Æstur múgur og skríll styður ekki málstaðinn!!! - Fáið útrás fyrir annarleg heit ykkar annarsstaðar

Mér sárnar það óskaplega að vakna við fréttir af því að múgur hafi veist að lögreglu og meira að segja grýtt lögreglu með gangstéttarhellum!?!

Hvað standið þið fyrir? Hverju eruð þið að berjast fyrir? Þið eruð ekki að berjast fyrir þjóðina, þið eruð ekki að bæta okkar málsstað með þessari glæpahegðun. Ég og við þurfum alls ekki á ykkur að halda og værum mun sterkari ÁN ykkar.

Þetta er algerlega óþolandi ástand og mér finnst mikil synd að hafa farið heim í bælið upp úr miðnætti eftir nokkrar svefnlausar nætur undanfarið. Ég hefði viljað vera á staðnum til þess að reyna að halda aga á hópnum eða ganga á milli. Við grýtum ekki lögreglumenn með gangstéttarhellum og eiga þeir sem það gera að sæta fangelsisvist til lengri tíma. Ég er reiður hreinlega, það er í einni hendingu hægt að rífa niður allt það starf sem farið hefur fram hingað til með þessari skrílshegðun.

Ég var við Stjórnarráðið í dag. Geir Haarde var í engu ógnað líkamlega, en við gerðum að honum hróp og kröfðumst svara. Það er algerlega eðlileg krafa. Það var ástand sem hefði hæglega getað farið úr böndunum en gerði ekki og ég var afar ánægður með það. Geir sagði að þetta hefði verið "óþægilegt". Ég myndi kannski finna aðeins til með honum ef manngarmurinn væri ekki við það að setja restina af samfélaginu á götuna beint á eftir bankavinum hans.

Það er í lagi að gera hróp að ráðamönnum að mínu viti. Við erum reið og eigum rétt á að koma okkar málstað á framfæri. EN við erum EKKI ofbeldisfólk og ég mun aldrei styðja það að það verði framhald á uppákomum eins og urðu greinilega í nótt.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Ég var svosem ekki staddur á vettvangi, en miðað við þessa frétt þá get ég ekki betur séð en að steinkastið hafi hafist _eftir_ að táragasi hafi verið beitt.

Svo er líka spurning, hvað á að gera þegar 15. friðsamleg mótmæli í röð hafa engin áhrif?

Samúel Úlfur Þór, 22.1.2009 kl. 09:38

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þá á að halda áfram að mótmæla friðsamlega Samúel Úlfur Þór, það er bara þannig. Á sama tíma beitum við svo okkur pólitískt á mörgum sviðum. Þrýstum og og stofnum ný öfl.

Baldvin Jónsson, 22.1.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Hjartanlega sammála þér Baldvin.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 10:01

4 identicon

ég er einnig sammála það er algjörlega ótækt að vera með þessi skrílslæti sem leiða af sér ofbeldi og í öllu þessu sér maður líka vel hversu virðingarleysið er algjört gagnvart lögreglunni, mér finnst ekki lengur að þetta snúist um mómæli heldur að vera í stríði við lögregluna.

snjolaug (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:21

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Manni er bara illt í hjartanu. Þetta er ekki það sem maður vill byggja Nýja Ísland á.

Appelsínugulur litur er góð hugmynd. Þá er hægt að auðkenna þá sem vilja mótmæla til að krefjast í alvöru betra samfélags en ekki ofbeldisfullt stjórnleysi.

Við sem ekki komumst á Austurvöll erum mörg hver með ykkur í huganum og fylgjumst með. Baldvin: Áfram Ísland, með friði

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:47

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Við verðum að fá að vita hvað kom fyrst, gasið eða hellurnar. Er þó sammála að reiðin á ekki að beinast að löggunni. Hún er í jafn djúpum og við öll. Kannski ef hún gengur í lið með mótmælendum að eitthvað fallegt fari að gerast.

Get þó ekki sagt að ég sé hissa á þessu. Eftir 15 friðsamleg mótmæli kemur ekkert nema hroki úr Stjórnarráðinu. Þetta hlaut að gerast.

Villi Asgeirsson, 22.1.2009 kl. 10:47

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

af fréttum að dæma var búið að vera að kasta í lögregluna og það var ráðista á hana beint þegar hún var að sinna skyldu sinni, áður en gasið kom.

Fannar frá Rifi, 22.1.2009 kl. 11:28

8 identicon

Baldvin,

Ég hafði skrifað um ofanvert um daginn.  Ég sagði að ég væri ósammála að það væri í lagi að æpa að Geir og öðru fólki.  Nú finn ég ekki athugasemdina.  Eyddirðu henni kannski?

EE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:47

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nei EE, ég skrifaði þann daginn sömu færsluna við fleiri fréttir líka. Mér var það mikið niðri fyrir þann daginn virðist vera.

Sérð það hér: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/779277/#comments

Baldvin Jónsson, 24.1.2009 kl. 11:20

10 identicon

Ok, ok, takk fyrir það.

EE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband