Appelsínugulir áttu vaktaskipti í kvöld - við óeirðalögregluna !

Frábær appelsínugulur dagur á enda - "skríllinn" lét ekki sjá sig :) Í kvöld gerðust þau undur og stórmerki að við þessi appelsínugulu stilltum upp vegg af fólki framan við óeirðarlögregluna. Skömmu síðar spurði lögreglan að því hvort að þeir ættu ekki bara að draga sig í hlé og við tækjum bara stöðuna við húsið. Það var gert og viti menn, örfáum mínútum síðar var "æsti" hluti krakkanna á svæðinu horfin líka. Það var einfaldlega ekki eftir neinni spennu að sækjast. Yfirvegun fólksins og samstaðan sigraði á nokkrum mínútum það sem að óeirðarsveitir hafa ekki átt roð í í 3 daga.

Ég sá þetta svo óskaplega skýrt í gær þegar að drengurinn klifraði upp á svalir Alþingishússins. Fyrir það var engin lögregluþjónn framan við húsið. Eftir að drengurinn fór upp stillti lögreglan upp 4 óeirðarmönnum framan við dyrnar og aðeins örfáum andartökum síðar var æsti hlutinn allur mættur í andlitið á þeim og byrjaður að reyna að espa þá upp. Ég tel þessar óeirðarsveitir lögreglunnar algert taktleysi í okkar litla samfélagi. Borgaralega klæddir eftirlitsaðilar myndu gera mun meira gagn í flestum tilfellum.

Það er einfaldlega mun ódýrara að þrífa bara eggin af húsunum og mögulega skipta um nokkrar rúður, en að hafa þetta stríðs ástand ríkjandi áfram.

Ég vil þó taka fram eins ánægður og ég er með lögregluna og fólkið í kvöld, að það hefur ýmislegt farið verulega úrskeiðis hjá lögreglunni undanfarna daga og mikið til að virðist verið afar fámennur hópur þeirra sem ítrekað hefur misst sig í tilgangslaust ofbeldi. Menn eins og þetta Jón "risi", eins og hann virðist kallaður, ættu einfaldlega ekki að vera aðilar að svona sveit. Hann hefur væntanlega fengið starfið aðeins út á hæð sína og líkamsburði og að virðist gleymst algerlega að taka hann í sálræna prófið. Maðurinn er fauti og á ekki að gegna þessu starfi.

Við ykkur sem að hafið orðið fyrir barðinu á lögreglunni að ósekju vil ég beina þeim orðum að leita vitna og kæra þá hiklaust. Það hefur áhrif.

Við ykkur hin sem að kölluðuð það yfir ykkur að fá lögregluna yfir ykkur vil ég beina þeim orðum að ráðleggja ykkur að finna ykkur betri vettvang fyrir þessa neikvæðu orku alla sem í ykkur býr. Ég man alveg hvernig það er og var sjálfur hættulegur á þeim árum. Nánast eins og villidýr sem var í stöðugri varðstöðu í ofsóknaræði. Drífiði ykkur bara í ræktina eða í að æfa einhverja töff sjálfsvörn. Það er svo gott að fá heilbrigða útrás fyrir þessa orku. Svo er að sjálfsögðu gott líka að hafa einhvern til að tala við Wink

Takk fyrir mig - takk fyrir appelsínugulan dag - dagurinn byrjaði afar illa með fréttum af atvikum síðustu nótt, en endaði í algerum viðsnúningi. Gerið enn betur á morgun og fjölmennið í bæinn. Planið er að vera ekki lengur að en til átta annað kvöld, til þess að fyrirbyggja að okkur verði ruglað saman við djamm liðið sem týnist í bæinn upp úr því.

Góða skemmtun og gangi okkur vel - þetta fer að hafast!

Hér í lokin eru svo nokkrar myndir frá kvöldinu, gamli í svingi á bassatunnunni í um það bil tvo tíma og alveg fingralaus núna Cool

Baddi_bassatunnan746154381_1171589_9481

 

 

 

 

 

 

 

 

n746154381_1171588_8751Baddi_bassatunna2


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þetta er flott Baldvin. Reynum að halda fulla djammliðinu utan við þessi mögnuðu mótmæli.

Sigurður Hrellir, 23.1.2009 kl. 01:22

2 Smámynd: Morten Lange

Hjartanlega til hamingju með þennan árangur !  Þetta hlýtir að  vera aðgerðir í anda Mahatma Gandhi.    Töfff !

Morten Lange, 23.1.2009 kl. 01:24

3 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Vel að verki staðið Baddi, auðvitað var þetta cirkus sem endaði sem betur fer ekki með skelfingu.Ég vona bara að skríllin vaði ekki í það fólk sem er án nokkura varna, það kæmi mér ekkert á óvart eftir ástandið í gær að hann lúskri á hverju sem er, maður er einfaldlega enþá í sjokki eftir þetta í gær.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 23.1.2009 kl. 01:27

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mjög flott innlegg inn í þessa umræðu! og til hamingju með daginn Þið náuð í raun stórum áfangasigri í dag þó meginmarkið hafi því miður ekki náðst. Þið sýnduð fram á það að það er ekki síst það hvernig ríkisstjórnin í hrokafullri afneitun og ósvífinni hundsun stillir vígalegri sérsveit fyrir framan sig sem kallar á reiði og ófrið.

Mótmælendur eru upp til hópa staðfast, sanngjarnt og þroskað fólk sem er að fara fram á réttlæti og lýðræði. Þið sýnduð það svo sannarlega í dag! Það er yndislegt að fá þessa staðfestingu á því

Langar að bæta því við að ég vona að Stefán muni taka eins á þeim starfsmönnum sínum sem hafa orðið uppvísir af því að beita mótmælendur ofbeldi eins og þeim sem beittu hans menn slíku. (Sjá hér)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.1.2009 kl. 01:30

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Frábært.

Með góðu skal illt út reka, eða var það með illu ? höfum það allavega góðu.

hilmar jónsson, 23.1.2009 kl. 01:37

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Frábært. Alveg magnað að þetta skyldi takast. nú þarf maður að finna eitthvað appersínugult

Arinbjörn Kúld, 23.1.2009 kl. 01:58

7 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sammála þér Baldvin og ykkur öllum sem kjósið friðsamleg mótmæli. Langar þó að benda Rakel (ath nr. 5) á að það er ekki markmið okkar allra sem mætum á Austurvöll, að vilja ríkisstjórnina frá. Mörg okkar vilja hana áfram, en erum samt að mótmæla ýmsu sem yfir þjóðina hefur dunið og við hefðum viljað sjá öðruvísi viðbrögð við hjá ríkisstjórninni.

EN ÁFRAM friðsamleg mótmæli, hverju svo sem við erum að mótmæla

Katrín Linda Óskarsdóttir, 23.1.2009 kl. 02:29

8 Smámynd: Þór Jóhannesson

Djöfull að hafa verið farinn rétt áður en þú komst - það er ekkert smá flott að sjá kallinn á tunnunni þarna og svekkjandi að missa af því (eina merkilega sem ég hef misst af í byltingunni ;) ).

Þór Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 02:43

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kreppukall, ég hefði verið mikið til í smá bál í kvöld. Held að það hafi bara verið búinn allur eldsmatur í grenndinni, velti þessu fyrir mér en enginn virtist að minnsta kosti gera eitthvað í málinu.

Hefði verið skemmtileg viðbót við jungle stemminguna

Baldvin Jónsson, 23.1.2009 kl. 02:48

10 identicon

Mæta með nokkrar tunnur næst og kveikja þannig í hita sem er þægilegri en opið bál, myndi lífga upp á stemninguna án þess að hafa jafn ógnvænlegt útlit (og óstjórnlegt, er ekki að treysta opnum bálköstum í miðri byggð).

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 03:06

11 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

takk fyri kvöldið Baddi. Þetta var fallegt. bítið er bara fast í hjartanu mínu.. ég stóð stoltur milli tveggja lögreglumanna tók í spaðann á báðum og mér fannst eins og núna væri allt í lagi. Er reyndar búið að líða þannig í allan dag .. skrítið..

Það búið er að opna á samtal milli mótmælenda og lögreglunnar og þar verður að vera gagnkvæm virðing..þeim er líka mikið létt, búnir að standa í næstum 50 tíma á 3 dögum. 

appelsínugula sleifarbyltingin lifi!

Bylting fólksins!

byltingin okkar! 

Hinrik Þór Svavarsson, 23.1.2009 kl. 04:22

12 identicon

Stendur þig vel frændi! Appelsínugulurknús frá litlu frænku :)

Fríða frænka (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:31

13 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Alveg frábært! Svona eiga mótmælin að vera: mikil stemning, mikill hávaði og engin ofbeldi. Ég hef aldrei fyrr látið mig dreyma áð spila í svo stórri hljómsveit - og það á kökubox.

Úrsúla Jünemann, 23.1.2009 kl. 10:24

14 identicon

Fínt innlegg hjá þér. Mér fannst frábært í gær hversu vel friðarmótmælendurnir breyttu ásýnd mótmælanna. Ég verð þó að viðurkenna að ég saknaði eldsins, finnst endilega að það verði að halda áfram með hann.

Samson Bjarnar Harðarson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:25

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Flottur á trommunum mar!! :D

Heiða B. Heiðars, 23.1.2009 kl. 10:47

16 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir að leggja þitt af mörkum til að mótmælendur fari ekki fram með ofbeldi. Ég held að flestir séu friðsamir aktívistar sem taka þátt í mótmælunum en þetta er bara svo villt ástand að margra tíma sefjun getur kallar fram voðaverk. Sérstaklega ef fólkið fyllist einhvers konar réttmætri reiði t.d. ef lögreglan spreyjar táragasi yfir óbreytta borgara.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.1.2009 kl. 11:00

17 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mótmæli mega hins vegar ekki vera of friðsamlegt. Þau verða að vera þannig að þeim sem mótmælin beinast að telji sér ögrað og hræðist þau, ekki að þetta sé eitthvað sætt og krúttlegt og myndrænt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.1.2009 kl. 11:01

18 Smámynd: Baldvin Jónsson

Salvör, takk fyrir innlitið.

Mótmælin hafa mikil áhrif þó ekki sé nema bara fyrir stöðugt ónæði og truflun.

Þegar að á hverjum degi er hópur fólks fyrir utan vinnustaðinn þinn með hávaða sem truflar öll störf og samræður, hjartsláttur þjóðarinnar, að þá verður ekki fram hjá því horft endalaust.

Jafnvel ekki með þessum helbláa hroka.

Baldvin Jónsson, 23.1.2009 kl. 11:34

19 identicon

Ég sé ekki betur en að venjulegt, óvopnað fólk sé mun betur fallið til þess að halda ofbeldismönnum í skefjum. Það er reyndar ekkert einfalt mál að kæra lögregluna þessa dagana. Svo virðist sem mikill fjöldi lögreglumanna komist upp með að bera ekki númer og þá eru skýrar andlitsmyndir eða framburður fleiri borgaralegra vitna en lögreglufanta, það eina sem hægt er að beita.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:49

20 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nákvæmlega Eva, ógnin er hvatinn að ofbeldi. Lögreglan og aðgerðir hennar hafa vissulega átt stóran þátt.

Margir ómerktir og allir sýnist mér í þessari óeirðarsveit, en þessi títt nefndi Jón risi þekkist nú hvar sem er.

Baldvin Jónsson, 23.1.2009 kl. 12:02

21 identicon

Sæll Baddi

Það er gaman að sjá hvað mótmælin eru að skila sér áleiðis, bæði gagnvart yfirvaldinu og eins gegn ofbeldinu.

Mig langar að benda á eitt atriði mótmælendum til örfunar.

Ég bý útá landi (Akureyri) og þar höfum við gengið okkar mótmæla göngur á hverjum laugardegi og staðið vaktina síðustu kvöld í þessari viku.

Réttlætiskenndin er löngu vöknuð en við atburði síðustu daga hefur gamli rebelinn vaknað í manni og það er ekkert nema "leiðindar" skynsemin sem stoppar mig í að spóla af stað suður og standa vaktina með ykkur í hjarta aðgerðanna. Pointið með þessu innleggi er það að ég efast um að ég sé sá eini sem svona er ástatt fyrir. Með öðrum orðum, það er fullt af fólki útum allt land sem mundi svo gjarnan vilja sína sig (og stækka þannig mótmælenda hópinn) með ykkur niðrí miðbæ en þarf að sinna sínu daglega lífi.

Áfram appelsínugulir :-)

Gunnar Ómarsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:12

22 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er einmitt kjarni málsins, passív nærvera lögreglu skapar stöðugleika, aggressív nærvera skapar óróa og æsing...

Þetta sást glöggt við þjóðleikhúsið.

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband