Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Mætum ÖLL á Austurvöll með eitthvað appelsínugult í dag - táknræn aðgerð gegn ofbeldi

http://www.facebook.com/group.php?gid=64832322664&ref=mf

Ég ætla að mæta í dag með appelsínugulan borða á upphandlegg, tek nokkra aukalega með mér líka.

Ertu með?


mbl.is Allt með kyrrum kjörum við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æstur múgur og skríll styður ekki málstaðinn!!! - Fáið útrás fyrir annarleg heit ykkar annarsstaðar

Mér sárnar það óskaplega að vakna við fréttir af því að múgur hafi veist að lögreglu og meira að segja grýtt lögreglu með gangstéttarhellum!?!

Hvað standið þið fyrir? Hverju eruð þið að berjast fyrir? Þið eruð ekki að berjast fyrir þjóðina, þið eruð ekki að bæta okkar málsstað með þessari glæpahegðun. Ég og við þurfum alls ekki á ykkur að halda og værum mun sterkari ÁN ykkar.

Þetta er algerlega óþolandi ástand og mér finnst mikil synd að hafa farið heim í bælið upp úr miðnætti eftir nokkrar svefnlausar nætur undanfarið. Ég hefði viljað vera á staðnum til þess að reyna að halda aga á hópnum eða ganga á milli. Við grýtum ekki lögreglumenn með gangstéttarhellum og eiga þeir sem það gera að sæta fangelsisvist til lengri tíma. Ég er reiður hreinlega, það er í einni hendingu hægt að rífa niður allt það starf sem farið hefur fram hingað til með þessari skrílshegðun.

Ég var við Stjórnarráðið í dag. Geir Haarde var í engu ógnað líkamlega, en við gerðum að honum hróp og kröfðumst svara. Það er algerlega eðlileg krafa. Það var ástand sem hefði hæglega getað farið úr böndunum en gerði ekki og ég var afar ánægður með það. Geir sagði að þetta hefði verið "óþægilegt". Ég myndi kannski finna aðeins til með honum ef manngarmurinn væri ekki við það að setja restina af samfélaginu á götuna beint á eftir bankavinum hans.

Það er í lagi að gera hróp að ráðamönnum að mínu viti. Við erum reið og eigum rétt á að koma okkar málstað á framfæri. EN við erum EKKI ofbeldisfólk og ég mun aldrei styðja það að það verði framhald á uppákomum eins og urðu greinilega í nótt.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æstur múgur og skríll styður ekki málstaðinn!!! - Fáið útrás fyrir annarleg heit ykkar annarsstaðar

Mér sárnar það óskaplega að vakna við fréttir af því að múgur hafi veist að lögreglu og meira að segja grýtt lögreglu með gangstéttarhellum!?!

Hvað standið þið fyrir? Hverju eruð þið að berjast fyrir? Þið eruð ekki að berjast fyrir þjóðina, þið eruð ekki að bæta okkar málsstað með þessari glæpahegðun. Ég og við þurfum alls ekki á ykkur að halda og værum mun sterkari ÁN ykkar.

Þetta er algerlega óþolandi ástand og mér finnst mikil synd að hafa farið heim í bælið upp úr miðnætti eftir nokkrar svefnlausar nætur undanfarið. Ég hefði viljað vera á staðnum til þess að reyna að halda aga á hópnum eða ganga á milli. Við grýtum ekki lögreglumenn með gangstéttarhellum og eiga þeir sem það gera að sæta fangelsisvist til lengri tíma. Ég er reiður hreinlega, það er í einni hendingu hægt að rífa niður allt það starf sem farið hefur fram hingað til með þessari skrílshegðun.

Ég var við Stjórnarráðið í dag. Geir Haarde var í engu ógnað líkamlega, en við gerðum að honum hróp og kröfðumst svara. Það er algerlega eðlileg krafa. Það var ástand sem hefði hæglega getað farið úr böndunum en gerði ekki og ég var afar ánægður með það. Geir sagði að þetta hefði verið "óþægilegt". Ég myndi kannski finna aðeins til með honum ef manngarmurinn væri ekki við það að setja restina af samfélaginu á götuna beint á eftir bankavinum hans.

Það er í lagi að gera hróp að ráðamönnum að mínu viti. Við erum reið og eigum rétt á að koma okkar málstað á framfæri. EN við erum EKKI ofbeldisfólk og ég mun aldrei styðja það að það verði framhald á uppákomum eins og urðu greinilega í nótt.


mbl.is Tveir lögreglumenn slasaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var þarna - sá ekki EINN einasta stein fljúga

Það flaug þarna mikið af eggjum og snjóboltum og piparúðun frá lögreglunni brást fólkið við með því að hella AB mjólk á þá til baka (líklega hollari en skyr eða hvað?) en ég sá ekki einn einasta stein fljúga.

Málið er alveg nógu erfitt viðfangs í þessum samskiptum þó að lögreglustjóri espi ekki þennan skrílshluta mótmælanna meira upp en orðið er, með því að ljúga upp á þau.

En já, ég segi skrílshluta því að þessi hópur sem varð eftir í gærkvöldi og fram á nótt og hafði sig sem mest í frammi var greinilega ekki að berjast fyrir bættu lýðræði og auknu réttlæti. Þetta var hluti þess hóps sem er einfaldlega að nýta sér ástandið til þess að fá útrás fyrir einhverjar annarlegar hvatir, vanlíðan og sjúkleika.

Í guðanna bænum skráið ykkur bara í sálgæslu og líkamsrækt. Þið eruð ALLS EKKI að hjálpa okkur með þessari framkomu. Það eru allt of miklir hagsmunir undir til þess að athyglin farið ítrekað bara á bruna jólatrjáa og óþarfa ögranir og ógnanir gagnvart lögreglu.

Ég hef reynt að horfa í hina áttina af því að þessi hópur hefur verið afar fámennur, en að grýta lögreglu við störf með gangstéttarhellum, eins og virðist hafa gerst í nótt, er bara einfaldlega algerlega ólíðandi og eiga að liggja við því ströng viðurlög.


mbl.is Brugðust við grjótkasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er enn von - nú er bara að samþykkja líka ályktun um neyðarstjórn og stjórnlagaþing

Samfylkingarfélag Reykjavíkur tel ég nokkuð víst hafa sterk áhrif á ályktanir annarra Samfó félaga á landinu, ég tel ólíklegt að þau muni í meirihluti álykta gegn þessari niðurstöðu og því sé næsta víst að stjórnin sé fallin!!  Stórglæsilegt - áfangasigur án nokkurs vafa.

Nú er bara að ganga skrefinu lengra blessaða Samfó fólk og samþykkja ályktun um að stjórnin eigi að stíga frá ekki seinna en strax og fela hæfum sérfræðingum, teymi innledra og erlendra sérfræðinga helst, stjórn landsins meðan að stjórnlagaþing endurskoðar stjórnarskránna á met tíma.

Lýðræðið skal endurheimt núna - það er nú eða aldrei!!  Gleðilega hátíð.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir, landið ER stjórnlaust - það mun ekki versna við það að þú stigir frá

Þetta er þvaður og fyrirsláttur hjá sitjandi forsætisráðherra, landið ER stjórnlaust og bólar ekkert á neinum hugmyndum um úrbætur frá Geir og félögum. Hvað getur mögulega versnað meira en útlit er fyrir nú þegar Geir?

Við verðum að fá þetta fólk frá strax, við verðum að setja neyðarstjórn sérfræðinga meðan að næsta stjórn gerir afar nauðsynlegar úrbætur á stjórnarskránni til þess að endurheimta lýðræðið.

Kæru landar, látum ekki pólitískt þvaður villa okkur sýn frekar en orðið er, nú er kominn tími úrbóta!!


mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mögulegt að ráðamenn hafi loksins vaknað upp við raunveruleika stöðunnar? Þingfrestun = Stjórnarslit?

Það er smá vonarglæta í brjósti mínu gagnvart því að mögulega hafi þingheimur í gær gert sér loks grein fyrir alvarleika málsins. 70% þjóðarinnar er á móti þessari ríkisstjórn og mörg okkar sýndu það í verki í gær. En sú von nær því miður ekki til Geirs Haarde, Þorgarðar Katrínar, Árna Matt o.s.frv. Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokks virðast upp til hópa fastir í þykkri skel afneitunar.

Nú er svo komið að við höfum ákveðið að mótmælin munu standa áfram þangað til að ríkisstjórnin slítur samstarfi sínu og boðar til kosninga.

Þó að þingfundi sé frestað er um að gera að sýna þeim áfram að okkur er fúlasta alvara - við látum ekki misbjóða okkur lengur. Endilega komið öll í bæinn, höldum gleðinni áfram. Gleðinni sem er fólgin í að finna samstöðuna og samkenndina með náunganum.


mbl.is Þingfundur fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skríll eða þjóðin?

Ég var á Austurvelli stóran hluta dagsins í gær og langt fram á nótt. Það sem gerðist í gær var einhvern veginn þannig að einhver tók tappann úr og öll orkan sem búin er að safnast upp hjá fólki fékk útrás. Orkan fékk hins vegar almennt ekki útrás í skrílslátum heldur samstöðu, söng, trommuslætti, dansi og afar sterkri samkennd.

Og nú er allt útlit fyrir að þetta verði daglegt brauð þangað til að ríkisstjórnin samþykkir að boða formlega til kosninga.

Það voru stundarkorn í gær þar sem að ég horfði á einstakling stíga yfir línuna og gera hluti sem að við eigum einfaldlega ekki að gera og það hryggði mig. Ekki bara vegna þeirra einstaklinga, heldur fyrst og fremst vegna þess að ég veit að þessir einstaklingar verða aðalfréttaefnið þegar svona stendur yfir.

Hér er ég að tala um atvik þar sem reiðir "krakkar" á ýmsum aldri misstu sig í að ögra lögreglunni, sem að mestu var bara að sinna starfi sínu - þó lögreglan hafi á sama tíma verið einu tilfelli ofbeldis sem að ég varð vitni að í gær. Sérstaklega þar sem að hún tók að sprauta eiturúða yfir fólk sem stóð í friði og trommaði í Alþingisgarðinum, í friði og ró. Það gerði mig og mikið af venjulegu jarðbundnu fólki afar reitt í gær.

Og atvik þegar leið á nóttina þegar lítill hluti hópsins fékk þá skyndilegu þráhyggju hugmynd að tréð yrði að brenna. Ekki það að tréð sem slíkt skipti einhverju máli - því hefði líklega verið hent á allra næstu dögum og aðgerðin sparaði borginni förgunina - heldur vegna þess að svona aðgerðir verða ítrekað miðpunktur fréttaflutnings.

Því bið ég þig kæra þjóð - stattu með mér - mótmæltu eins og þú getur áorkað, láttu heyra í þér - en hegðaður þér eins og til er ætlast í siðmenntuðu samfélagi. Viljirðu hjálpa til þá þarf að láta af skrílslátunum og taka stöðu saman með framkomu sem er hafin yfir gagnrýni. Það er að segja almenna gagnrýni - það verður alltaf fólk sem bara gagnrýnir allt - sérstaklega sé það gert á hlut Sjálftökuflokksins.

En ég endurtek - kæra þjóð stöndum saman á Austurvelli í dag. Það er eðlileg yfirveguð lýðræðisleg krafa að kosningar verði boðaðar sem fyrst.


mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirring Sjálfstæðismanna er alger orðin

Þorgerður Katrín segir: 

Hún segir að stjórnvöld verði að sýna því skilning hverju sé verið að mótmæla. Margir séu eðlilega óöruggir við núverandi aðstæður, t.d. varðandi atvinnu- og efnahagsmál. „Maður sýnir því skilning. En um leið þá gerir maður þá kröfu að þeir sem hafa hátt um lýðræði og kjarna lýðræðisins verði að bera virðingu fyrir stofnunum lýðræðisins. Þar er Alþingi, löggjafarvaldið, algjört lykilatriði,“ segir hún.

Virðingin okkar nær mun lengra tel ég öruggt en virðing ríkisstjórnarinnar á Alþingi og störfum Alþingis. Virðingin mín nær svo langt að ég vill raunverulega að þar starfi fólk sem hefur hag þjóðarinnar í hug við störf sín, fólk sem hefur UMBOÐ þjóðarinnar til þeirra starfa.

Það umboð hefur verið afturkallað, það er búið að segja því upp!

20. janúar 2008 var dagur 1 í hinum raunverulegu mótmælum. Sjáumst á Austurvelli upp úr hádeginu.


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að frysta allt og rannsaka gömlu bankana í hvelli!!

Þessi samantekt af "grunsemdum" fer nú að verða ansi skelfileg.

Í mjög fljótu bragði eru strax 4 atriði sem mér detta í hug sem verður að fara ítarlega í í einum grænum hvelli. Það má ekki bíða þar til að búið er að fela allt.

1. Að lána erlend lán til viðskiptavina og taka á sama tíma stöðu gegn krónunni.
    Hér er meira að segja líklegt að þeir hafi í raun lánað sínar íslensku krónur og að þeir hafi því líka
    grætt yfir 200% á gengismuninum, það er að segja á meðan að þeir áttu lánin og fólk borgaði.
    Þetta verður að rannsaka ítarlega - sé mælanlegt fylgi með stöðutökunni er hér mögulegt saknæmi.

2. Millibankalán með skuldabréfaútgáfu á Íslandi til þess að búa sér til eigið fé. Það virkar ca. þannig að  
    stór banki A selur litlum banka B (t.d. VBS, SPRON, Icebank o.s.frv.) kannski 10 Ma. skuldabréf. Litli
    bankinn tekur 10 Ma. króna lán hjá Seðlabankanum og leggur skuldabréfið á móti sem veð. Síðan
    notar litli bankinn þá peninga til þess að greiða stóra bankanum upphaflega skuldabréfið og stóri
    bankinn er nú kominn með 10 Ma. í reiðufé til reksturs, fjárfesting, útlána eða hvers annars sem er.
    Þannig má segja að fjármálafyrirtækin hafi með einhversskonar hringamyndun byggt kerfi þar sem
    að Seðlabankinn útvegaði þeim stóran hluta þess reiðufés sem þeir þau þörfnuðust.

3. Gríðarleg skuldabréfaútgáfa og millifærsla á fé frá Bretlandi dagana fyrir hrun.
    Líklega í kringum 100 Ma. sem að Kaupþing sem dæmi er grunað um að hafa komið út úr Bretlandi á
    reikninga í bankaparadís einhversstaðar. (Í raun ekkert skrítið að Bretar brugðust svo harkalega við).

4. Og núna þegar allt hrynur koma skyndilega þessir stóru fjárfestar (lesist fjárglæframenn) með fé, sem
    enginn virðist vita hvaðan kemur eða geta gert grein fyrir, og kaupa það sem þeir rústuðu hérna - en
    nú á brunaútsölu.

Hvað þarf mikið til þess að þessir menn séu hundeltir og rannsakaðir?


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband