Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Bíddu, er krabbamein að sigra offitu faraldurinn?

Síðast þegar ég vissi spáðu allar helstu heilbrigðis stofnanir í heiminum því að offita yrði langsamlega stærsta heilsuvá þessarar aldar. Hefur það nokkuð nema versnað síðan?

Það nær kannski ekki svona snemma inn. Árið 2010 er bara handan við hornið.

Það sem að mér (sem sjálfur er of þungur) finnst sorglegast er að offita er eitthvað sem að fólk getur raunverulega gert eitthvað í. Geti það ekki gert það sjálft getur það leytað sér aðstoðar víða, bæði í 12 spora samtökum, OA og GSA, og svo hjá ýmsum sérfræðingum og stofnunum sé vandamálið "léttvægt" í viðmiði fíkla.

Krabbamein er fyrir mér mun sorglegra mál, þar geta flestir lítið við því gert. Það eru til margar rannsóknir sem leiða líkum að tengslum lífstíls við ýmis krabbamein. Staðreyndin er hins vegar að enn þann dag í dag er lífstíll samt engin trygging fyrir því að fólk sleppi.

Við eigum samt að sjálfsögðu ekki að nota það sem afsökun fyrir því að bera ekki ábyrgð á eigin lífstíl. Já, sei sei - ég lýsi því hér með yfir að ég mun örugglega fljótlega taka á málinu :-/


mbl.is Krabbamein útbreiddast 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú gott mitt í öllu þessu kreppu tuði að geta a.m.k. treyst á.....

... að vinir mínir í Liverpool lyfti á mér brúninni :)

14 stig úr riðlinum, þetta stefnir að sjálfsögðu bara alla leið hjá strákunum.


mbl.is Chelsea, Roma og Panathinaikos áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrustu mistök ráðherra frá upphafi landnáms?

Eins og sjá má í þessari frétt af Vísis vefnum er margt sem hvílir á þeim kollegum Árna og Björgvini. Er ekki eðlileg krafa að menn víkji sæti og sæti ábyrgð eftir að hafa framið líklega dýrustu mistök frá upphafi landnáms? Ég segi líklega vegna þess að mjög mögulegt er að aðkoma Davíðs að málinu og yfirtöku Glitnis hafi ekki verið ódýrari fyrir þjóðina.

Svo birtir eyjan.is niðurstöður skoðanakönnunar sem tekur af öll tvímæli. Ingibjörg Sólrún, við ERUM að tala fyrir þjóðina!!!


mbl.is Mótmælendur eiga ekki að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú ekki nóg komið Björgvin háttvirtur?

Við hljótum að verða að geta gert kröfu um það háttvirtur viðskiptaráðherra að á tímum sem þessum, sem og á hvaða tímum sem er, eigirðu að fygljast með og vita af því sem er að gerast innan bankanna núna. Það er einfaldlega ekkert mikilvægara í lífi þjóðarinnar núna en nákvæmlega það.

Hvernig réttlætirðu það fyrir þér að vita ekki hvernig er að uppgjörsmálum bankanna staðið?

Hvað er það sem að þér finnst mikilvægara að eyða tíma þínum í þessa dagana?  Viltu þá ekki bara hjálpa okkur öllummeðþvíaðstíga til hliðar og einbeita þér bara að þínum hugðarefnum?

Við verðum, verðum að fá fram fulltrúa sem að er tilbúinn til þess að standa vaktina fyrir okkur.


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er alltaf talað um tvö ár?

Mér leikur forvitni á því. Næstu tvö árin snýst baráttan um að forða sem flestum fyrirtækjum frá gjaldþroti, það er vissulega svo. Haldi fyrirtækin mörg hver velli, heldur fólkið vinnu og það er að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt hagkerfinu.

En eftir tvö ár byrjum við síðan að greiða af erlendum lánum af fullum þunga, halda ráðamenn að það verði þá bara allt í góðu?

Miðað við verga landsframleiðslu síðasta árs er áætlað að vextir og afborganir af lánunum verði um 10-15% af VLF.  Nú þegar við missum fjöld fyrirtækja, gríðarlegar tekjur af bönkunum, tekjur af áli vegna hríðlækkandi álverðs í heiminum, fólk sem flytur úr landi og gjaldþrota einstaklinga, þá snarlækkar hjá okkur VLF og því ekki ólíklegt að afborganir og vextir verði yfir 25% af VLF.

Það ræður einfaldlega engin þjóð í heiminum við það. Er það bjartari tími?

Svört upptalning, ég veit, en mér finnst betra að sjá það dökkt og verða mögulega fyrir ánægjulegri undrun en að fá þetta allt í bakið.


mbl.is Dýrasta endurskipulagning mannkynssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fín mæting á borgarafund í Háskólabíó

Fyrir svörum sátu ráðamenn verkalýðsfélaganna, sem þvert á hag launþeganna, vilja verja verðtrygginguna fram að endalokum þjóðarinnar að virðist.

En hvers vegna eru formenn verkalýðsfélaga með bankastjóralaun? Er það líklegt til árangurs? Er líklegt að þeir haldi tengslum við baráttumál fólksins sitjandi á feitum launum eins og prinsessan á bauninni?

Það tel ég afar ólíklegt. Mér finnst þetta vera mál sem eigi að taka fyrir, koll af kolli, á öllum aðalfundum félaga háðn í frá. Verkafólk á að krefjast þess af eindrægni að leiðtogarnir séu ekki með meira en að hámarki tvöföld laun á við almenna félagsmenn.

Það er sanngirnis mál....


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög róttækt frumvarp á leið frá Menntamálaráðherra samkvæmt vef AMX

Það má segja með þessu að þarna er verið að draga RÚV út af auglýsingamarkaði sem nemur svona líklega um helmingshlut í útvarpi og væntanlega hátt í 75% í sjónvarpi, en sjónvarpssviðið hefur kangmestar tekjur á afsakið slettuna, prime time og marga þætti sem hafa verið kostaðir að hluta eða alveg.

En hvernig getur nefskattur upp á 17.900 krónur á einstakling á ári átt að koma í staðinn fyrir bæði þessar gríðarlegu auglýsingatekjur og afnotagjald?

Ég get ekki séð að það geti mögulega gengið upp. Heimilið er í dag að greiða hátt í 5.000 krónur á mánuði, það eru um 60.000 á ári fyrir 2 lögráða einstaklinga með 2 börn. Við erum nálægt því að vera vísitölufjölskyldan þannig að við ættum að vera gott dæmi sem viðmið.

Það á sem sagt að snarlækka bæði auglýsingatekjur OG skatttekjur samkvæmt þessu frumvarpi. Hlýtur það ekki að þýða gríðarlegan samdrátt í efni og efnisgerð hjá RÚV?


mbl.is Frumvarp: miklar takmarkanir á auglýsingar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brestur í hjá Bakkavararbræðrum - hvað ætli verði um Símann?

Hver hefði trúað því að einn daginn stæði Síminn frammi fyrir mögulega gjaldþroti?

Ég á bágt með að skillja hvernig fyrirtæki eins og Síminn, með allar þessar efnislegu eignir eins og dreifikerfið getur staðið frammi fyrir mögulegu uppgjöri. Vonandi að náist að bjarga Símanum þarna frá.

En er þetta ekki bara enn ein hringamyndunar vitleysan eins og Stoðir?

Nú losa þeir aðra út, taka yfir, hliðra til í bókhaldi, þessi á núna þennan og þessi á núna hinn en þeir eiga samt áfram allt saman. Þessi tekur skuldir annarra og rúllar og hinir virðast standa ágætlega á eftir.

Er þetta of flókið hjá mér?


mbl.is Bakkabræður taka yfir Exista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímar mikillar óvissu langt í frá liðnir

Ýmislegt sem að liggur mér á hjarta eftir þessa helgina.

VG hélt blaðamanna- og athyglisfund um helgina sem að þeir kölluðu auka-flokksráðsfund. Þar kom því miður lítið nýtt fram að mínu mati. Mér finnst að flokkur sem samkvæmt könnunum er líklega í augnablikinu stærsti flokkur landsins ætti að nýta sér stöðuna betur.

Þeir setja fram aðgerðaráætlun í efnahagsmálum, en hversu nálægt raunveruleikanum er hún? Kreppan er í raun ekki byrjuð, hvað græðum við á því að stöðva nauðungaruppboð næstu 2-3 mánuði? Af hverju þak á verðtrygginguna? Má ekki bara leggja hana af?  Er það ekki sanngjarnast á tímum sem þessum?

Ég spyr mig líka hefur þjóðin (ríkissjóður) til fjármagn til að hækka vaxtabætur?

Mér finnst eiginlega skömm að því að sitja hérna og gagnrýna tilraunir þeirra til að nýta sér athyglina framgöngu þeirra í að setja fram hugmyndir, en mér finnst þessum hugmyndum vera verulega ábótavant. Það hefur gjarnan háð vinstri pólitík á Íslandi (sem og reyndar gjarnan hægri hliðinni líka) að skýra ekki hvaðan peningarnir eigi að koma sem eiga að fara í að jafn aðstöðumuninn í samfélaginu.

Ég er þó sammála þeim um nokkur mál.

Ég tel einnig afar brýnt að boðað verði til kosninga, ég vil að það sé tilkynnt formlega og að tímamörkin séu slík að ný framboð hefðu tíma til þess að koma sér á legg. 

Eins og segir í fréttinni var í skjali sem lagt var fyrir flokksráðsfundinn tæpt á helstu aðgerðum sem grípa þarf til á næstunni. Hér er úrdráttur:

Þar er efst á blaði að boða til kosninga. Ennfremur að sett verði þak á hækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og vaxtabætur hækkaðar. Þá þurfi að stöðva öll nauðungaruppboð næstu 2-3 mánuði í það minnsta.

Þá vill VG að umtalsverðu viðbótarfjármagni verði strax veitt til sveitarfélaganna. Og loks að opinberum bönkum og lánastofnunum verði gert að styðja atvinnufyrirtæki gegnum yfirstandandi erfiðleika með skuldbreytingum, nauðsynlegri rekstrar- eða endurfjármögnun.

Ég veit ekki heldur hvaðan fjármagnið eigi að koma til sveitarfélaganna samkvæmt þessum hugmyndum þeirra í VG, en væri mikið til í að skoða hugmyndir Halls Magnússonar (þvílík synd að hann sé Framsóknarmaður) um að uppbygging samfélagsins þurfi að endurskoðast og að mun meira af verkefnum SEM OG skatttekjum eigi að færast til sveitarfélaganna.

Hugmynd um að hætta bara að tala við ríkisstjórnina?

Já hvers vegna ekki? Ég veit að þetta hljómar undarlega, of róttækt segja sumir. En ef að stjórnin hefur nákvæmlega ekkert fram að færa í fréttum, viðtölum og annarsstaðar þar sem að þau koma fram, annað en að allt sé á réttri leið og dylja svo fyrir okkur þær fréttir sem skipta máli, til hvers þá að vera að leita til þeirra eftir fréttum?  Við fáum hvort eð er mun ítarlegri fréttir að virðist frá erlendum fjölmiðlum og fulltrúum innan AGS til dæmis. Það væru mjög sterk skilaboð til ráðamann ef þeir fengju bara einfaldlega ekki lengur tíma í fjölmiðlum.

Alger nauðsyn þess að fá Jónana sterkt inn í allar hugmyndir um endurreisn. 

Við eigum greinilega tvo alveg einstaklega vel gerða Jóna sem báðir eru hagfræðingar. Í Silfri Egils í gær var annars vegar símaviðtal við Jón Steinsson og svo mætti Jón Daníelsson í þáttinn.

Jón Steinsson er lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum og þykir það mjög virtur skóli í viðskiptalífinu. Hann kom fram með marga góða punkta en sá mikilvægasti er væntanlega spurningin um hvers vegna innherja viðskipt á Íslandi séu ekki ólögleg og svo hitt, hvers vegna spillingin eigi að halda áfarm innan bankanna þar sem ekki sé til nægjanleg þekking þar innanhúss til þess að takast á við þessa spilltu vafninga sem nú er þegar farið að plotta aftur með.

Jón Daníelsson er síðan hagfræðiðngur við einn virtasta skóla heims í hagfræði, Londin School of Economics og eins og nafni hans Steinsson, augljóslega maður sem að við eigum að hlusta á. Hann lagði fram hugmyndir sem eru mér mjög að skapi. Hættum bara við AGS lánið og borgum EKKI Icesave nema að við verðum dæmd til þess af dómstólum. Samkvæmt gömlu áliti Seðlabanka Frakklands ber þjóð ekki að taka á sig ábyrgð um fram tryggingasjóð þegar um alþjóðlega fjármálakrísu er að ræða.

Borgum ekki meira en við þurfum - kosningar hið allra fyrsta!!


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Mathiesen, þvílíkt bull í einum manni....

Og ekki bara einhverjum manni - nei, því miður. Þetta er alvara málsins, maðurinn sem um ræðir sat og situr enn sem fjármálaráðherra. Hvað er eiginlega að gerast Árni, hvernig í ósköpunum telurðu þig geta komist hjá því að axla pólitíska ábyrgð??

Þú bæði neitar vitneskju og viðurkennir þarna í sama málinu. Er ekkert að marka orð þín? Fyrirgreiðslan sem fólst í tilboði bretanna þarna er nákvæmlega sama fyrirgreiðsla og þú vísar til hjá Seðlabankanum. Er ekkert samhengi hjá þér í málinu? Finnst þér þú í alvöru hafa til að bera þann skilning sem starf fjármálaráðherra þarfnast??

Enn einu sinni á undanförnum rúmum 2 mánuðum er mér ofboðið. Ætlar þessi sorgarsaga ábyrgðarlausra ráðamanna okkar engan endi að taka?

Þess er ekki langt að bíða að þjóðin lýtur til baka og sér að í skjóli pólitísks ábyrgðarleysis, hirtu ráðamenn, venslar þeirra og auðmenn landsins, það litla sem eftir var af eignum í samfélaginu Á MEÐAN að rannsókn fyrrum endurskoðenda fyrirtækja gömlu bankanna fór fram á NÝJU bönkunum!?!?!

Finnst virkilega ENGUM í ríkisstjórn málið rotið??


mbl.is Vissi ekki um tilboð Breta vegna Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband