Hluti okkar eigin ábyrgðar

Já, það getur enginn sagt að við höfum ekki tekið þátt og mörg okkar, þar á meðal ég, í vandræðum vegna erlendra lána. Þetta er hins vegar ekki tækifærið til þess að taka á okkur sökina. Nei.

Það er búið að sýna fram á það að í heildarútllánum bankanna árið 2007 var til að mynda okkar hlutur, heimilanna, ekki nema 9%. Við höfum vissulega lifað í ráðaleysi fjárhagslega en það er afar ýkt að ætla að við höfum átt stóran þátt í hruninu.

Við berum hins vegar stærsta ábyrgð að mínu mati í því að hafa hlustað á þennan fréttaflutning árum saman án þess að nokkurs staðar staldra við og reyna að skilja eða fá upplýsingar um hvað væri raunverulega í gangi. Nei, við meira að segja kusum svo aftur yfir okkur árið 2007 stærstan hluta þeirra ráðamanna sem að höfðu þegar sýnt fram á getuleysi sitt við að vernda okkur og fylgja eftir eftirliti.

Nú er það okkar ábyrgð að gera eitthvað í málinu og ég ætla mér að taka virkan þátt í því. Hvað með þig?


mbl.is 30% með bílalán í erlendri mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Vandinn er sá Baldvin að þið sem tókuð persónulega áhættu (og sumir vilja segja tókuð þátt í sukkinu) berið ekki bara hitann og þungann af ykkar eigin mistökum heldur einnig af því sem auðmennirnir gerðu rangt (sem virðist vera meira og minna allt). En þið (og við sem ekki tókum erlend lán eða bílamyntkörfulán eða yfir höfðu nokkur einustu lán) þurfið að borga fyrir þeirra mistök á meðan þeir fá sitt sukk afskrifað og sitja eftir með gróðann á erlendum bankareikningum og lifa í vellystingum. Þetta er stóra stóra stóra málið í þessu öllu saman! OG ekki er það flókið!

Þór Jóhannesson, 13.1.2009 kl. 17:15

2 identicon

Ágætir punktar hjá Þór og fín hugleiðing Baldvin. Þetta sýnir hvað við, sem manneskjur, erum afskaplega takmörkuð þegar kemur að heilbrigði skynsemi og sjálfstæðri hugsun. Þess vegna er máttur markaðsfræðinnar eða auglýsingahluti hennar svo sterkur.  Við trúm blint og látum glepjast.  Ég er til, en getur þú samt útskýrt betur Baldvin hvernig þú ætlar að beita þér á virkan hátt?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 19:44

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þrátt fyrir lítinn hlut af heildarhruninu margfölduðust skuldir heimilanna á "góðæristímanum." Ég kann ekki tölu á þeim sem sögðu við mig að þeir hefðu grætt 2-3 milljónir á því að kaupa 4-6 miljón króna pallbíla á lánum, - í raun alltof stóra, dýra og viðhaldsfreka bíla með sama hugarfarinu og hér í gamla daga þegar menn drukku sér til óbóta í utanlandsferðum af því að vínið var svo ódýrt og þeir græddu svo mikið !

Niðurstaða mín af því hverjir beri mesti ábyrgðina af því þegar annars vegar sovétþjóðfélag hrynur og hins vegar hömlulaust markaðsþjóðfélag er sú að hvorugt kerfið tók tillit til mannlegs eðlis og þess vegna er ábyrgðin þeirra sem sköpuðu leikreglur og umhverfi.

Þeir sem buðu þjóðinni upp á útsölu á vörum með alltof hárri skráningu gengis krónunnar og sugu jafnframt fjármagn inn í landið og hvöttu til lána, þeir bera meginábyrgðina á því hvernig fór.

Ómar Ragnarsson, 13.1.2009 kl. 20:20

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Lántaka Þór er vissulega alltaf áhættusöm, en í mínu tilfelli er ég með erlent lán á atvinnutæki og hafa allar aðstæður breyst gríðarlega frá því að viðskiptaáætlunin um rekstur þess tækis voru gerðar. Ég geri mér hins vegar vel grein fyrir minni sök og var tilgangurinn ekki að ræða það sérstaklega. Gallinn er eins og þú bendir á sá, að við öll í samfélaginu gerðum áætlanir byggðar á upplýsingum frá einmitt þessum sömu aðilum og keyrðu svo samfélagið í hrun. Sömu aðilum og tóku stöðu gegn krónunni meðan að þeir seldu fólki erlend lán.

Einar, sendu mér bara línu á baddiblue@gmail.com  Hugmyndirnar koma allar fram í dagsljósið fljótlega, ef þú sendir mér línu leyfi ég þér að fylgjast með. Mæli einnig með að fylgjast vel með á laugardaginn komandi á Austurvelli.

Baldvin Jónsson, 13.1.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband