Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Ekki þér Sigmundur Davíð - ég ætla ekki að trúa þér í þessu tilfelli

Valið stendur ekki á milli þess að trúa AGS eða Framsóknarflokknum, það er bara pólitískur blekkingarleikur. Valið stendur á milli þess að gefa ÖLLUM 20% afslátt af skuldunum sínum, þar með talin íslensk fyrirtæki sem standa mögulega ágætlega en eiga samt að fá sömu fyrirgreiðslu og fólk sem er að missa húsnæðið ofan af sér. Það er einfaldlega gríðarlega óréttlátt og samfélaginu óskaplega dýrt.

Ég mæli mikið sterkar með því (eðlilega) að skoðaðar verði tillögur okkar í Borgarahreyfingunni um bráðaaðgerðir í efnahagsmálum. Þær má meðal annars nálgast hér: http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/

Skelli hérna inn líka viðtalinu sem að tekið var við mig fyrir Kastljósið eftir blaðamannafundinn okkar þar sem að við kynntum okkur fyrst. Bara rétt svona til þess að við munum nú hvers vegna ég er að þessu.

 


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool tekur nú hvert stórliðið á fætur öðru í bakaríið - getur þessi dagur orðið betri? Red Devils who??

Liðið er í þvílíku stuði þessa dagana og hreint frábært að fylgjast með. Ég biðlaði til þeirra hérna fyrir leikinn vegna "hagsmunaárekstra" sem ég myndi lenda í innan fjölskyldunnar ef Liverpool menn myndu tapa þessum leik. Ég átti kannski frekar samt von á jafnteflis leik, en þetta var hrein aftaka Cool

Sorrý Viggó Pétur - við bara "áttum" ykkur í dag Grin


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin í Norðvestur kjördæmi og borgaraleg skylda sérhvers Íslendings

Til lukku með þetta Gunnar Bragi, ég á mér þá ósk heitasta fyrir þig að þú sjáir í gegnum ósómann sem þrifist hefur í íslenskri pólitík undanfarin ár og kjósir að beita þér fyrir réttlæti.

Borgarahreyfingin leitar nú að góðum frambjóðendum í sæti á lista í NV kjördæmi. Hafirðu pólitík í maganum og ekki áhuga á að stíga inn í spilltar flokkamaskínurnar heldur vilt berjast fyrir réttlæti og endurreisn lýðræðisins á Íslandi, þá áttu án vafa samleið með okkur. Kíktu á http://www.borgarahreyfingin.is

Frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar verða á ferðinni í dag á suðvestur horni landsins, í Reykjavíkur kjördæmunum og Kraganum. Sjáir þú eitthvert okkar á ferðinni með bæklinga Borgarahreyfingarinnar í hendinni, endilega stökktu á okkur og ræddu við okkur. Við viljum tala við þig!

Núna er það borgaraleg skylda sérhvers manns að rísa á fætur og taka stöðu í framlínunni. Okkur ber að verja börnin okkar gegn þrælslund og skuldaklöfum til langrar framtíðar.

Verjum Ísland gegn ráðamönnum og fjárglæframönnum sem vilja framselja eigur okkar til erlendra kröfuhafa!

X við O í apríl er borgaraleg skylda sérhvers manns.  http://www.xo.is


mbl.is Gunnar Bragi sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vond spá lá fyrir snemma í kvöld - af hverju staldrar fólk ekki við?

Ég velti því fyrir mér af hverju fólki finnst bara sjálfsagt að sjálfboðaliðar í björgunarsveitum séu úti allar nætur að bjarga því af Hellisheiðinni?

Það kemur fyrir að heiðin verður ófær og það er þá vandlega kynnt af lögreglu báðum megin hennar. Fólk leggur engu að síður á heiðina og það oft á ekki bara litlum, heldur einnig vanbúnum bílum. Fólk hugsar kannski með sér "mér verður amk alltaf bjargað þá bara".

Veit fólk ekki að þessar hetjur sem fylla björgunarsveitirnar eru sjálfboðaliðar?

Horfum aðeins fram á veginn - hugsum áður en við framkvæmum.

Já og mundu að kjósa eitthvað nýtt - þú getur ekki viljað bara það gamla áfram er það?  http://www.xo.is


mbl.is Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun stýrivaxta ekki seinna en strax er réttmæt krafa

Við búum í kerfi sem er ein heild. Í dag er almenningur gramur stórum hlutum atvinnugeirans. Bönkunum fyrir algert arðrán, fyrirtækjunum fyrir að hafa nýtt sér mörg hver ástandið til þess að lækka laun eða hækka ekki samkvæmt samningum og það jafnvel á sama tíma og þau eru að greiða út arð vegna góðs gengis.

Kerfið er eftir sem áður ein heild og almenningur jafn háður fyrirtækjunum eins og fyrirtækin eru háð almenningi.

Lækkun stýrivaxta er án nokkurs vafa stærsta framfara skref sem ríkisstjórnin gæti stigið núna strax í efnahagsumbótum. Gríðarlegt vaxtaálag ofan á allt sem á undan er gengið er fásinna. Það má nánast líkja því við að taka ekki bara matinn heldur að smella í stólpípumeðferð í leiðinni bara svona til að vera viss um að "hreinsa" allt út sem mögulega er til mun hraðar.

Enginn virðist kannast við að stýrivaxtaákvörðunin sé þeirra - má þá ekki bara taka af skarið og lækka ekki seinna en núna?


mbl.is Svigrúm til stýrivaxtalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru veðurguðirnir eitthvað að reyna að setja strik í reikninginn?

Þetta kannski rifjar upp fyrir manni eina af ástæðum þess að yfirleitt er betra að hafa kosningar að vori Whistling

Borgarahreyfingin og Lýðveldisbyltingin einnig þar á undan hafa bent á það víða hversu ólýðræðislegt það var að smella upp kosningadegi með svona stuttum fyrirvara. En við munum þó klára okkar mál tímanlega, það liggur nú fyrir að undirbúningsvinnan er langt komin.

Einn aðalmanninn okkar á Suðurlandi stóð hins vegar til að hitta á fundi í Reykjavík á morgun, ef þú ert að lesa þetta þá slærðu bara á mig ef þig vantar aðstoð við að draga þig yfir heiðina Cool

Mig vantar stöðugt góðar afsakanir til að fara út í jeppaleik.

X við O í komandi kosningum er að kjósa með lýðræðislegri framtíð fyrir börnin þín.


mbl.is Hellisheiði lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, samskipti mín við föður minn og náfrænda eru einfaldlega í húfi hérna!!

Tja, svona að minnsta kosti í nokkra daga eða vikur eftir leikinn ef United vinnur.

Liverpool - þið bara einfaldlega verðið að standa ykkur.  Erum núna með bestu menn liðsins í góðum gír og tökum United 0-2 á morgun!!


mbl.is Benítez: „Verðum að vinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er umhverfissinni sem óttast um hag mannkyns en ekki náttúruna

Ég hef haft miklar skoðanir og áhuga á náttúruvernd árum saman. Mér þykir afar mikilvægt að kenna börnunum mínum að bera viðringu fyrir umhverfi sínu, að nota ekki meira en maður þarf, að leitast við sjálfbærni í öllu í lífinu. En ég hef aldrei óttast um náttúruna sjálfa. Ég hef aðeins óttast afkomu okkar mannsins í henni. Náttúran mun án nokkurs vafa lifa okkur, hversu lengi okkur tekst að lifa hérna er væntanlega undir okkur sjálfum komið og því hvernig okkur tekst að þróast með þeim náttúrulegu breytingum sem verða óhjákvæmilega á öllum löngum tímabilum sem mæld eru.

Of mikið CO2 í andrúmsloftinu er í dag talinn helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Lengi vel taldi ég líklegt að þeir fjölmörgu vísindamenn sem fjölluðu um skaðræði þess og orsök mannanna í því ferli, hefðu rétt fyrir sér og trúði rökum þeirra. En eftir að hafa lesið mér aðeins til um til dæmis gosvirkni á jörðinni á seinni tímum og CO2 losuninni sem henni fylgir, hef ég orðið miklar efasemdir um áhrif mannsins á þessa hringrás jarðarinnar. Mér þykir mun forvitnilegra hvers vegna við fáum engar rannsóknir fram um það hvað hefur gerst á Jörðinni EFTIR hlý tímabil. Hvernig náttúran hefur brugðist við og hvað hefur þá orsakað kólnun aftur. Það virðist ekki vera vinsælt fjölmiðlaefni, enda eru heimsenda spár eitt vinsælasta fréttaefni frá væntanlega upphafi prentmiðla.

Í einu stóru gosi, gosi eins og til dæmis Laka gosi á Íslandi 1783 eða Krakatá (ef ég man rétt nafnið) gosinu í kringum 1825 losaði náttúran um það bil 2.000 sinnum meiri CO2 á fáum mánuðum en mannkynið allt með öllum sínum gjörðum losar að meðaltali á ári. Eitt stórt gos á ca. 100 ára fresti hefur því um 20 sinnum meiri áhrif á CO2 í andrúmsloftinu en mannkynið allt.

Auðvitað hörfum við áhrif og bætum á vandann. Margir halda því fram að það sé einmitt bara þetta litla sem við bætum við sem hafi svo mikil áhrif. Að þessi litla viðbót sé það sem hafi sett náttúrulega ferlið úr jafnvægi, en ég hef ekki séð það rökstutt almennilega enn án þess að hafa jafnframt séð rök gegn því líka.

Mín tillaga er því þessi. Þangað til að fyrir liggja áreiðanlegar sannanir fyrir orsök og þá væntanlega viðbragðs áætlun líka, skulum við ekki fyllast ofsaæði. Berum bara virðingu fyrir umhverfi okkar, sýnum góða umgengni og leitumst við að lifa sjálfbæru lífi. Það sleppur enginn lifandi frá þessu hvort eð er. Okkar ábyrgð er hins vegar að skilja ekki verr við okkur en við tókum við, ábyrgðin okkar snýr að afkomendum okkar.


mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin stefnir til glötunar - ætlar að treysta þrælahöldurunum fyrir velferð barna sinna

Já, ég segi það hreint út. Þetta er mér óskiljanlegt. Þetta er einhvers konar óskiljanleg sjálfseyðingarhvöt sem þjóðin virðist haldin og nú er það augljóslega okkar hlutverk að hjálpa henni að sjá sannleikann um ástandið.

Við getum ekki mögulega viljað kjósa yfir okkur óbreytt ástand áfram er það? Viljum við í alvöru að fólkið sem hugsar um fátt annað en eigin völd og að skara eld að sinni köku verði áfram við völd?

Við verðum hreinlega að leita hugrekkis, við verðum að horfast í augu við staðreyndir og taka ábyrgð. Það er undir okkur sjálfum komið, þjóðinni, að breyta ástandinu.

Allt annað er algerlega óásættanlegt.

Borgarahreyfingin mun verða á ferðinni á komandi vikum við að kynna málefnin - endilega hafðu samband viljirðu taka þátt eða fá okkur í heimsókn á þinn vinnustað eða skóla til þess að skýra málin okkar.

X við O er einfaldlega réttlætis mál!


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru kannski önnur mál mun meira aðkallandi en hver eigi að leiða Samfylkinguna?

Reyndar finnst mér furðulegt að það fólk sem að sendi á mig beiðni á tölvupósti og á Facebook skuli ekki hafa mætt sjálft í þessa göngu. Aktívismi er jú ekki bara að senda út tölvupósta og blogga eins og maður eigi lífið að leysa, maður þarf jú að mæta líka og raunverulega gera eitthvað til þess að hafa áhrif. Ekki það að ég ætli að þykjast vera einhver sérfræðingur, en ég veit þó að til þess að eitthvað gerist þarf eitthvað að gera Woundering

Mér þykir þetta leiðinlegt Þórhalls vegna að hafa þurft að standa þarna til að svara fréttaþyrstu fölmiðlafólki, en eðlilega hafði hann engin svör frekar en aðrir með það af hverju stundum mta margir og stundum fáir. Fyrir mig persónulega var þó málið bara einfaldlega annars vegar almennt áhugaleysi á valdsjúku Samfylkingunni og hins vegar tel ég það litlu skipta fyrir þjóðarheill hvort að Jóhanna eða einhver annar eða önnur leiði Samfylkinguna. Reyndar tel ég svona almennt séð að það hljóti að vera betra að minnsta kosti fyrir Samfylkinguna að hana leiði einhver sem vill djobbið.

En mundu X við O fyrir réttlæti og upprætingu spillingar.  http://www.borgarahreyfingin.is


mbl.is Enginn mætti í blysförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband