Bíddu, er krabbamein að sigra offitu faraldurinn?

Síðast þegar ég vissi spáðu allar helstu heilbrigðis stofnanir í heiminum því að offita yrði langsamlega stærsta heilsuvá þessarar aldar. Hefur það nokkuð nema versnað síðan?

Það nær kannski ekki svona snemma inn. Árið 2010 er bara handan við hornið.

Það sem að mér (sem sjálfur er of þungur) finnst sorglegast er að offita er eitthvað sem að fólk getur raunverulega gert eitthvað í. Geti það ekki gert það sjálft getur það leytað sér aðstoðar víða, bæði í 12 spora samtökum, OA og GSA, og svo hjá ýmsum sérfræðingum og stofnunum sé vandamálið "léttvægt" í viðmiði fíkla.

Krabbamein er fyrir mér mun sorglegra mál, þar geta flestir lítið við því gert. Það eru til margar rannsóknir sem leiða líkum að tengslum lífstíls við ýmis krabbamein. Staðreyndin er hins vegar að enn þann dag í dag er lífstíll samt engin trygging fyrir því að fólk sleppi.

Við eigum samt að sjálfsögðu ekki að nota það sem afsökun fyrir því að bera ekki ábyrgð á eigin lífstíl. Já, sei sei - ég lýsi því hér með yfir að ég mun örugglega fljótlega taka á málinu :-/


mbl.is Krabbamein útbreiddast 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband