Gott að vita að Umboðsmaður Alþingis er að verja þjóðina fyrir stjórnsýslunni

Neyðarlögin veit gríðarlegt alræðisvald fólki sem að um 70% þjóðarinnar treystir EKKI í dag. Það er því mikilvægara en nokkru sinni að það sé hlutlaust eftirlit með framkvæmdinni og eitthvert afl sem gætir þess að ekki sé farið óeðlilega að málum við framkvæmd laganna.

Ég er sérstaklega ánægður með þessar upplýsingar frá Umboðsmanni þar sem sett er út á óáreiðanlegan fréttaflutning af gangi mála.

Það er jú eðlileg krafa er það ekki að við, þjóðin, fáum í það minnsta upplýsingar sem við getum treyst þá sjaldan að fréttir berast "að ofan".

En eftir stendur samt að 70% þjóðarinnar treysta ekki þessum valdhöfum. Á það að viðgangast lengi kæri Umboðsmaður að þjóðin fái ekki að kjósa um valdhafa sem hún telur treystandi?


mbl.is Umboðsmaður spyr um neyðarlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband