Ánægður með FVH - nú þurfum við á öllum góðum hugmyndum að halda

Stjórnvöld ættu að sjálfsögðu að vera búin að setja upp vefsíðu fyrir hugmyndabanka eins og bloggvinur minn og kollegi Kjartan Pétursson gerði fyrir nokkru og vefmiðlar hafa nú gert líka.

Það er fullt af fólki sem er ekki að hugsa um eigið ágæti eða hag fyrst, það er fullt af fólki sem vill fúst leggja eitthvað til málanna án pólitískra tengsla eða sérstakra verðlauna. Fólk sem vill einfaldlega leggja sitt af mörkum til að vinna okkur út úr ástandinu.

Öllu slíku á að taka með opnum huga og opnum faðmi.


mbl.is Viðskipta- og hagfræðingar afhenda stjórnvöldum tillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég benti einmitt sérstaklega á síðuna hans Kjartans í vinnu, sem ég tók þátt í, í hópnum um atvinnumál.

Marinó G. Njálsson, 2.12.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband