum ef út í það er farið. En ég held að það sé afar vel lesið í stöðuna hjá honum að átta sig á því strax að fylgið við hann er lítið sem ekkert.
Þó að það geti seint talist góð aðfeerðarfræði við könnun, að þá spurði ég fjölmarga heimamenn á Hvolsvelli í dag, þegar ég staldraði við í Hlíðarenda, hvað þeim finndist um Árna M. sem þingmann fyrir Suðurland. Svörin voru nánast 100% á einn veg, það er að segja skírskotanir til þess að hann vissi líklega ekki einu sinni hvar þetta hús væri þar sem að hann væri skráður til heimilis og að hann hefði svo sannarlega ekki verið að vinna Suðurlandskördæmi neitt gagn sem þingmaður.
Ég þakka þér Árni fyrir þessa yfireguðu ákvörðun og óska þér velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Nú fer ég að líta í kringum mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ef stýrivextir verða ekki lækkaður er helsta markmið samstarfsins augljóslega almennt gjaldþrot íslenskra fyrirtækja
26.2.2009 | 19:39
"Ekkert liggur fyrir um hvenær hægt verði að lækka stýrivexti."
Er ég orðinn galinn eða erum við raunverulega algerlega undir stjórn AGS? Þetta er ekki spurning um hvenær "er hægt" að lækka stýrivexti.
Það einfaldlega verður að gera strax. Án atvinnulífs erum við augljóslega endanlega búin að vera.
Góðir fundir með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þú ert sá maður Illugi sem ég myndi helst treysta innan Sjálfstæðisflokksins. Maður sem ert almennt rökviss og hlustar vel. Mér hefur oft þótt ánægjulegt að fylgjast með þér í samræðum og rökræðum, þar sem þú hefur það fram yfir ansi marga að raunverulega hlusta á viðmælandann og mæta honum með rökum. Margur samflokksmaðurinn þinn á ansi langt í land með þessa list. Til að mynda fylgdist ég afar grannt með Guðlaugi Þór í aðdraganda kosninganna 2007 og varð þess aldrei nokkurn tímann þar var að hann raunverulega svaraði einni einustu spurningu sem fyrir hann var lagt. Þetta þykir gjarnan einhvers konar list stjórnmálamanna, en er fyrir mér bara þvaður og óheilindi.
En já Illugi, þú hefur almennt sýnt af þér sæmandi framkomu. Það hefði þó verið afar flott hjá þér að hafa stjórnarsetu þína fyrir Glitni opinbera um lengra skeið en raunin var.
En mig langar að minna þig á hérna að traust er áunnið og afar erfiðlega endurunnið. Stór hluti þjóðarinnar hefur treyst Sjálfstæðisflokknum í blindni um langt skeið og flokkurinn á sama tíma ítrekað lofað eigið ágæti í stjórn efnahagsmála. Nú hefur það brugðist algerlega. Flokkurinn er rúinn trausti og þarf að endurvinna það ætli hann sér einhvern árangur í komandi kosningum. Núverandi sundurleitur og sjálfselskur flokkurinn mun ekki skila miklum árangri.
En hér er lítið leyndarmál sem ég get lætt að þér. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn ná árangri þarf hann einfaldlega bara að gera eftirfarandi:
1. Biðjast afsökunar
2. Lofa gagngerum lýðræðis umbótum, s.s. upptaka persónukjörs, alþýðlegt stjórnlagaþing, skýr þrískipting valdsins.
3. Að skipta út helstu forystumönnum.
Ég gæti lengi talið en held að þessi þrjú atriði ein og sér færu með ykkur ansi langt í baráttunni.
Fyrr munu ég og flestir sem ég þekki ekki treysta ykkur lengra en við getum fleygt ykkur.
Þessu verður að linna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Málþófi óstjórntæks þingsflokks Sjálfstæðismanna lokið í bili - verst að frumvarpið taki líklega ekki á hálaunastefnu Seðlabankans
26.2.2009 | 01:21
Fyrirsögnin reyndar heldur gildishlaðin eins og svo algengt hefur veirð að undanförnu hér á mbl.is, ég var nánast að vona þegar ég sá hana að málið væri í höfn. En svo er nú ekki. Málið komst þó áfram úr nefnd og er líklegra nú en áður til þess að fá afgreiðslu Alþingis.
Persónulega myndi ég gleðjast mikið ef frumvarpið tæki á launastefnu S.Í. þó ég hafi nú litla trú á því. Þegar að á sínum tíma var sett á stofn til dæmis nefnd sem hét eitthvað í áttina að "Fjárhagsstöðugleika nefnd" að þá voru laun sérfræðingana sem þangað voru ráðnir svo há að hækka þurfti laun allra seðlabankastjóranna þriggja til þess að þeir væru enn hæst launuðu starfsmenn bankans.
Þessi hálauna hugsunarháttur er vonandi eitthvað sem stendur höllum fæti og hverfur hægt og rólega af sjónarsviðinu með nýjum gildum. Gildum Nýja Íslands.
Seðlabankafrumvarp afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kannski erfitt að halda því fram að Liverpool hafi "skellt" Real Madrid með aðeins 0-1 sigri, en ljóst að þeir þurfa að klúðra ansi miklu á heimavelli til að koma sér ekki áfram í 8 liða úrslitin.
Ég gleðst innilega yfir þessum sigri, en mínir menn þurfa þó engu að síður eðlilega að fara varlega í heimaleikinn. Of-trú á sjálfa sig og sigur er líklega það hættulegasta núna.
Mikið er nú gott að lesa afar góðar fréttir svona inn á milli :)
Liverpool skellti Real Madrid - Naumur sigur Chelsea gegn Juventus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar er trúverðugleikinn sem Steingrímur J. telur sig standa fyrir???
25.2.2009 | 17:07
Hversu trúverðugt er það að Gunnar Örn hafi valið að fara sjálfur?
Þessi ráðning var einfaldlega stórkostleg mistök af hálfu Steingríms J. Enn ein einræðis ákvörðunin sem að hann hefur tekið síðan hann komst til valda. Mér skilst að þingflokki VG sé farið að undra verulega samskiptaleysið við Steingrím í flestum málum og hvalveiðimálið væntanlega þar efst á blaði.
Gunnar Örn getur seint talist trúverðugur einstaklingur á tímum sem þessum.
Maður sem nýlega að virðist "týndi" bílnum sínum þegar Lýsing ætlaði að sækja hann, maður sem fékk 80 milljóna starfslokasamning hjá SÍF og samdi þá meðal annars um að fara ekki í samkeppni við þá - sneri sér við og fór samstundis með nokkrum lykilstarfsmönnum SÍF í útflutning í samkeppni við SÍF (reyndar var sonur hans skráður fyrir þeim rekstri). Afglöpin hans í máli Læknafélagsins og svo nú síðast rak hann stöndugt og vel rekið fyrirtæki í áratugi, Ormsson, í þrot á mettíma og endaði það mál á því að Landsbankinn þurfti að taka yfir rekstur þess.
Er þetta trúverðugleikinn sem Steingrímur lofaði okkur?
Ég vil taka það fram að ég er ekki að dæma Gunnar Örn fyrir að hafa ekki getað greitt af bílnum sínum, hef sjálfur lent í því. En þegar svo er komið ber manni að sjálfsögðu að skila honum góðfúslega til Fjármögnunarleigunnar aftur sé maður aðeins skráður umráðamaður.
Gunnar Örn er eflaust hæfur í ýmsu, en hann býr augljóslega ekki yfir þeim trúverðugleika sem samfélagið kallar svo hátt eftir í dag.
Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarafundur um persónukjör og kosningalögin í Iðnó á fimmtudagskvöld klukkan 20:00
25.2.2009 | 15:47
Auglýsing frá Samstöðu - bandalagi grasrótarhreyfinga.
Borgarafundur um persónukjör & kosningalög
Iðnó fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00
Ríkisstjórnin lofaði persónukjöri og breytingum á kosningalögum. Er það mögulegt? Samstaða bandalag grasrótarhópa boðar til almenns borgarafundar til að fá úr því skorið.
Ræður: Þorkell Helgason - útbjó núverandi kosningalög
Ómar Ragnarsson - talsmaður persónukjörs & breytinga á kosningalögum
Fundarstjóri: Magnús Björn Ólafsson - ritstjóri
Formenn flokkana hafa verið boðaðir á fundinn til að fá afdráttalaus svör varðandi þessi mál. Hvaða flokkar ætla að verða við kröfum almennings um persónukjör? Mikilvægt er að almenningur fái skýr svör nú þegar. Nú er tækifæri fyrir almenning að fá svör við spurningum sínum.
Sýnum samstöðu og mætum öll
Viðskiptanefnd kölluð saman síðdegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðaleysi atvinnumissis - ásakanir í stað þess að taka ábyrgð
25.2.2009 | 12:03
Það er eðlilegt að verða reiður þegar að maður missir vinnu - það er enn eðlilegra að verða reiður, jafnvel brjálaður nánast þegar að það er vegna þess að ráðamenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar gerðu ekkert í ítrekuðum varúðarorðum frá markaðinum (sem Sjálfstæðismönnum hefur verið kennt að elska) og afleiðingin varð ekki bara bankahrun heldur efnahagshrun.
Það er algjörlega ömurlegt að missa vinnuna sína vegna vanhæfrar ríkisstjórnar, en það bætir ekki ástandið að ráðast af grimmd gegn fyrrum samstarfsmönnum.
Við atvinnumissi fær maður tækifæri til að staldra við og endurmeta stöðuna og jafnvel líf sitt.
Hver er ég?
Hvert vil ég fara?
Er þessi stefna sem ég hef lifað eftir hingað til sú stefna sem ég vil fylgja áfram?
Ég þurfti að spyrja mig þessara spurninga fyrir tæpum 2 árum síðan þegar að ég hafði klúðrað fjármálum lítils reksturs sem ég var með, og mínum eigin á sama tíma, vegna eigin stjórnleysis og rangra ákvarðana. Ég seildist of langt miðað við umfang rekstursins og afleiðingin var sú að reksturinn fór í þrot. Ömurleg reynsla en eftir á varð það mér afar sterk lífsreynsla og jákvæð.
Ég varð á þeim tímamótum að taka líf mitt til endurskoðunar. Ég þurfti að spyrja mig ofangreindra spurninga. Ég tók þá ákvörðun að líf mitt væri ekki í þeim farvegi sem ég helst vildi, ekki að öllu leyti. Mitt persónulega líf var og er yndislegt ævintýri með konunni sem ég elska og börnunum mínum, fjölskyldu og afar góðum vinum, en atvinnulíf mitt var ekki í fasa sem mér hugnaðist að það yrði eftir 5 eða 10 ár. Mig hafði alltaf langað að koma mér í skóla aftur og við þetta hrun á litla rekstrinum mínum má segja að það hafi skyndilega opnast sá gluggi fyrir mig. Ég hafði skyndilega engu að tapa og skráði mig til náms við Háskólann á Bifröst.
Að fara í háskólanám hefur breytt lífi mínu meira en mig hefði getað órað fyrir á afar skömmum tíma. Það er afar þroskandi reynsla, reynsla sem að minnsta kosti í mínu tilfelli, hefur breytt gagngert því hvernig ég hugsa um hlutina og nálgast þá. Ég mæli einlæglega með námi sem möguleika í stöðunni fyrir þá sem hafa misst vinnu. Atvinnuleysi er eitt það almest mannskemmandi ástand sem hægt er að lifa við, námið er alger andstaða þess.
Ég ákvað á þessum tímamótum í lífi mínu að það væri mitt og fjölskyldu minnar að bera ábyrgð á okkar eigin lífi. Að það væri ekki einhver eða eitthvað annað sem myndi taka ábyrgð á okkur. Það væri enginn dulúðleg vera á leiðinni að uppgötva mig eða til þess að færa mér billjón frá látnum ættingja sem ég vissi ekki af. Ég tók þá ákvörðun að bera ábyrgð á eigin lífi. Þetta hljómar voða kjánalega, sérstaklega svona á prenti, en staðreyndin er að afar stór hluti þess fólks sem ég hef kynnst á lífsleiðinni er einmitt fólk eins og ég, fólk sem undir niðri er vonar oft undir niðri að eitthvað muni gerast sem muni breyta öllu. Að eitthvað eða einhver muni taka ábyrgðina fyrir okkur.
Það er ekki að fara að gerast kæri lesandi. Ábyrgðin er þín.
Við eigum ekki að kjósa yfir okkur fólk sem vill fá að stjórna okkur. Við eigum að kjósa fólk sem vill fá að þjóna okkur. Við eigum að stíga fram og gangast við þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera manneskja, að vera fullorðinn, að vera faðir eða móðir. Við þurfum að stíga fram og segja "ég er ábyrg/ur fyrir eigin lífi".
Að taka ábyrgð á eigin lífi er stór hluti ástæðu þess að ég er kominn með sterkt óþol gegn hugtökum eins og "valdhöfum", "ráðamönnum" og "spilltum auðmönnum". Ég þoli ekki lengur við og verð að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að breyta ástandinu. Að breyta kerfinu sem ég bý í. Ég þurfti að spyrja mig þessarar einföldu spurningar:
"Ætla ég að sitja hjá og vona að einhver bjargi mér eða ætla ég að stíga fram og verja líf mitt og þjóð?"
Spurningin sem hafði síðan enn meiri áhrif á mig var spurningin: "Hvað ætla ég að segja við börnin mín þegar þau spyrja mig eftir 20 ár, pabbi hvað gerðir þú þegar þjóðin var bundin í þrældóm?" Ætla ég þá að horfa í augun á þeim niðurlútur og segja:
"Ég kaus áfram það gamla yfir mig, óbreytt ástand?" eða "Ég treysti atvinnupólitíkusunum í blindni?"
Hvað ætlar þú að segja þínum börnum?
Við verðum að taka ábyrgð á eigin lífi, það er það eina sem getur talist eðlilegt, það eina sem við getum öll talið sanngjarnt. En við verðum að gera það saman. Við verðum að búa saman til samfélag þar sem að allir geta þrifist og búið við einhver lágmarks lífsgæði. Samfélag þar sem að löggjafinn leyfir ekki stórfyrirtækjum að arðræna okkur gjörsamlega án nokkurrar refsingar. Ástandið hér í dag er ekki ósvipað því sem var í "hagkerfi" Enron fyrir ekki mörgum árum síðan. Fyrrum stjórnendur Enron sitja nú allir af sér langa fangelsisdóma. Hér lítur ekki út fyrir að neinn muni þurfa að bera ábyrgð, að neinum verði refsað. Hér er þetta í besta falli bara "óheppilegt" að virðist. Er ekki augljóst að leikreglunum þarf að breyta?
Hvað ætlar þú að gera í því?
Ég kaus að taka ábyrgð á eigin lífi og á mér þá ósk heitasta að þú ætlir þér slíkt hið sama. Komdu með, breytum saman kerfinu. Það er stærsta réttlætismál síðustu og næstu hundrað ára.
Endurheimtum lýðræðið frá flokksræðinu - burt með alræði Ráðherrana. Tökum aftur valdið.
Ég hef tekið þátt undanfarna mánuði í starfi grasrótarhópa við að endurskoða hug okkar til lýðræðisins og kerfisins. Ég hef verið virkur þáttakandi í vinnu Lýðveldisbyltingarinnar og fleiri hópa.
Nú höfum við, stór hópur fólks úr fjölmörgum grasrótarhópum, ákveðið að gera alvöru úr málinu og bjóða þessar hugmyndir fram til Alþingis. Hugmyndir sem miða að því að þjóðin fái aftur ábyrgðina í sínar hendur. Hugmyndir sem hreinlega verða að fá brautargengi.
Komdu með okkur - þetta er barátta en ég efast ekki um að leiðin og leiðarlok, muni veita okkur mikla sælu og gleði. Hamingjuna sem er í því fólgin að vera gerandi í eigin lífi. Að bera ábyrgð.
Við erum Borgarahreyfingin og þú ert velkomin/n með í ævintýrið.
Reiðin brýst út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru Geir og Ingibjörg alfarið ábyrg fyrir bankahruninu? Var Davíð bara blóraböggull?
25.2.2009 | 02:00
Ég hef litla trú á því að Davíð hafi einungis verið blóraböggull, hann er allt of mikill karakter til þess að láta bjóða sér slíkt. Hins vegar virðist hann af einhverjum ástæðum ekki hafa lagt sig mikið fram við að koma upplýsingunum á framfæri nema aðeins við ríkisstjórnina.
Af hverju gerði hann ekki stórmál úr því í fjölmiðlum til dæmis að grunur væri á því að bankarnir myndu hrynja algerlega innan fárra mánaða? Af hverju voru ekki settar umsvifalaust á aðgerðir? Af hverju opnaði Davíð fyrir gjaldeyrisviðskipti á föstu gengi í nokkra klukkutíma og nánast þurrjós gjaldeyrisforðann? Af hverju ber mat AGS á störfum Seðlabankans hæst hjá Davíð?
Mér þætti eðlilegt að Davíð væri meira um vert að fá gott mat á störfum bankans hjá íslensku þjóðinni, en nei það skiptir hann engu að virðist. Hann vill frekar bara slá sér á bakið hrósi fyrir að hafa staðið sig vel fyrir AGS. Staðið sig þá væntanlega vel í því að afhenda AGS og öðrum auðmanna apparötum auðlindir þjóðarinnar.
Davíð hefur oft gert góða hluti og jafnvel haft rétt fyrir sér. Það breytir engu um það að almenningur upp til hópa treystir honum ekki til þess að reka Seðlabankann. Þinn tími (til að hætta) er kominn Davíð.
Helgi Magnús: Davíð sendi bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enginn gerði neitt (rangt) þegar að kerfið hrundi - er þá ekki augljóst að kerfið er meinið?
24.2.2009 | 20:31
Borgarahreyfingin mun á allra næstu dögum kynna málefni sín. Okkar megin mál snúa að gagngerum endurbótum í lýðræðisátt. Að koma í gegn nauðsynlegum breytingum á kerfinu og stjórnarskrá, boða svo til kosninga í beinu framhaldi og leggja hreyfinguna síðan niður um leið og markmiðinu hefur verið náð eða verður augljóslega ekki náð.
Verði markmiðum um skýra þrískiptingu valdsins, mögulega aðkomu þjóðarinnar að öllum málum í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu og svo kröfunni um persónukjör ekki náð er ljóst að okkar markmið hafa mistekist.
Það hafa einhverjir látið í veðri vaka að við séum fyrst og fremst hópur valdsjúkra letingja sem að langar í þægilega vinnu og völd, að við séum svo löt að við nennum ekki einu sinni að semja eigin stefnuskrá og ætlum því bara að nota stefnu Lýðveldisbyltingunnar til viðmiðs.
Þetta er stórkostlegur misskilningur og í raun einfaldlega bara árásir úr afar undarlegum áttum. Ég ásamt stórum hluta hópsins sem nú myndar Borgarahreyfinguna, tókum mjög aktívan þátt í að semja málefnaskrá Lýðveldisbyltingarinnar og aðrir tóku virkan þátt í að setja saman stefnumál fyrir Samstöðu.
Persónulega hugnast mér afar vel að nota þau stefnumál áfram, þar sem að ég tel það algert einsdæmi að mynduð hafi verið stefnumál fyrir opnum tjöldum með aðkomu allra þeirra sem áhuga höfðu á og vildu leggja eitthvað til málanna.
Ástæða þess að ég nú býð fram undir merkjum Borgarahreyfingarinnar er einfaldlega sú að Lýðveldisbyltingin sem hópur tók um það ákvörðun að bjóða ekki fram heldur að starfa fremur áfram sem þrýstihópur á hliðarlínunni. Ég hins vegar ásamt fleirum, hef haft þá trú alla tíð síðan baráttan hófst í haust að framboð í einhverju formi með þessi stefnumál væri eina leiðin til þess að annaðhvort koma á breytingunum sjálf eða að minnsta kosti að halda þeim uppi við í stefnu hinna flokkanna.
Ég persónulega var þó ekki viss um framboðið fyrr en eftir að hafa setið fyrir rúmri viku síðan og hlustað á umræður á Alþingi um stjórnlagaþingið og sá þar flesta þingmenn vera að draga í land með yfirlýsingar sínar um lýðræðis umbætur. Þá gerði ég mér grein fyrir því að vegna þess að nýtt framboð þótti ekki líklegt lengur voru allir farnir að hugsa aftur til óbreytts ástands.
Að bjóða fram er því fyrir mér eina leiðin til þess að breyta einhverju. Við munum finna leið til þess að tryggja að dauð atkvæði verði ekki raunin.
Davíð í Kastljósviðtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |