Ásta Rut er kraftmikil manneskja sem hefur mikið erindi í stjórn

L-listinn með Ástu Rut og félögum er frábært birtingarform á lýðræðis umræðunni sem er allsstaðar í samfélaginu í dag. Þau eru hópur fólks sem einfaldlega hefur ofboðið spillingar bullið og lýðræðisbrotið, já eða réttara sagt lýðræðisáhugaleysið sem ríkt hefur innan VR. Lýðræðisáhugaleysi sem að að mínu mati er fyrst og fremst orðið vegna algerrar vangetu og áhugaleysis stjórna VR í áranna rás til þess að halda félagsmönnum inni í umræðunni, vel upplýstum og hæfum til þess að taka þátt í lýðræðislegri umræðu.

Það á einfaldlega að vera á ábyrgð stjórnar að tryggja aðgengi félagsmanna að upplýsingum og að hvetja þá til þáttöku í starfi og umræðu félagsins.

Ég hvet alla félagsmenn VR hér með til þess að fylkja liði á bak við L-listann. Það er breitinga þörf, ekki bara á stjórn heldur almennt á hugarfari okkar. Það mun ekki bara "einhver annar" laga þetta, við þurfum öll að taka þátt - að bera okkar eigin ábyrgð.


mbl.is Fyrstu allsherjarkosningar VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einstaklingsframboð til stjórnar

Hallur Eiríksson


Fæðingardagur og ár: 15. febrúar 1963.

Senda fyrirspurn til Halls. Vinsamlega athugið að fullt nafn verður að fylgja fyrirspurninni ef hún á að birtast á vefnum ásamt svari frambjóðandans.

Frá frambjóðandanum

Nái ég kjöri í stjórn VR mun ég berjast af fullum krafti fyrir launakjörum og réttindum félagsmanna, þó ekki síst þeirra lægst launuðu. Ég tel að forysta félagsins hafi sofið á verðinum í öllu góðærinu síðustu ár og einfaldlega brugðist hlutverki sínu. Það er alveg orðið tímabært að það eigi sér stað endurnýjun í stjórn okkar ágæta félags. Ekki nær það nokkurri átt að lægstu laun skuli vera 140-150 þúsund krónur á mánuði – skattar og önnur gjöld. Er nokkurt réttlæti í því, að atvinnuleysisbætur séu orðnar hærri en lögsamin lægstu laun? Þá gefur það auga leið að það er eitthvað að hjá forustunni.

 Hvernig er með lífeyrissjóðinn okkar, þar eru einhverjir menn á ofurlaunum að gambla með sjóðinn út og suður. Lífeyrissjóðurinn var ekki hugsaður til að stunda verðbréfabrask eða önnur áhættuviðskipti.. Hann var hugsaður til þess að við gætum átt sómasamlegt ævikvöld á okkar efri árum. Í því ástandi sem er í okkar þjóðfélagi þurfa félagsmenn mjög á sterku félagi að halda. Mikilvægasta markmið félagsins á næstunni er að verja hag félagsmanna og tryggja öryggi þeirra almennt.

Ég vil taka það fram að hjá VR starfar mikið af hæfu starfsfólki með mikla reynslu og er ávallt tilbúið að veita félagsmönnum góða aðstoð sé til þess leitað.''

Kveðja,
Hallur

Ég mæli með því að Hallur Eiríksson sem mættur er í baráttuna  með hugsjónina eingöngu að vopni í þessari kosningarbaráttu þ.a.s. réttlætið fái brautargengi í þessum kosningum því það yrði hinn raunverulegi sigur fyrir lýðræðið öllum til heilla.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 01:20

2 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Sæll Baldvin

Það er um að gera að fólk kjósi L-listann því þannig fáum við fjögur sæti í stjórn og trúnaðarráðið í burtu.

Það eru síðan sjö í framboði í einstaklingsframboði til stjórnar þar er hægt að kjósa þrjá einstaklinga í stjórn.

Við erum fjórir sem erum ekki tengdir núverandi valdakjarna Kristófer Jónsson, Hallur Eiríksson, Ragnar Þór Ingólfsson og síðan ég Ágúst Guðbjartsson 

Ég hvet alla félagsmenn sem vilja breytingar að velja þrjá af okkur fjórum og náttúrlega L-listann (kjósandi fær að haka við þrjá í einstaklingsframboði).

kv.

Ágúst

Ágúst Guðbjartsson, 23.2.2009 kl. 08:30

3 Smámynd: Methúsalem Þórisson

Flott Águst  og Baldvin.. ég er einn af þeim sem styð Hall Eiríksson og hvet ég alla til að kjósa hann og aðra góða menn til að endurnýja stjórn VR.

Methúsalem Þórisson, 23.2.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband