Vantar virkjun á Vestfjörðum?

Mér finnst það grundavallarspurning áður en byrjað er að biðja um og plana virkjanir fyrir vestan. Í hvað á að nota orkuna og hvaða hagsmunum skilar hún byggðarlaginu?

Ég er meðlimur í Íslandshreyfingunni sem hefur gjarnan verið stillt upp sem umhverfisflokki sem er á móti öllum framförum af andstæðingum hennar. Það er þó fjarri sanni. Íslandshreyfingin hefur aldrei talað um að virkja ekkert meira, en við höfum talað fyrir sjálfbærri nýtingu orkunnar. Ekki virkja bara til þess að virkja, ekki virkja bara fyrir okkar og næstu kynslóð.

Hættum þessari skammsýni, klárum heildrænt skipulag allrar orku landsins og skoðum svo málið. Það þarf ekki að taka langan tíma eða standa í vegi fyrir frekari vexti á öllum landshlutum. Það er hins vegar ábyrgð okkar gagnvart afkomendum okkar.

Nýlegt kerfishrun er einmitt afar góð birtingar mynd á lífstíl sem er ekki sjálfbær. Endurskoðum hegðun okkar og gildi. Nú er tíminn.


mbl.is Vilja skoða stóra virkjun á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eitt virkasta ráðuneyti okkar er afar lítið áberandi og ólaunað þar að auki. Þetta ráðuneyti er Orðhengilsráðuneytið sem ævinlega leysir deilumálin við þjóðina. Þegar deilt er um náttúruröskun vegna álvera þá tekur ráðuneyti þetta af skarið og segir:

"Við erum auðvitað öll náttúruverndarsinnar og finnst svo undur vænt um landið okkar. Við teljum hinsvegar að hér sé verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri!"

Árni Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband