Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Líklega aðeins toppurinn á ísjakanum

Þó að þetta sé að sjálfsögðu sorglegt mál að þá fyllir það mig von í þessu ástandi að sjá að það sé eitthvað byrjað að koma í ljós. Eitthvað sem er ekki strax reynt að þegja í hel.

Það bærast með mér skrítnar tilfinningar gagnvart þessu öllu, finn enn djúpa sorg gagnvart þjóðinni minni og þeim tímum sem framundan eru. Finn líka sterkt að ég vill standa mína plikt. Ætla ekki að vera með þeim fyrstu frá borði. Það er svo sterkt í mér að maður stendur vaktina þangað til að ekkert flýtur nema björgunarbáturinn.

Ég hef samt fullan skilning á þeim sem eru að fara. Á ágætis vini og félaga sem eru þegar farnir, þeirra aðstæður voru einfaldlega þannig að það kom ekkert annað til greina. Það var annað hvort að fara til Noregs þar sem þeir gengu beint inn í vinnu eða að horfa á allt renna úr greipum sér á Íslandi, og þurfa jafnframt að horfa á börnin sín svöng.

Við hérna á heimilinu stöndum sem betur fer ekki frammi fyrir því, að minnsta kosti ekki í dag. Fólk eins og við sem hefur enn raunverulegt val á að sjálfsögðu að velja að standa sína plikt og berjast fyrir land og þjóð. Þetta er sem betur fer ekki stríð í hefðbundnum skilningi þess orðs, en þetta er án nokkurs vafa stríð um völd og stríð gegn spillingu.

Núna er tíminn, við verðum að taka stjórn landsins aftur í hendur þjóðarinnar.


mbl.is Lögregla rannsakar bankastarfsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er góð hugmynd - tala minna gera meira

Mér finnst þetta afar góð hugmynd. Undanfarið hefur borið á því að fólk jafnvel segist ekki hafa mætt á mótmæli vegna þess að því fannst það bara alls ekki samsama sig með ræðumönnum og þess sem þeir boðuðu.

Við erum þó flest sammála um meginmarkmiðið sem er kosningar í vor. Það liggur fyrir skýrt, frábær hugmynd að sameinast um það núna í þögn.

Við finnum aukna samhyggð og samstöðu þegar við þegjum saman - allir í bæinn á laugardaginn!!

 

Annað, einhvern veginn er það þannig undanfarið að mikið af góðum hugmyndum fara forgörðum þar sem að þær drukkna í fréttaflóði af málum eins og endurteknum misstökum ráðamanna.

Íslandshreyfingin sendi nýlega frá sér ályktun sem að mér finnst að hafi horfið í fjöldann og þykir full ástæða til þess að koma betur á framfæri. Ályktunin fer hér á eftir:

ÁLYKTUN STJÓRNAR ÍSLANDSHREYFINGARINNAR UM AÐGERÐIR VEGNA KREPPUNNAR.

Beinn stuðningur til að forða heimilum og fyrirtækjum frá gjaldþroti því fyrirhugaðar aðgerðir duga ekki til.

 

Erlendir sérfræðingar stjórni ítarlegri rannsókn á bankahruninu og öllu sem tengist því. Spillinguna burt !

 Stóriðjuframkvæmdir verði stöðvaðar og tryggt að nýting jarðvarma sé endurnýjanleg í stað ofnýtingar hans. Gera þarf heildaráætlun um friðuð svæði og framtíðarnotkun jarðvarma og vatnsafls.

Taka þarf frá virkjanasvæði sem nota þarf til öflunar hreinnar orku fyrir samgöngutæki framtíðarinnar.

 

Tafarlaus uppbygging þekkingariðnaðar og ferðaþjónustu.

 

Leyfðar verði krókaveiðar smábáta nálægt landi og vinnsla aflans í heimabyggð með skynsamlegum takmörkunum.  

 

Sérréttindi æðstu manna til eftirlauna verði afnumin strax. 

 

Kosið verði sem fyrst á næsta ári eftir nýjum kosningalögum þar sem kjósendur raða frambjóðendum í kjörklefanum og 5% þröskuldur atkvæðafylgis verði afnuminn.

 

Kosið verði sérstaklega um hvort sækja eigi um aðild að ESB.

 Stefnt að því að allar auðlindir til lands og sjávar verði þjóðareign og aðgangur að þeim leigður með því framtíðartakmarki að Ísland verði eina landið í heiminum óháð öðrum löndum um orku og notar á óyggjandi hátt hreina og endurnýjanlega orku í landi frelsis, jafnréttis og bræðralags.

 


mbl.is Þögul mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birni Bjarnasyni er nú farið að þykja vanta gagnsæi í störf FME - þá er nú fokið í flest

Já, það kemur nú ekki oft fyrir að Björn Bjarnason gagnrýni einhver störf ríkisstjórnar eða stjórnsýslunnar opinberlega og tel ég að hljóti að vera mikið að þegar að hann finnur sig knúinn til þess. Þegar að maðurinn sem vill hvað ólmastur koma á hérna leyniþjónustu er farinn að kvarta yfir skorti á upplýsinga streymi frá stjórnsýslustofnun eins og FME, já þá hlýtur að ríkja bara nánast þögn frá þeim vettvangi.

Enda kannast að virðist viðskiptaráðherra bara ekki við neitt í störfum FME og skilanefndanna. Hversu trúverðugt er það að gegna starfi viðskiptaráðherra á tímum sem þessum og hafa bara ekki hugmynd um flest það sem er að gerast? Stórundarlegt.

En getur verið að Birni Bjarnasyni hafi líka bara sárnað svo mikið "afskipti" stjórnarandstöðunnar við ráðningu vina hans sem saksóknara að hann vilji nú tengja það við allt sem gerist í opinberri umræðu?

Getur verið að hann sé ekki enn farinn að viðurkenna fyrir sér hversu afskaplega óhagstæð öll hagsmunatengsl saksóknaranna sem nú þegar eru komin upp á borðið, hefðu verið málinu? Er Björn þá kannski í sama svartholinu og Björgvin G. Fær bara engar upplýsingar?

Þetta er allt saman hið merkilegasta mál. Virðist fyrir mér reyndar vera svo að bloggið allt sé einfaldlega að verða besta fréttaveitan. Undanfarið hafa flest þau mál sem komið hafa upp í umræðunni komið fyrst fram á blogginu. Það eru sem sagt leikir og lærðir bloggarar sem eru almennt farnir að "skúbba" á faglærða blaða- og fréttamenn landsins.

Er ekki líklegt að það sé vegna frelsis bloggsins frá hagsmunatengslum? Ég hefði haldið það.


mbl.is Ekki nægilegt gangsæi í störfum Fjármálaeftirlits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórsmerkur svæðið enn einu sinni að sanna hversu fáránleg hugmynd það er að ætla að byggja upp veg þarna inn eftir

Svæðið þarna á svona dögum tekur þvílíkum breytingum að óreyndir myndu hreinlega ekki trúa því.

Ég hef komið þarna inn úr með 2 daga millibili þar sem voru sipaðir vatnavextir á svæðinu í millitíðinni og stór hluti leiðarinnar var einfaldlega horfinn í Markarfljótið þegar ég kom upp úr aftur.

Þetta svæði er stórvarasamt, en það að læra að umgangast það og það hversu mikið mál er oft að koma sér þarna inn úr er einfaldlega afar stór hluti af sjarma svæðisins.

Viljum við nokkuð fara að sjá Yarisa almennt þarna inn frá? Má ekki sumt halda sínum forna sjarma?


mbl.is Menn fundust í Básum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur ertu væntanlega að misskilja mikið Björgvin minn kæri

Yfirvöld í Lúxemborg hafa líklega hundrað eða mögulega þúsundfalt meiri hagsmuna að gæta MEÐ bankaleyndinni en þessar innistæður sem þarna er um að ræða.

Heldur Björgvin í alvöru að litlir Íslenskir gjaldþrota bankar hafi mikið að segja í hringiðu bankastarfseminnar í Lúx? Og hversu líkleg er að Björgvin standi við stóru orðin þegar Lúxarar segja einfaldlega NEI?


mbl.is Kaupþing í Lúx ekki selt nema gögnin fáist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtaka máttur bloggheima og góðra fréttaskýringa Kastljóssins sanna sig

Þetta eru góðar fréttir, fréttir sem vekja hjá mér von um að fjórða aflið raunverulega geti haft áhrif á Íslandi. Frábærar fréttir.

Í samhengi við fjórða valdið vil ég sérstaklega hrósa Sigmundi Erni, sem eftir borgarafund með fjölmiðla fólki virðist hafa vaknað af dvala og bloggar nú sem aldrei fyrr. Frábærar greinar hjá honum margar og vel fram settar.

En Vésteinn Gauti, Egill Helgason, Lára Hanna, Kastljós fólk og við hin: TIL HAMINGJU Cool


mbl.is KPMG óskar eftir lausn frá verkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litli frændi að minna mig á að taka mig ekki alltaf svona alvarlega :P

Afi (pabbi minn) hringdi í nafna sinn og systurson minn áðan og spurði hvað hann vildi í jólagjöf. Nafninn svaraði að bragði að hann vildi eitthvað flott Legó dót.

Afinn spurði þá hvað hann héldi að mamma hans vildi í jólagjöf.

Aftur svaraði gaurinn snarlega og sagði: Hún vill bara að ég sé ánægður á Jólunum  Grin


Kjánaskapur að halda að Lúxemborg, ríki sem er nánast stofnað um bankaleynd, muni láta uppi þessar upplýsingar

Ég á í vandræðum gagnvart Björgvini G. Sigurðssyni. Mér finnst hann nefnilega koma fyrir sem vænsti drengur. En hvað getum við horft undan lengi?

Björgvin, viljirðu að þjóðin fái minnstu trú á störfum þínum þarftu að stíga fram fyrir skjöldu og fara að taka fulla ábyrgð á störfum þínum.

Ég veit að þú ert búinn að vera vakinn og sofinn yfir þessu, en það er bara því miður ekki nóg. Þetta snýst um hvert þú einbeitir tíma þínum. Við verðum að treysta því að þú horfir meira á spillingarbullið hérna heima en á allt annað akkúrat núna.

Sannaðu að þú sért maður með góða samvisku í þessum málum - taktu á þessu.

Ps. Björgvin, Lúxemborg mun lítið gera annað en að hlægja í smá stund og henda svo beiðninni frá þér.


mbl.is Stjórnvöld í Lúxemborg veiti upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KPMG International vill endilega fá aðstoð við að uppræta spillingu og misnotkun nafnsins

Mæli eindregið með blogginu hans Vésteins í dag: http://vesteinngauti.blog.is/blog/vesteinngauti/entry/740075/

Þar koma fram leiðbeiningar um hvernig við getum sent þeim upplýsingar um hvernig staða mála er. Þeir eru alþjóðlegt fyrirtæki sem metur orðspor síns mikils, þeir munu efalaust vilja hreinsa orðspor sitt af þessu bulli sem er á ferðinni hérna heima.


mbl.is Farið yfir störf KPMG fyrir skilanefnd Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslar þú ennþá í Bónus???

Ég og frúin ræddum þetta í dag. Getum ekki tekið þátt í að styrkja Jón Ásgeir frekar. Nú verður leitast við að versla annarsstaðar en í Bónus héðan í frá.

Mæli sérstaklega með Fjarðarkaup, eru almennt með mjög góð verð, ferskt kjöt og fisk og frábæra heilsuvöru deild.

Hvernig getur maður réttlætt fyrir sér að styrkja áfram mennina sem eru að kosta okkur atvinnuna, lífeyrin og heimilið í dag?  Getur þú það?


mbl.is Birta lista yfir lækkanir birgja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband