Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Afleiðingar þess þegar stokkið er til lagasetningar án umþóttunar

Eins og ég hef skrifað áður um þessa lagasetningu, þá ber að gagnrýna það mjög alvarlega að þingið sé að afgreiða lög með slíku offorsi að ekki sé skoðað fyrir lagasetningu hvaða víðtæku áhrif lögin muni hafa. Það er í besta falli kjánalegt að setja bara lög og ætla svo að breyta þeim stöðugt til þess að áhrifin verði sem minnst neikvæð.

Af hverju ekki bara að gefa þessu nokkra daga í stað þess að keyra svona alvarleg og víðtæki lög í gegn á einum eftirmiðdegi í þinginu??  Þetta er eitt albesta dæmi um hverslags afgreiðslustofnun Alþingi er orðið, þingmönnum var sagt að þetta yrði að koma samkvæmt AGS og allir gleyptu þeir það hrátt.

Nú kemur hins vegar í ljós að þessi lagasetning muni líklega standa í vegi fyrir áframhaldandi stuðningi frá AGS þannig að ljóst er að kröfurnar um þessi lög koma einhversstaðar annarsstaðar frá.  Sumir segja úr svörtuloftum, ég veit ekkert um það.

Ég veit bara að því meira sem ríkisstjórnin okkar gerir því vandræðalegri lítur hún út, bæði hér heima og á alþjóðavísu.


mbl.is Lífsspursmál að breyta reglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiki smeiki - hvar er Ifóninn sem mig langar svo í???

Með græju fíkn á háu stigi sé ég alveg fyrir mér að með Iphone í vasanum myndi ég finna mun minna fyrir erfiðleikum samfélagsins í dag.

Væri ekki almenn útbreiðsla Iphone bara yndislega skammtímalausn?

Er að sjálfsögðu ekki að tala í alvöru, en hvers vegna í ósköpunum fæst þessi ágæti sími ekki til landsins?


mbl.is Stuðningur við breytingar ESB á reikisamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað svo? Vill þjóðin í alvöru fá flokk til stjórnar sem bíður engar lausnir?

Ég hef ekki trú á því. VG er einfaldlega núna að njóta þess að engir hinna hafa boðið lausnir heldur. Fólk tjáir meðal annars svona reiði sína.

Það er algerlega kristaltært að það verður að koma fram nýtt afl með nýja skýra sýn.


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og bloggheimur furðar sig á þessu upp til hópa

Það er svona bara, bloggheimurinn hefur að miklu leyti tekið við af þjóðarsálinni góðu. Það er lítið af hlutlausum skoðunum hér í þessum heimi, það eru allir annað hvort hetjur eða skúrkar, allir hlutir stórkostlegir eða fáránlegir.

Hvers vegna skyldi einhvern undra að það komi til vandræða inn á milli?

Er ekki eðlilegt að sumir geti bara ekki meir?  Ég óttast eiginlega meira aðgerðir þeirra sem enn eru bara með þetta allt vaxandi innra með sér. Hvað gerist þegar að afleiðingarnar fara loks að verða verulega sýnilegar í samfélaginu, þegar að fyrirtæki fara að loka í hrönnum og fólk verður án atvinnu í stórum stíl á sama tíma og aldrei hefur verið meiri þörf á tekjum?  Hvað gerist þá?

Verst þykir mér að nú mun þessi einstaki atburður ráða fréttatímum kvöldsins væntanlega en ekki ágætis samkoma á Arnarhóli þar sem ýmislegt gott kom fram.

Ráðamenn heyra ekkert fyrr en þeir geta nýtt sér það, það er bara þannig.  Nýta sér það til að gera lítið úr mótmælum, nýta sér það til að sitja áfram.


mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú teygir Eva Hauksdóttir sig í gamla þjóðhætti í von um árangur

Ekki veit ég til þess að þjóðin hafi búið við mikla hagsæld á þeim tímum er fólk treysti á þulur til árangurs, en vissulega er þetta skemmtiatriði örugglega ágætis viðbót í litróf gjörninga undanfarinna vikna.

En hver er trúverðugleiki þessara ítrekuðu yfirlýsinga um að bera mann og annan út úr húsum?  Hver er tilgangur þessara yfirlýsinga? Eru þær líklegar til annars en að byggja samhyggðar samstöðu MEÐ ráðamönnum og þar með snúast í höndum þeirra sem vilja breytingar?

Við verðum að gæta að okkur, vil verðum öðru fremur að halda fast um samstöðu okkar sem erum að berjast fyrir breyttum tímum. Málstaður okkar missir marks um leið og skuggaráði Sjálfstæðismanna og annarra tekst að teikna af okkur þá mynd að við séum í besta falli undarleg samkoma fólks sem hefði betur mætt í vinnu.

Nú segja fréttir að örfá hundruð manna séu á Arnahóli á mótmælum dagsins í tilefni Lýðveldisdags Íslands. Er það ekki til marks um að við séum mögulega að ofgera markaði mótmælenda? Þegar að framboð verður of mikið fellur eftirspurnin niður.  Gætum þess að ofgera ekki, ef við dreifum kröftum okkar of mikið verða aðgerðir okkar fljótt veiklulegar.

Ég hefði þó í dag, í tilefni afmælis Lýðveldis okkar, viljað sjá mun fleiri mæta, en þeir hafa efalaust alveg eins og ég, einhverja afsökun sem að þeir notast við til þess að komast ekki.

Vil ekki vera þusandi neikvæður alltaf endalaust. Við þurfum núna SAMSILLT ÁTAK, SAMSTÖÐU, SAMRÆMDAR AÐGERÐIR, SAMTILLTAR YFIRLÝSTAR KRÖFUR.

Þar fer fremst krafan um KOSNINGAR Í VOR


mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er að sjálfsögðu alveg hárrétt hjá Claus Möller...

...þrátt fyrir að hafa væntanlega fengið greitt af ríkinu og Útflutningsráði fyrir að segja þetta.

Eða eins og hann klikkir út á: "segir Møller og tekur fram að raunar sé forsenda þess að hægt sé að þjappa þjóðinni saman að hún eigi sér sterkan leiðtoga sem hún treysti."

Þetta er einmitt vandinn okkar í hnotskurn.

Við erum EKKI með sterkan leiðtoga sem við treystum í forsvari og þess vegna er þjóðin EKKI að þjappast saman MEÐ ríkisstjórninni.  Þjóðin hefur hins vegar þjappast mikið saman með þjóðinni, sem er afar vel. Það er að segja, þjóðin hefur sem sagt þjappast mikið saman.

Til þess hins vegar að geta búið okkur til stefnumótunar áætlun og tekið að vinna að henni VERÐUM við að fá leiðtoga sem að við a)getum treyst og b)leggur eitthvað uppbyggilegt til málanna.

Geir hefur EKKI reynst vera sá maður!!!

Við erum í dag með leiðtoga sem að virðist eyða miklu af sínum tíma í að passa að halda öllu í horfinu í stjórnsýslunni. Það er ALLS EKKI það sem við viljum.

Biðst að lokum velvirðingar á öllum upphrópunum, en það virðist bara ekki hafa heyrst í mér nógu hátt hingað til. Það er ekkert breytt.


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband