Ábyrgðin sem felst í vali ræðumanna á mótmælum er mikil

Gerður Kristný stóð sig afar vel í dag, kom máli sínu vel til skila eftir því sem ég hef séð og heyrt og skilaboðin hennar voru skýr.

En ég segi nú við erindreka hryðuverkasamtaka trukkabílstjóra, eins og hann kynnti sig í dag, bara eins og frægur karakter sagði hér um árið í Heilsubælinu: Hver bauð þér eiginlega???

Hvað kom uppbyggilegt fram í ræðunni hans? Hann sagði mikið um hvað hann sjálfur vildi. Sagði frá slæmri stöðu lánanna sinna og bílsins sem að hann gat ekki borgað af lengur. Ég er hluti reksturs sem að á jeppa í ferðaþjónustu, verð jeppans hefur lækkað hratt en lánið, sem er 100% erlent, hinsvegar hækkað hratt. Reksturinn þarf samt að bera ábyrgð, hvers vegna bar rekstur hryðuverkamannsins ekki rekstur bílsins? Var hann kannski of upptekinn við að mótmæla eldsneytishækkunum sem höfðu lítið að gera með ríkisstjórnina en bitnuðu sterklega á samfélaginu. Sérstaklega eftir að trukkar fóru að þvælast fyrir um allan bæ.

Ábyrgðin við val ræðumanna er mikil. Endilega fáum fólk sem skapar samstöðu og einingu.

Fyrir mér er framboð byggt á aðeins gremju (trukkarar) og framboð byggt á að virðist ósvalandi athyglissýki (Lýðræðisflokkurinn) ekki líklegt til þess að klára það verk sem nú er hafið.

Við verðum, já verðum að fá fram fólk sem ætlar sér með fórnfýsi að ná í gegn breytingum. Okkur vantar ekki meira af fólki sem ætlar sér frægð og frama.


mbl.is „Ábyrgðin er ekki okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sæll Baldvin,

Ég sé að þú ert mjög gagnrýninn á ræðu trukkabílstjórans, sem ég hafði reyndar ekki pælt mikið í, þar sem þetta er heimur sem er mér víðs fjarri.

Ég hafði hins vegar vissar efasemdir um dæmið af öryrkjanum sem Gerður Kristný tók, og gagnrýndi það dæmi dálítið á blogginu mín. Kannski finnst einhverjum sú gagnrýni óréttmæt og bera vott um hreina og klára öfund, ég hef jafnvel pælt í að taka þessa færslu út, en held ég leyfi henni að standa - því ég kem þar að punkti sem mamma mín kom með þegar umræður voru um spariféð sem fólkið tapaði. Enda segir í ritningunni: Safnið ykkur ekki fjársjóðum á jörðu (eða stendur: í hlöður? man það ekki, merkingin er sú sama).

Hvernig var það annars, er ekki annað komið á daginn, tapaði fólk nokkuð eins miklu og nefnt var í upphafi, hafa ekki verðbréfaeigendur fengið að minnsta kosti 75% endurgreitt? Ég fékk alla vega 41.000 krónur endurgreiddar, ég tapaði 7.000 krónum á verðbréfasöfnun minni. Var svo heppin að vera búin að taka 100.000 út yfir árið, enda stóð ekki til hjá mér að hafa stórar fjárhæðir standandi þarna inni. En þegar ég tók síðast út, í júní, þá bauð verðbréfa"strákurinn" mér að hækka sparnaðinn úr 5.000 á mánuði í 10.000 á mánuði, og ég sagði já já, ætli það ekki, gerðu það bara...þó ég hafi hugsað á eftir...því í fjáranum? Þess vegna átti ég þessar 48.000 inni þegar hrunið varð (8.000 krónur voru eitthvað sem ég man ekki einu sinni hvað var kallað.

Ég er sammála því að það verður að vanda valið á ræðumönnum, ég veit samt ekki hvort Hörður les ræðurnar fyrirfram, tæplega, það gæti flokkast sem ritskoðun, hann verður líklegast að treysta því að ræðumenn segi eitthvað af viti. Að vísu skilst mér að hann hafi fólk með sér sem myndar eins konar síu, spyrst fyrir um þá sem biðja um að fá að vera með ræður og síar vitleysinga út sem eiga ekkert erindi á ræðupall.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Ómar Ingi

Gerður Piffff

Trukkakallinn er svona ykkar aðall þarna niðurfrá

góðar stundir

Ómar Ingi, 7.12.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hver eru "ykkar" Ómar??

Sonur þinn sem þarf nú að greiða alla sína ævi af ánum sem ríkið ætlar nú að taka til þess að greiða fyrir eigi ábyrgðarleysi??

Baldvin Jónsson, 7.12.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Ómar Ingi

Og hann skammast sín fyrir ykkur

Ómar Ingi, 7.12.2008 kl. 14:51

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvað kall er þessi Ómar? Hvaða "ykkar" á hann við? Er hann ekki Íslendingur?

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 15:38

6 identicon

Ég er ósammála þér Baldvin. Mér fannst trukkarinn miklu betri en skáldkonan. Hann talaði tæpitungulaust og var reiður. Hann var að tala um það sem skiptir máli fyrir venjulegt fólk: Lánin og okurvextina. Skáldkonan hefði getað verið í kaffiboði hjá Kvenréttindasambandinu (eða Kvenréttindafélaginu, en það er fyrirbæri sem flokkarnir skipta á milli sín og þykist vera róttækt á ákveðnum dagsetningum).

Margrét Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er búin að taka út færsluna sem ég skrifaði vegna öryrkjamálsins sem Gerður Kristný talaði um, ég kunni ekki við að hafa þessa færslu þarna inni, þar sem það mátti túlka hana sem öfund út í fatlaða konu, sem eflaust hefur átt mjög erfiða ævi vegna þess hryllings sem hún lenti í ung að árum, en það var alls ekki meining mín með færslunni, - heldur var meining mín að pæla í því hvað fólk er almennt gangi til með að eiga milljónir inni á bankareikningum og í bréfum, frekar en að nota þá, það er að segja að spara og spara og ávaxta fé áfram, þó inneignin sé orðin þokkaleg.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband