Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Þægilegt að sjá að til eru þingmenn með einhvern snefil af siðferði
11.11.2008 | 12:24
Honum urðu á mikil mistök, sorglegt en mannlegt í hita leiksins að fara fram úr sér, mistök sem kostuðu hann tryggð og trúnað bæði kjósenda sinna mögulega en án vafa flokksfélaga sinna (sem því miður virðist enn vera aðalmálið í þingstörfum á íslandi).
Hér er einföld jafna sem að flestir skilja frá barnsaldri: Mikil mistök = segja af sér
Mér detta srax í hug nokkrir aðilar með ýmis langskólapróf, sem gegna forystu í þessu litla staurblanka landi, sem að virðast ekki skilja þessa einföldu reiknings jöfnu. Ættu slíkir aðilar að stjórna t.d. hagfræðingum við skipulag peningamálastefnu íslendinga??
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leið 12 sporanna til iðrunar að verki þarna - frábært
10.11.2008 | 12:23
Það eiga margir erfitt með að trúa því hversu mikil breyting verður á manneskju við það eitt að bæta fyrir misgjörðir sínar með einum eða öðrum hætti. Kannski vegna þess hversu vanir aðstandendur eru því að sjá fíkilinn iðrast sáran og hegða sér svo nánast strax aftur eins.
En það er mikill munur á því að biðjast fyrirgefningar eða á því að raunverulega iðrast og bæta fyrir brot sín. Mikill munur.
Íslenskir frammámenn ættu skilyrðislaust að taka sér þennan ágæta fíkil til fyrirmynda.
Þjófur sem iðrast gjörða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvers vegna bankar hrynja - Fjármál 101 - Algert skylduáhorf
10.11.2008 | 09:56
Fyrsta myndbandið skýrir fyrir okkur uppruna og rekstur bankanna á afar einföldu máli, full einföldu kannski fyrir marga en læt það fljóta með engu að síður þar sem að það skýrir margt.
Í myndbroti 2 er skýrt hvernig bankarnir í dag búa til peninga. Fær mann til þess að dauðlanga til að stofna sinn eigin banka. Myndbrot 2 skýrir líka hvernig bankarnir geta þetta ekki nema með dyggum stuðningi ríkisvaldsins.
Í 3 myndbrotinu sjáum við hvernig hagkerfið er í raun ekki til án skulda á macro skala. Er svo skemmtileg en afar kaldhæðin tilvitnun þar sem að segir að peningarkerfið sé í raun eins og leikurinn tónlistarstóll, þar sem að alltaf eru einum fleiri leikmenn en stóll, að meðan að tónlistin stoppar ekki að þá virkar leikurinn endalaust. Á sama máta, meðan að samfélögin skapa áfram endalausar skuldir að þá virðist leikurinn virka endalaust. En eins og við svo áþreifanlega höfum fengið að upplifa núna, þá virkar leikurinn augljóslega ekki án skelfilegs hruns með reglulegu millibili. Tengdafaðir minn yndislegur, Pétur Knútsson kennari við HÍ, heldur því sífellt fram að hugmyndin um vexti sé undirstaða alls misréttis í heiminum. Mér fannst hann oft full dramatískur, en velti því nú fyrir mér eftir þessa katastrófíu hvort að svo sé?
Myndbrot 4 ætti síðan að vera algert skylduáhorf fyrir alla þá sem eru að vinna að því núna að endurbyggja kerfið. Hvers vegna ekki að hugsa langt út fyrir rammann og endurbyggja hagkerfið bara frá grunni? Ef það var einhvern tímann mögulegt að þá er það augljóslega NÚNA.
En endilega horfðu á alla hlutana, þetta er afar upplýsandi og má þarna sjá að mínu mati, hvers vegna fjármálakerfi sem byggt er á sjónhverfingum, hrynur með reglulegu millibili. Ég sleppi hérna viljandi hluta 5 þar sem að þar er farið meira inn á samsæriskenningarnar um NWO, sem að mér hefur hingað til þótt heldur langsóttar, en þú getur séð það á YouTube ef að þú vilt skoða það betur. Því meira sem að maður skoðar þetta - því fleiri spurningar vakna.
Hannes vísar ásökunum á bug | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Við (ég, þú, stjórnmálamenn og konur) augljóslega ráðum ekki við þetta. Við verðum að sleppa tökunum og láta hlutlausum sérfræðingum málin eftir til rannóknar og skoðunar. ALLIR sem að málum koma virðast bera sök og eyða stórum hluta orku sinnar í að reyna að hylja hana.
Gefumst bara upp. Komum okkur í jólaskapið. Það veitir ekkert af að safna orku og krafti til þess að takast á við erfiðleikana sem framundan eru.
Í dag er ég kominn í jólaskapið hreinlega, finn enga von í ástandinu en mikla gleði í jólaskapinu
Þar sem að ég sat áðan og hlustaði á Nat King Cole kom mér í hug að fletta snöggvast upp í Biblíunni, sem eins og flestir þegnar þjóðkirkjunnar, ég geri allt of sjaldan. Þar kom til mín textinn í Esekíel 18. Mjög merkilegt hvernig svona tengist oft því sem að fólk er að ganga í gegnum.
Góðu fréttirnar eru þær, finnst mér, fyrir þá sem að velja að til sé Guð, að hann lofar okkur þarna að ef við breytum lífsháttum okkar munum við lifa.
Þetta eru vissulega góðar fréttir, fær mig til að velta alvarlega fyrir mér hvort að þetta sé ekki bara raunin. Við verðum að sjá að okkur, leita aftur að raunverulegum gildum okkar og snúa frá óðagræðginni.
Í auðmýkt og samhyggð munum við verða stór og sterk þjóð, þjóð sem getur verið öðrum fyrirmynd.
Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
kveðja Georg W. Bush á viðeigandi máta með Frank Caliendo eftirhermu:
Obama byrjaður að raða í embætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mínar hugleiðingar í takt við sorgarferlið
6.11.2008 | 14:38
Já, fyrst var ég bara tómur og ekki alveg að ná því hvað væri að gerast. Svo kom reiðin sem að virðist svo gjarnan vera hluti sorgarferilsins. En nú er ég bara í sorg.
Sorg gagnvart þjóðinni minni sem að á svo erfitt framundan. Sorg gagnvart fosvarsmönnum þings og viðskiptalífs, sem að nú þurfa svo bráðnausynlega að líta inn á við, sjá að sér og bæta fyrir brot sín. Sorg gagnvart okkur öllum sem að stöndum hér gjammandi aðallega af því að við skiljum ekki neitt.
Ég er á því að ég get einfaldlega ekki gert upp sorgina mína nema að ég fái að skilja almennilega hvað er um að vera. Eru Bretar að fara fram á meiri skuldbindingar eða tryggingar heldur en okkur ber að standa við? Af hverju fáum við ekki skýra mynd af því? Er íslenska ríkisstjórnin búin að bjóða það að standa að fullu við þær skuldbindingar sem okkur ber, eða eru þeir bara búnir að leggja á borð einhverja óljósa vafninga eins og virðist gjarnan vera lenskan í íslenskri pólitík?
Mig langar til þess að hætta þessu þrasi og tuði. Mig langar til þess að gerendurnir biðjist bara afsökunar og að hinir geti þá hætt að safna í sökudólga brennuna. Mig langar til þess að fá skýrar réttar upplýsingar um hver staða mála raunverulega er.
Mig langar til þess að fara að horfa fram á veginn og einbeita mér að uppbyggingar starfinu sem framundan er.
IMF-beiðni frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Undur og stórmerki
4.11.2008 | 22:05
Ég sem hélt að mínir menn yrðu afar sprækir í leiknum eftir að hafa hvílt sig allan seinni hálfleikinn gegn Tottenham?!? Þurftu þeir lengri pásu?
Ja, sei sei. Miðjukóngurinn bjargaði þó málum með stórkostlegum einleik þarna undir lokin. Sótti vítið og skoraði.
Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sá á netinu enn eina ágæta útskýringu á því hvað skortsala er, læt það flakka hérna. Vona að Kapítalistanum sé sama, finnst þetta bara afar upplýsandi hjá honum. Menn geta síðan haft sínar eigin hugmyndir um aðgerðina.
Fengið af bloggsíðu: http://capitalist.blog.is/blog/capitalist/
Skortsala (e. Short selling)
Fjárfestir leigir verðbréf frá einhverjum eiganda sem vill halda í bréfin sín en hafa af þeim tekjur. Segjum að leigan sé til 3 mánaða. Fjárfestirinn sem leigir selur bréfin strax á markaði. Eftir 3 mánuði kaupir hann aftur sambærileg bréf og afhendir þau leigjanda ásamt leigugjaldi.
Fjárfestirinn veðjar þannig á að verðbréfið sé ódýrara eftir 3 mánuði. því þá kaupir hann það til baka á lægri upphæð en hann seldi það á við upphaf leigutímans. Ef það gerist ekki og bréfin hækka í verði eða verð helst óbreytt,þá tapar fjárfestirinn því hann þarf að borga hærra verð eða sama verð fyrir bréfin og einnig leigugjaldið.
Sá sem leigir getur verið langtímafjárfestir sem vill ekki losa bréfin. T.d. stórir fagfjárfestar eins og lífeyrissjóðir. Þeir fá með þessu leigutekjur ofan á venjulegar tekjur af bréfunum svo sem arðgreiðslur.
Taka skal fram að vegna eðli skortsölu þá er hún einungis möguleg með fullkomlega skiptanlegum eignum. Svo sem gjaldeyri, hlutabréf og skuldabréf. Þar sem eitt bréf eða eining er alveg fullkomlega sambærileg við önnur bréf eða einingu. Skortsala er því ekki möguleg á fasteignum, bifreiðum eða öðru slíku sem ekki er umskiptanlegt.
Óþolandi að líða fyrir tortryggni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í þessari klippu hér að neðan er Richard D. Wolff, þekktur ameríksur hagfræðingur að útskýra hvernig hugtök eins og "innovative entrepreneurship" eru í dag notuð yfir einfaldan kommúnisma. Hvernig þjóð sem að skilgreinir sig hægri sinnaða "no matter what" er búin að vera að færast yfir í Liberal leftism án þess að kannski vita af því.
Nokkuð langt brot en vel þess virði að sjá:
Nú berjast stjórnarflokkarnir núverandi og fyrrverandi, Samfylkingin og Framsókn, við það að bera af sér slyðruorðið. Samfylkingin virðist ekki vilja kannast við ábyrgð sína á málum sem gerandi í núverandi ríkisstjórn, og Framsókn virðist ekkert kannast við það núna að ítrekaðar ábendingar hafi borist okkur allt að einu og hálfu ári áður en að þeir féllu úr ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar orðið gera sér skýra grein fyrir sök sinni og þegja þegjanda hljóði. Vona bara að VIÐ hin ætlum nú ekki að fara að leita að sökudólgum.
Besta tilísunin í það fannst mér eiginlega koma í Spaugstofunni þar sem að í gríni var sett fram tilkynning frá Samtökum Síbrotamanna um að taka sig nú saman og styðja ríkisstjórnina. "Styðjum ríkisstjórnina - enga sökudólga" sögðu samtökin. Eðlilega vilja brotamenn ekki að verið sé að leita uppi einhverja sökudólga.
Hér talar Harald Magnus Andreassen um að það séu tvö og hálft ár frá því að hann hafi varað við þessu og þá hafi fjölmargir sérfræðingar verið honum sammála. Brugðust Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn við þessum viðvörunum. JÁ, það gerðu þeir. Þeir tilkynntu um það opinberlega að það væri lítið að marka svona sérfræðinga, að þessir sérfræðingar skildu ekki hversu sérstakir íslendingar væru. Hvílíkur hroki, hvílíkur barnaskapur. Og við hin vildum trúa þeim, jafn barnaleg og hrokafull.
Hagfræðin er gamalreynt fag, hvers vegna ættu allt í einu grundvallar hugmyndir hennar að vera rangar?
Margir hafa sagt mér undanfarið að kapítalisminn hafi verið að hrynja. Ég er því ósammála. Sú stefna sem að við höfum fylgt á Íslandi undanfarin a.m.k. 5-10 ár hefur lítið með Kapítalisma að gera. Það er nefnilega megin hugmynd Kapítalismans að framleiðsla sé meiri en eyðsla.
Ég endurtek: að FRAMLEIÐSLA sé MEIRI en EYÐSLA.
Er það það sem að þú lesandi góður kannast við á Íslandi undanfarin ár?
Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |