Frystum eignir auðmanna!

Eins og ég hef áður bent á hérna í skrifum mínum lagði Björn Þorri Viktorsson fram afar einfalda leið í Silfri Egils fyrir rúmri viku síðan, leið að því hvernig hægt er með hraði að frysta eignir ætlaðra lögbrjóta.

Það eina sem þarf til þess að frysta eignir manna er að hefja rannsókn á sviklegri háttsemi.

Þannig er því hægt að stofna til rannsóknar, kalla þá til yfirheyrslu og vera búin að frysta eigur þeirra eftir hádegi sama dag.

Það eina sem þarf er vilji - eitthvað sem núverandi ráðamenn búa augljóslega ekki yfir.


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Og orðið of seint , alltof seint.....

Ómar Ingi, 23.2.2009 kl. 04:54

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ansi hræddur um að það sé rétt hjá þér Ómar, en það á engu að síður að gera það sem hægt er.

Baldvin Jónsson, 23.2.2009 kl. 09:29

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

held það líka - talað talað talað en ekkert hefur verið gert - Atli Gíslason nú síðast og það af Alþingi en ekkert skeður - ferlega fúllt að láta menn komast upp með þetta og líka það að þeir fá að sprikla áfram með full réttindi sem "heiðarlegir" kaupsýslumenn

Jón Snæbjörnsson, 23.2.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband