Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Atvinnuleysisdraugurinn læðist að okkur
13.1.2009 | 23:50
4,8% myndi ekki teljast mikið atvinnuleysi hjá mörgum þjóðum heimsins en hjá þjóð sem hefur búið við atvinnuleysi undir 2% og reyndar undir 1% nú um nokkuð langt skeið veldur þetta fólki miklum ótta. Núna er það heldur ekki bara óttinn við atvinnuleysi heldur kvíðinn sem þetta algera kerfishrun skapar almennt.
Held ég vinnunni?
Held ég heimilinu?
Munum við eiga fyrir mat?
Mun hjónabandið þola álagið?
Getum við verndað börnin okkar?
Þessar spurningar og margar aðrar eru spurningarnar sem fólk spyr sig nú um allan bæ. Spáin er að atvinnuleysi muni fara upp í 7-10% á árinu 2009. Síðast þegar við bjuggum við þetta mikið atvinnuleysi, eða um 7% var alveg undir lok samdráttar tímabilsins 1992-1995. Nú erum við að horfa á þær tölur við UPPHAF kreppunnar sem nú ríður yfir af fullum þunga. Sannleikurinn er sá að enginn getur spáð fyrir um það með skýrum hætti hvert atvinnuleysið verður skráð þegar verst lætur.
Svo ég vitni nú aftur í Titanic tilvitnunina, akkúrat núna er bara tíminn rétt eftir að við rákumst á ísjakann. Allir vona að þetta hafi verið það versta, en samt er skipið ekki einu sinni tekið að hallast verulega.
Eina leiðin til þess að bjarga okkur er að setja nú þegar "skipstjórann" frá og alla hans undir- og samstarfsmenn og konur. Við verðum að fá inn stjórn í brúnna sem þorir að segja okkur satt og eyðir ekki allri sinni orku í að breiða yfir og fela fyrir okkur.
Krafan í dag er ALGERT GAGNSÆI og LÝÐRÆÐI - EKKI FLOKKSRÆÐI!!!
Langar að benda ykkur á grein eftir Einar Pétur Heiðarsson sem birtist í Stúdentablaðinu á bls 18. Hreint úrvals vangaveltur þar á ferð: http://www.student.is/sites/default/files/Studentarad/myndir/Studentabladid_DES2008_Net.pdf
Atvinnuleysi 4,8% í desember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Geir Haarde er grínari - verst að hann vinni ekki við það bara
13.1.2009 | 21:34
Geir hefði betur mætt á Borgarafundinn og hlustað á erindi Roberts Wade, þá gerði hann sér grein fyrir hversu hrapalega asnaleg þessi yfirlýsing hans er og úr samhengi við orð Roberts Wade. Robert Wade lagði þvert á móti á það sterka áherslu á fundinum að hrunið hefði orðið á Íslandi þó að ekki hefði komið til alþjóðleg fjármálakreppa. Robert Wade nefndi líka hversu hjákátlegur Pétur Blöndal hefði hljómað fyrir norrænum ráðherrum þegar að hann, formaður efnahags- og skattanefndar, hélt því fram við þá að á lista yfir 12 atriði sem hefðu farið úrskeiðis, væru 8 atriði þar sem við værum bara fórnarlömb. Hjákátlegt með meiru og afar hrokafullt.
Geir hins vegar grípur hér til tækni sem eflaust er kennd í stjórnmálaskóla Sjálfstæðismanna. "Taktu orð annarra og gerðu þau að þínum." Geir grípur þetta á lofti, breytir áherslum aðeins og heldur því fram að Wade sé sammála sér.
Wade þessi er hins vegar sami maður og Geir árið 2007 talaði um sem síst betri pappír en hasarblaðamennina á DV, þegar að Wade skrifaði stóra grein í Financial Times og reyndi að vara okkur kröftulega við. Svo kröftuglega að meira að segja háttsettur aðili hjá AGS þakkaði honum sérstaklega fyrir að koma þessu svona hreinskilningslega á framfæri.
Þá vill Geir meina að stærð bankanna hafi verið bönkunum að kenna. Við getum nú flest hlegið að því eftir einhver ár, akkúrat núna finnst mér þessi yfirlýsing hans lýsa fádæma fáfræði og algeru getuleysi til þess að axla ábyrgð. Það var algerlega óhæft eftirlit og reglugerð sem er við að sakast.
Tími atvinnupólitíkusa er liðinn á Íslandi. Nú er kominn tími heiðarleika og opinna samskipta. Núverandi drumbar, allir sem einn sem sitja á Alþingi, munu eiga erfitt með að læra nýja siði. Það er því einfaldast að bara víkja þeim frá öllum með tölu.
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hluti okkar eigin ábyrgðar
13.1.2009 | 16:43
Já, það getur enginn sagt að við höfum ekki tekið þátt og mörg okkar, þar á meðal ég, í vandræðum vegna erlendra lána. Þetta er hins vegar ekki tækifærið til þess að taka á okkur sökina. Nei.
Það er búið að sýna fram á það að í heildarútllánum bankanna árið 2007 var til að mynda okkar hlutur, heimilanna, ekki nema 9%. Við höfum vissulega lifað í ráðaleysi fjárhagslega en það er afar ýkt að ætla að við höfum átt stóran þátt í hruninu.
Við berum hins vegar stærsta ábyrgð að mínu mati í því að hafa hlustað á þennan fréttaflutning árum saman án þess að nokkurs staðar staldra við og reyna að skilja eða fá upplýsingar um hvað væri raunverulega í gangi. Nei, við meira að segja kusum svo aftur yfir okkur árið 2007 stærstan hluta þeirra ráðamanna sem að höfðu þegar sýnt fram á getuleysi sitt við að vernda okkur og fylgja eftir eftirliti.
Nú er það okkar ábyrgð að gera eitthvað í málinu og ég ætla mér að taka virkan þátt í því. Hvað með þig?
30% með bílalán í erlendri mynt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er afar góð grein finnst mér hjá honum Hauki Sigurðssyni sálfræðingi. Langtíma áhrifin af langvarandi kvíða og þunglyndi eru samfélaginu væntanlega mun dýrari en það að ráðast snemma á vandann og gera allt það sem hægt er til þess að koma í veg fyrir ástandið eða mýkja sem mest má áhrifin á líf fólks.
Nú spyr fólk hvaðan peningarnir eigi að koma fyrir slíkri þjónustu sem er dýr eins og sérfræði þjónusta almennt er. Svarið við því tel ég vera tvíþætt. Annars vegar verður nú mögulega einhver samdráttur á svo kölluðum efri stéttar sjúkdómum tengdum lífstíl og of mikilli langvarandi streitu, til dæmis hjartaþræðingum og blæstri úr kransæðum. Ég veit ekki hver samdrátturinn þar verður í raun, hef engar mælanlegar staðreyndir máli mínu til stuðnings en þykir það rökrétt og hef heyrt því fleygt af læknum í almennri umræðu um lífstíls tengda sjúkdóma.
Hins vegar ættu peningarnir að koma frá ókominni framtíð. Hljómar fáránlega ég veit. En það er þó sparnaður en ekki bruðl. Það er sparnaður að geta væntanlega komið í veg fyrir að stærstur hluti þess hóps, sem er og mun verða að takast á við þessa röskun á næstunni, þurfi að vera upp á geðheilbrigðis kerfið kominn um ókomna framtíð.
Við þurfum aðhald - en reynum nú að spara í samhengi við ástandið. Það eru eðlilega breyttar áherslur nú þegar þjóðin gengur í gegnum gagngerar breytingar á öllum sínum högum.
Segir sparnaðinn dýrkeyptan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kraftmikill fundur í kvöld - stútfullur af upplýsingum
13.1.2009 | 00:06
Erindin í kvöld voru óvenju upplýsandi finnst mér og þá sérstaklega erindi Roberts annars vegar og svo erindi Sigurbjargar hins vegar.
Robert var afar upplýsandi og lausnamiðaður í sínu erindi og var það mér til örvunar. Svarti bletturinn í erindinu hans var líklega bara sá að til þess að hagvöxtur verði aftur hér - og þá fyrr en seinna - er það skilyrði að hér ríki traust efnahagssstjórn. Það er því ljóst að það verður ekki fyrr en búið er að koma ríkjandi flokkum frá, og í raun ekki bara ríkisstjórnarflokkunum heldur þeim öllum. Þetta eru tímar nýrra hugmynda og fólkið krefst þess (að minnsta kosti allt það fólk sem ég hef rætt við síðan fyrir helgina) að hér verði lagt af flokksræði og lýðræðið endurheimt. Endurheimt til þjóðarinnar.
Erindi Herberts var afskaplega vel upp sett og afar hvetjandi. Hann lagði fram í lokin lista með upplýsingum um hluti sem voru framkvæmdir eða ekki framkvæmdir af valdhöfum með spurningunum "Löglegt? Já - Siðlaust? Maður spyr sig" og var salurinn og ég þar á meðal farinn að hreinlega öskra á hann til baka við seinni spurningunni: "JÁ!!!"
Sigurbjörg fær hins vegar titilinn "hugrakkasti ræðumaður kvöldsins" og í raun frá upphafi. Hún tók afar stóran séns í kvöld þegar að hún upplýsti um ýmislegt sem hefur misfarist í stjórnsýslu heilbrigðismála hér á landi frá því í ársbyrjun 2007, og var að segja frá mörgum þessara mála í fyrsta skipti opinberlega. Það er nokkuð ljóst að Guðlaugur Þór mun hafa ansi margar spurningar til þess að flýja á næstu dögum.
Það var síðan afar kómísk viðbót við innlegg Sigurbjargar, þegar ég í bílnum á leið heim ég heyrði í Geir Haarde í útvarpinu hjá Bubba Morthens segja frá því að engar breytingar stæðu til á aðkomu ríkisins að heilbrigðis kerfinu þó að einkaframtakið myndi aukast eitthvað. Það sem Geir sagði hins vegar ekki er sú staðreynd að ef að allir hlutar kerfisins sem mögulega skila einhverju í kassann fara í einkavæðingu til vina flokksins að þá verður það sem eftir stendur landanum enn kostnaðarsama.
Gleðilegt baráttuár enn og aftur kæru lesendur.
Fullur salur í Háskólabíó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óraðsía í rekstri bitnar á lengst af ágætlega reknu Fréttablaði
12.1.2009 | 18:23
Orðið á götunni er að björgun blaðsins á sínum tíma til þess að koma því almennilega af stað hafi kostað aðaleiganda blaðsins vel innan við 100 milljónir. Fyrir vel innan við 100 milljónir, eitthvað nær 50 milljónum jafnvel, gat Jón Ásgeir keypt sér aðgang að dagblaði sem fljótlega varð mest lesna dagblað landsins og þar með gríðarleg áhrif.
En Fréttablaðið sem mjög fljótlega fór að skila afgangi og það jafnvel ágætis hagnaði á tímabili, var sett inn í einhvern hrærigraut fjölmiðla sem fékk nafnið 365. Hrærigraut sem hefur aldrei síðan að mér skilst, náð að skila neinum verulegum eða óverulegum hagnaði.
Þarna var góð viðskiptahugmynd tekin og notuð til þess að borga tapið af pakka sem átti sér litla viðreisnar von. Hefði í raun verið mun heilbriðgara fyrir rekstur ljósvakamiðlanna að fá bara að deyja drottni sínum einhverjir og fara þar með með þann hluta í gegnum heildræna uppstokkun.
Stundum, já undanfarið jafnvel oft, er verið að fórna meiri verðmætum fyrir minni. En nú verður vonandi svona að jafnaði breyting þar á.
Minni svo í lokin á Borgarafundinn í Háskólabíói í kvöld, þessi fundur er drekk hlaðinn af upplýsingum. Sjá nánar á http://www.borgarafundur.org/
Ekkert Fréttablað á sunnudögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég ætla ekki að hafa um þetta mörg orð, nú er einfaldlega okkar að taka ábyrgð, en birti hérna mína uppáhalds framsögu hingað til með Davíði Stefánssyni sem mælti af mikilli einlægni og næmni. Skelli líka inn með samantektar myndbroti til hressingar.
Borgarafundur í Háskólabíói í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framboð til formanns VR - hið besta mál
12.1.2009 | 10:21
Ánægjulegar fréttir hér á ferðinni. Hér er á ferðinni eðlileg beiting lýðræðisins. Því fleiri framboð því betra. Nú er um að gera líka félagar í VR að hvetja fólk til framboðs í stjórnina líka.
Svo væri nú spennandi að fá eina eða tvær konur til formanns framboðsins líka.
Formannsframboð í VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvert er "sögulegt" hlutverk Sjálfstæðisflokksins?
11.1.2009 | 23:58
Stefnuyfirlýsing flokksins er fallegt plagg, endurspeglar þó ekki störf þeirra undanfarin ár.
Ætlað hlutverk flokksins væri að vinna fyrir almenning að betri lífsgæðum og Sjálfstæði. Lífsgæðin fóru svo sannarlega "through the roof" hjá einhverjum hópum á tímabili en ég held að auðvelt sé að efast um sjálfstæðis hlutann nú þegar að fjárhagslegt forræði þjóðarinnar er í höndum AGS eftir vinavæðingar partýið undanfarin ár.
"Sögulegt" hlutverk flokksins fyrir mér er einfaldlega að bláa höndin er búin að ráða hér öllu síðan á tímum þeim er Dana konungur hafði enn vito vald á landanum. Er það ekki orðið nógu langt í "sögulegu" samhengi?
Hættum þessari húsbóndaþjónkun, vinnum saman að því að skapa hér breytt landslag í stjórnmálum og lýðræði landsins.
Brygðist sögulegu hlutverki sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það breytir þó ekki þeirri skoðun minni að Gunnar Páll Pálsson á að sjálfsögðu að segja af sér ekki seinna en strax. Framferði hans er einfaldlega svo gríðarlega langt frá upprunalegum markmiðum verkalýðshreyfingar að mér er það óskiljanlegt að stjórnin skuli styðja hann áfram í starfi. Maður hlýtur að álykta að stjórnin sé bara einfaldlega orðin jafn samdauna völdum lífeyrissjóðsins og fjármála aflanna.
Ég biðst velvirðingar Gunnar Páll, nei annars, hreint ekki. Ég er bara einfaldlega kominn með gríðarlegt óþol fyrir öllu sem túlkast getur vafasamt, hvað þá hlutum eins og framferði þínu þar sem sekt þín liggur fyrir.
Burt með þetta hörmulega ónýta siðferði í kerfinu okkar allsstaðar. Þetta hljómar ógnvænlega, nánast eins og á tímum Spænska rannsóknarréttarins, en það er bara einfaldlega kominn tími á að taka til.
Sömu öflin, já ég segi sömu öflin eru búin að stjórna hér einfaldlega allt allt of lengi. Bláa höndin og hennar fylgismenn hafa stýrt nánast öllu hérna síðan upp úr 1850. Er ekki nóg komið?
Skoða örlán til VR-fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |