Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hagsmunasamtök Heimilanna - frábært framtak hér á ferð

Sat í kvöld stofnfund samtakanna. Hér er á ferðinni hugmynd sem er í raun alveg bráðmerkilegt að hafi ekki komið fram áður, samtök sem hafa það meginmarkmið að starfa eingöngu að hagsmunum heimilanna. Kannski slík samtök hafi ekki komið fram áður vegna þess að landinn hélt upp til hópa að það væri eitt af hlutverkum ríkisins, hver veit.

Ég hef þá trú að samtök sem þessi geti haft veruleg áhrif í samfélaginu og er þeim lítið til fyrirstöðu ef næst að mynda samtaka mátt þarna. Ég vil því hvetja alla sem detta hér inn til þess að fara inn á síðu samtakanna http://www.heimilin.is og skrá sig í samtökin. Allir sem vilja hag heimilanna meiri geta orðið félagar og félagsgjöld eru engin. Skelltu þér á netið og skráðu þig strax, hér eru komin fram samtök sem ætla að einbeita sér að því að reyna að verja hagsmuni okkar allra.

Sjá má myndbrot frá fundinum í kvöld hér: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456851/2009/01/15/3


mbl.is Stofnfundur Samtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 milljarðar af meðvirkni?

 Það er svo skrítið að maður er orðinn svo samdauna öllum þessum tölum eða upphæðum að ég sé ekki að 100 milljarðar dugi langt í hítina. Ekki nema jú að þessum peningum yrði dælt beint í framkvæmdir til þess að styrkja atvinnulífið. Þar myndu margföldunaráhrifin fyrst og fremst telja.

Eftir því sem að ég hef heyrt haft eftir fjölda erlendra aðila að þá er víst þröskuldurinn sem stendur í vegi fyrir almennri aðstoð frá nágrannaríkjum okkar fyrst og fremst að enn eru sömu aðilar við stjórn hér heima og stýrðu okkur í hrunið. Af hverju ætti einhver að trúa því að peningunum verði betur varið að þessu sinni?


mbl.is Svíar vilja lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Frumvarp til laga um ábyrgðarmenn bara fjölmiðlasirkus?? Er enn bara verið að blekkja okkur?

Það eru ýmsar táknmyndirnar sem blasa við okkur um bæinn í dag. Lúxusjeppar sem ekki er til fyrir bensíni á, hvað þá afborguninni. Risabyggingar sem aðeins að litlum hluta eru eða munu fara í notkun á komandi árum.

En sorglegast finnst mér að stór hluti af öllum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar virðast aðeins vera hluti af blekkingarvef til þess að kaupa tíma, líklega í þeirri von að okkur muni renna reiðin. Ólíkt því sem hefð er fyrir, þar sem þjóðin gleymir gjarnan afar hratt, að þá erum við minnt á það núna að minnsta kosti mánaðarlega hver staða heimilanna er og hún er ekkert að verða fegurri, svo mikið er víst.

Þann 6. nóvember síðastliðinn var mikið úr því gert að það skyldi setja lög um takmarkaða ábyrgð ábyrgðarmanna í þeim tilgangi að ábyrgðarmaður myndi ekki missa ofan af sér og fjölskyldu sinni húsnæðið vegna persónulegra ábyrgða. Margir önduðu léttar og héldu að ríkisstjórninni væri raunverulega umhugað um velferð þeirra.

En var það svo? Nei, ég get ekki séð það. Frá því að frumvarpið var lagt fram þann 6. nóvember hefur ekki farið fram um það frekari umræða á Alþingi. Ekki orð!

Hér má sjá frumvarpið eins og það var lagt fram: http://www.althingi.is/altext/136/s/0135.html

Hér má síðan sjá feril þingskjalsins, en eins og sjá má hægra megin á síðunni hefur málið ekki enn verið tekið fyrir í 1. umræðu og er ekki á dagskrá. Sjá ferilinn hér: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=136&mnr=125

Eigum við að treysta þessari ríkisstjórn mikið lengur kæru landsmenn?


mbl.is Táknmynd góðæris eða kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandi vs. Sómalía - hverjum er treystandi?

Þetta eru að sjálfsögðu leiðinlegar fréttir, þó að ég undrist að miðað við það sem kemur fram í fréttinni, margra ára viðskiptasambönd séu einskis virði vegna ástandsins. Ástandið er vægast sagt svart þegar að vinir í viðskiptum treysta ekki lengur viðskiptavinum til margra ára vegna þess að bankinn þeirra er hruninn. Staðreyndin hins vegar sú að á meðan talið er að allt að 80% íslenskra fyrirtækja séu tæknilega gjaldþrota að þá er þetta meira en eðlileg staða. Okkur finnst þetta bara svo sárt og svekkjandi öllum, en þetta er einfaldlega bara fylgifiskur þess að klúðra fjármálunum sínum. Enn sárara hversu margir sem eiga enga sök lenda í þessu líka.

Þá finnst mér áhugavert að sjá hvernig fyrirtækið Creditinfo er að nýta sér ástandið til þess að koma sér enn frekar á framfæri. Augljóst að þar á bæ hafa menn tekið ákvörðun um að nýta sér sóknartækifærin sem fólgin eru í þessum algerlega ömurlegu aðstæðum, en það er jú einu sinni á slíkum aðstæðum sem fyrirtækið þrífst. En hver skyldi eiga það í dag? Creditinfo var að stórum hluta í eigu bankanna, hvað skyldi hafa orðið um þann hlut?


mbl.is Neita að tryggja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill vekja hér athygli á stofnfundi Hagsmunasamtaka Heimilanna

Stofnfundurinn verður í húsnæði Háskólans í Reykjavík í stofu 101 klukkan átta á fimmtudagskvöld.  Sjá nánar á http://www.heimilin.is

Hér er á ferðinni hópur fólks sem ætlar sér að slá skjaldborg um helstu hagsmunamál vel flestra heimila í landinu með fókusinn á húsnæðislánin til að byrja með og tillögur að lausnum þar um.

Fjölmennum í HR annað kvöld.


mbl.is Hagsmunasamtök heimilanna stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta enn eitt vafasama plottið hjá Ólafi Ólafssyni??

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item246234

Ég ítreka það að ég er EKKI í framboði til formanns Framsóknarflokksins

Tel bara rétt að hafa þetta opinbert og alveg á hreinu þar sem að vikulega virðast birtast nýjir aðilar í framboði og það jafnvel aðilar sem hafa aldrei komið nálægt flokknum áður.  Whistling

Velti því alvarlega fyrir mér hvort að það væri raunverulega svo að menn þyrftu ekki að vera flokksmenn Framsóknarflokksins til þess að bjóða sig þar fram. Kíkti á heimasíðu Framsóknar og þar kemur skýrt fram í lögum flokksins í grein 2.7 að það sé ekki hægt.

Þar stendur "Enginn getur gegnt trúnaðarstörfum í stofnunum flokksins eða tekið sæti á framboðslista flokksins til alþingiskosninga án þess að vera félagi í Framsóknarflokknum."

Sigmundur hefur þá væntanlega munað að ganga í flokkinn áður en hann gaf yfirlýsinguna.

En hvað líður yfirlýsingu frá Guðmundi Steingrímssyni??


mbl.is Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðar Framfaraflokkurinn framfarir? - Sturla gagnrýnir aðgengi gömlu flokkanna að peningum

Mitt helsta áhyggju efni þessa dagana (fyrir utan augljósar áhyggjur af því að ríkisstjórnin sitji enn eins og blindfullur unglingur við stýrið) er að í öllu því grasrótarstarfi sem nú er í gangi um allan bæ, verði til fjöldi smákónga, lítil sem engin samstaða og þar með lítill sem enginn árangur.

Það er réttur hvers og eins að bjóða fram og berjast fyrir rétti sínum. En á sama tíma er það nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn vonar helst, það er að allir þessir smá hópar fari fram í sitthvoru lagi og éti mest atkvæði hvor frá öðrum.

Það skiptir öllu máli núna að við sem þolum ekki við lengur án breytinga, náum samstöðu og berjumst í einni breiðfylkingu. Sundrung og kóngaleikur núna mun ekki skila neinu nema óbreyttu ástandi.

Sturla nefnir í viðtalinu að hann hafi aðgang að sjóðum þingflokkana til þess að kosta framboð. Ég er hræddur um að hann verði að lesa sér til um málið betur. Eins og málið er núna undir stjórn alræðisins sem nú ríkir að þá fær enginn krónu þaðan nema að sá flokkur hafi hlotið ákveðið lágmarks fylgi við kosningar. Fram að kosningum þurfa ný framboð að kosta allt sjálf og veðsetja sig og sína væntanlega í ferlinu. Nái þau svo ekki tilskildum árangri sitja framboðin eftir með allan kostnaðinn á eigin ábyrgð. Samkvæmt ábendingu Sturla hér í athugasemd mislas ég fréttina. Hann er einmitt að benda á þessa staðreynd sem Ómar Ragnarsson og fleiri hafa gagnrýnt svo mjög. Ný framboð koma að mjög ójafnri stöðu. Persónulega hugnast mér það vel að flokkar hafi ekki aðgengi að opinberu fjármagni til framboðs, ég vill bara að það sama eigi við um alla flokka - ekki bara ný framboð.


mbl.is Þjóðfélagið er fjölskyldan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt hvernig erjur geta dregið fram það versta í manninum - og það út af engu

Ég vann í nokkur ár sem sölumaður fasteigna. Það starf hentaði mér síður en mörg önnur sölustörf sem að ég hef unnið vegna margra þátta. En verst af öllu fannst mér að upplifa í því starfi aftur og aftur hvernig "gott og heiðarlegt" fólk gat gjörsamlega umturnast í einhver dýr rekin áfram af eðlishvötum og græðgi út af minnsta tilefni. Mér þótti það jafn leiðinlegt þegar að kom fyrir að tilefnið var jafnvel verulegt, en það sveið samt ekki eins og það að sjá fólk algjörlega fara hamförum frammi fyrir mökum sínum, fasteignasala og hinum aðilum samnings út af einhverju jafn smávægilegu og til dæmis biluðum gufugleypi.

Mjög sorglegt. Jafn sorglegt er að sjá góða vini til margra ára og áratuga breytast í svipuð dýr við skilnað.

Þessi frétt finnst mér hins vegar meira jaðra við algeran fáránleika tilverunnar....


mbl.is Nágrannaerjur vegna jólatrés
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munurinn á húsnæðislánum og bílalánum í erlendri mynt

Munurinn er mestur sá að fólk þarf almennt ekki nauðsynlega að skipta jafn títt um húsnæði eins og bíl og húsnæðið með tímanum mun ná aftur láninu að verðmæti.

Það sem er hrofið í bílalánin er hins vegar í raun bara horfið. Ég til dæmis er með atvinnutæku sem er á erlendu láni. Upphaflegt lán var um 3,7 milljónir og tækið var á um 4,6 milljónir. Þegar best lét var ég búin að greiða lánið niður í um 3 milljónir.

Núna hins vegar er tækið metið á um 3 milljónir og að auki nánast engar líkur á að það seljist þar sem markaðurinn er frosinn. Lánið síðast þegar að ég kíkti var komið í um 7 milljónir. Þetta eru sveiflur sem svona lítill rekstur eins og við hjúin erum með ræður bara afskaplega erfiðlega við. Að auki er nú svo komið að ef ég endurnýja ekki tækið, sem er stór jeppi til fólksflutninga í ferðaþjónustu, þá er hann orðinn of gamall til þess að eiga góða möguleika á því að komast að í vinnu. Þetta er staða sem fjölmargir aðilar eru í í dag.

Ég er ekki að segja frá þessu hérna til þess að vorkenna mér eitthvað. Mig langaði bara að skýra hvernig staðan getur verið hjá mörgum. Ég, eins og svo margir, er búin að tapa rúmlega innkomunni af tækinu á jafn löngum tíma og ég hef rekið það og mun nú væntanlega ekki losna við það og hef á sama tíma ekki möguleika á því að hafa á það tekjur.

Þetta er að sjálfsögðu staða sem þarf að finna á raunverulega lausn fyrir sérstaklega rekstraraðila. Öll getum við jú búið áfram í húsunum okkar, og verðmætin ekki endilega töpuð alveg þar. Í báðum tilfellum snýst þetta að sjálfsögðu að hluta til um að geta greitt af þessu mánaðarlega, en í öðru tilfellinu eru verðmætin örugglega farin nú þegar. Í hinu tilfellinu, með húsnæðislánin, er nánast öruggt að stæstur hluti lántakanda mun ekki geta greitt af þeim nema hluta af mánaðarlegum afborgunum.

En hver gæti lausnin verið?

Varðandi bílalánin þá er ljóst að allir aðilar samnings eru að tapa eins og staðan er núna. Líklegast er að fjármögnunarfyrirtækin muni bjóða fólki lengdan lánstíma til þess að lækka mánaðarlega greiðslu. Það er hins vegar lítil lausn þar sem að það mun hækka gríðarlega endanlega greiðslu. Vaxtavextirnir hafa svo gríðarleg áhrif og með þessari lausn munu fjármögnunarfyrirtækin á endanum hafa ágætis rentu af samningnum. Lausnin verður að koma í einhverri millileið, þar sem að samningar eru til dæmis bæði lengdir og lækkaðir að hluta. Að báðir aðilar þurfi að taka á sig einhvern hluta áhættunnar. Eðlilega gat enginn séð fyrir þessa katastrófíu, þ.e.a.s. ekki við leikmenn og ráðamenn virðast hafa kosið að hunsa algerlega þau varúðarráð sem þeir fengu.

Það er hins vegar ekki sanngjörn lausn að ætla öðrum í samfélaginu að greiða mínar skuldir og því ósanngjarnt að ríkið greiði. Við erum jú ríkið.


mbl.is Ganga ekki að frystingu vísri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband