Geir Haarde er grínari - verst að hann vinni ekki við það bara

Geir hefði betur mætt á Borgarafundinn og hlustað á erindi Roberts Wade, þá gerði hann sér grein fyrir hversu hrapalega asnaleg þessi yfirlýsing hans er og úr samhengi við orð Roberts Wade. Robert Wade lagði þvert á móti á það sterka áherslu á fundinum að hrunið hefði orðið á Íslandi þó að ekki hefði komið til alþjóðleg fjármálakreppa. Robert Wade nefndi líka hversu hjákátlegur Pétur Blöndal hefði hljómað fyrir norrænum ráðherrum þegar að hann, formaður efnahags- og skattanefndar, hélt því fram við þá að á lista yfir 12 atriði sem hefðu farið úrskeiðis, væru 8 atriði þar sem við værum bara fórnarlömb. Hjákátlegt með meiru og afar hrokafullt.

Geir hins vegar grípur hér til tækni sem eflaust er kennd í stjórnmálaskóla Sjálfstæðismanna. "Taktu orð annarra og gerðu þau að þínum." Geir grípur þetta á lofti, breytir áherslum aðeins og heldur því fram að Wade sé sammála sér.

Wade þessi er hins vegar sami maður og Geir árið 2007 talaði um sem síst betri pappír en hasarblaðamennina á DV, þegar að Wade skrifaði stóra grein í Financial Times og reyndi að vara okkur kröftulega við. Svo kröftuglega að meira að segja háttsettur aðili hjá AGS þakkaði honum sérstaklega fyrir að koma þessu svona hreinskilningslega á framfæri.

Þá vill Geir meina að stærð bankanna hafi verið bönkunum að kenna. Við getum nú flest hlegið að því eftir einhver ár, akkúrat núna finnst mér þessi yfirlýsing hans lýsa fádæma fáfræði og algeru getuleysi til þess að axla ábyrgð. Það var algerlega óhæft eftirlit og reglugerð sem er við að sakast.

Tími atvinnupólitíkusa er liðinn á Íslandi. Nú er kominn tími heiðarleika og opinna samskipta. Núverandi drumbar, allir sem einn sem sitja á Alþingi, munu eiga erfitt með að læra nýja siði. Það er því einfaldast að bara víkja þeim frá öllum með tölu.


mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já hann var góður í skaupinu

Ómar Ingi, 13.1.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Á ekki örugglega að kjósa fyndnasta mann ársins 2009. Geir er sjálfkjörinn og það þarf varla að bíða lengur.

Hansína Hafsteinsdóttir, 13.1.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband