Er nú ekki nóg komið Björgvin háttvirtur?

Við hljótum að verða að geta gert kröfu um það háttvirtur viðskiptaráðherra að á tímum sem þessum, sem og á hvaða tímum sem er, eigirðu að fygljast með og vita af því sem er að gerast innan bankanna núna. Það er einfaldlega ekkert mikilvægara í lífi þjóðarinnar núna en nákvæmlega það.

Hvernig réttlætirðu það fyrir þér að vita ekki hvernig er að uppgjörsmálum bankanna staðið?

Hvað er það sem að þér finnst mikilvægara að eyða tíma þínum í þessa dagana?  Viltu þá ekki bara hjálpa okkur öllummeðþvíaðstíga til hliðar og einbeita þér bara að þínum hugðarefnum?

Við verðum, verðum að fá fram fulltrúa sem að er tilbúinn til þess að standa vaktina fyrir okkur.


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Er ekki stuttur listinn yfir það sem strákurinn veit ?

Ómar Ingi, 9.12.2008 kl. 20:04

2 identicon

Það að fylgjast ekki betur með en þetta, verandi viðskiptaráðherra, er óafsakanlegt og klárlega tilefni til afsagnar.

En það er sennilega ekki hægt að gera þá kröfu á aðra en viti borna menn að gera sér grein fyrir hvaða þýðingu hugtakið pólitísk ábyrgð hefur, hvað þá afsögn. Þannig að ég tel nánast útilokað að ráðherrann hleypi öðrum í stólinn.

Það er vissulega kominn tími á tiltekt í pólitíkinni á Íslandi, tel réttast að skipta öllum þingmönnum og forseta vorum út og uppræta þá spillingu sem verið hefur landlæg í áratugi, ekki síst á alþingi. En ég er ekki sannfærð um að hæft fólk fáist í þessi störf, held að margir sem hafa sig í frammi nú í mótmælum ofl séu ekki alveg með þann graut í hausnum sem þarf til að stjórna landinu og vinna gegn spillingu, kæmi mér ekki á óvart þó við sætum uppi með nýtt fólk í sömu spillingu þegar upp er staðið.

Ella (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Ella, það virðist nú almennt svo með mannskepnuna að hver fer alltaf bara að sanka að sér og sínum.

Við sjáum það nú best núna í "nýju" bönkunum og í stjórnsýslunni þeim tengdum. Það er allt vaðandi í rugli og spillingu strax.

Baldvin Jónsson, 9.12.2008 kl. 21:28

4 identicon

Honum var hampað m.a. í Sjálfstæðu fólki sem hinn nýi krónprins, stuttu eftir bankahrunið.  Fyrir það eitt að vera duglegur að vaka á nóttunni.  Virðist vera.  Þetta er óafsakanlegt, sjá það allir.  Nema kannski ÞEIR.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:50

5 identicon

Fyrir nokkrum árum átti ég viðtal við þáverandi bankamálaráðherra Valgerði Sverrisdóttur. Hún tók á móti mér og kynnti mig fyrir ritara sínum, sem sat fundinn og skráði niður. Haldið þið að fundir ráðherra með ráðamönnum annarra landa fari fram án ritara?

Rósa (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:23

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Verður að teljast afar ólíklegt Margrét Rósa, afar ólíklegt.

Baldvin Jónsson, 9.12.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband