Carsten Valgreen í rannsóknarnefndina

Já, eða bara einhvern erlendan aðila sem að hefur til að bera kunnáttuna og einhvern skilning á íslenska kerfinu fyrir og eftir hrun. Það er bara svo einfalt að í okkar litla samfélagi erum við öll einhvern veginn tengd hvert öðru. Hvernig á einhver Íslendingur að geta verið fyllilega óháður í slíkum störfum.

Það hafa margir bent á þetta, nefndin verður að hafa að minnsta kosti einn aðila, sem þá er í forsvari, sem er ekki fæddur og uppalinn á Íslandi og á ekki íslenska ættingja. Það er eina leiðin.

Á þessum síðustu og verstu þarf að byggja upp trúverðugleika ásamt svo mörgu öðru. Trúverðugleikinn verður ekki til af því að nota okkar eigin aðferðir áfram. Það mun ekki byggja traust annarra þjóða á okkur.

Í dag hitti ég góðan félaga á Austurvelli sem tjáði mér það að í Skandinavíu hefði íslenska Kauphöllin verið brandari, eða að minnsta kosti eitthvað sem Norska og Sænska Kauphöllin gerðu ótt og títt grín að. Allir þar virtust vita að íslenska Kauphöllin var bara lítill einkaklúbbur fárra aðila að mestu, aðila sem nýttu sér þessa leið til þess að ítrekað kaupa og selja sjálfum sér eigin fyrirtæki aftur og aftur. Og það sem meira er, íslenska Kauphöllin var sú eina sem gerði ekki þá kröfu að menn raunverulega ættu peninga á reikningi fyrir þeim viðskiptum sem þeir gerðu tilboð í þann daginn í Kauphöllinni.

Auðvitað er þetta nánast brandari, en skelfilega svartur húmor. Hættum þessu bulli og breytum til. Förum að hegða okkur þannig að bæði við sjálf sem og aðrir geta farið að upplifa trúverðugleika aftur. Það er svo ferlega óþægileg tilfinning að vakna svona eftir partíið og sjá að flest hin löndin vorðast bara einfaldlega hafa "drukkið" svo miklu miklu minna en við.


mbl.is Íslensk stjórnvöld harðlega gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei það eru engar líkur á að við séum fær um að standa sjálf að rannsókn hrunsins. Erlenda aðila þarf til.

Já það var fróðlegt að lesa um hvernig Carsten afhjúpaði gloppurnar í kerfinu hér og dómgreindarleysi ráðamanna.

Óbreytt staða yfirmanna fjármála hér er með öllu óásættanleg.

hilmar jónsson, 11.1.2009 kl. 01:32

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvort íslenska þjóðin geti ekki leitað til einhverrar alþjóðastofnunnar og fengið stóran og reyndan lögfræðingahóp til að rannsaka hringrás íslensks fjármagns frá einkavæðingu bankanna a.m.k.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að mótmælendur eru ekki hysterískir heldurhugrakkir raunsæismenn sem þora að horfast í augu við þann hryllilega grun að bankarnir hafi verið svikamyllur sem dældu krónunni út úr landinu í skjóli ríkisstjórnarinnar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.1.2009 kl. 05:39

3 identicon

Já já.... sko þetta var í apríl 2006..... The Enron Effect..

http://findarticles.com/p/articles/mi_qn4156/is_20060409/ai_n16179446

 Það mátti nú engu muna að lærisveinar Enron á Íslandi eignuðust orkufyrirtækin.... og þá hefði nú orðið ennþá meira fjör!!

Bjartasta vonin (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband