"Árangur áfram - Ekkert STOPP" - hljómar orðið afar sorglega í mínum eyrum

Nú berjast stjórnarflokkarnir núverandi og fyrrverandi, Samfylkingin og Framsókn, við það að bera af sér slyðruorðið. Samfylkingin virðist ekki vilja kannast við ábyrgð sína á málum sem gerandi í núverandi ríkisstjórn, og Framsókn virðist ekkert kannast við það núna að ítrekaðar ábendingar hafi borist okkur allt að einu og hálfu ári áður en að þeir féllu úr ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar orðið gera sér skýra grein fyrir sök sinni og þegja þegjanda hljóði. Vona bara að VIÐ hin ætlum nú ekki að fara að leita að sökudólgum.

Besta tilísunin í það fannst mér eiginlega koma í Spaugstofunni þar sem að í gríni var sett fram tilkynning frá Samtökum Síbrotamanna um að taka sig nú saman og styðja ríkisstjórnina. "Styðjum ríkisstjórnina - enga sökudólga" sögðu samtökin. Eðlilega vilja brotamenn ekki að verið sé að leita uppi einhverja sökudólga.

Hér talar Harald Magnus Andreassen um að það séu tvö og hálft ár frá því að hann hafi varað við þessu og þá hafi fjölmargir sérfræðingar verið honum sammála. Brugðust Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn við þessum viðvörunum. JÁ, það gerðu þeir. Þeir tilkynntu um það opinberlega að það væri lítið að marka svona sérfræðinga, að þessir sérfræðingar skildu ekki hversu sérstakir íslendingar væru. Hvílíkur hroki, hvílíkur barnaskapur. Og við hin vildum trúa þeim, jafn barnaleg og hrokafull.

Hagfræðin er gamalreynt fag, hvers vegna ættu allt í einu grundvallar hugmyndir hennar að vera rangar?

Margir hafa sagt mér undanfarið að kapítalisminn hafi verið að hrynja. Ég er því ósammála. Sú stefna sem að við höfum fylgt á Íslandi undanfarin a.m.k. 5-10 ár hefur lítið með Kapítalisma að gera. Það er nefnilega megin hugmynd Kapítalismans að framleiðsla sé meiri en eyðsla.

Ég endurtek: að FRAMLEIÐSLA sé MEIRI en EYÐSLA.

Er það það sem að þú lesandi góður kannast við á Íslandi undanfarin ár?


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Nei það er alveg klárt mál að svo hefur ekki verið. Það sýnir sig best á því hve lítill eignarhlutur banka var í þessu eignahafi þeirra....90% skuldsett og allt í volli. Verður fróðlegt að finna fyrir því hvernig það verður þegar við lendum á botninum...og hvernig okkur mun ganga að standa upp aftur.

Óskar, 3.11.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 3.11.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband