Þægilegt að sjá að til eru þingmenn með einhvern snefil af siðferði

Honum urðu á mikil mistök, sorglegt en mannlegt í hita leiksins að fara fram úr sér, mistök sem kostuðu hann tryggð og trúnað bæði kjósenda sinna mögulega en án vafa flokksfélaga sinna (sem því miður virðist enn vera aðalmálið í þingstörfum á íslandi).

Hér er einföld jafna sem að flestir skilja frá barnsaldri: Mikil mistök = segja af sér

Mér detta srax í hug nokkrir aðilar með ýmis langskólapróf, sem gegna forystu í þessu litla staurblanka landi, sem að virðast ekki skilja þessa einföldu reiknings jöfnu.  Ættu slíkir aðilar að stjórna t.d. hagfræðingum við skipulag peningamálastefnu íslendinga??


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrsta skipti sem ég styð einhvern í Framsóknarflokknum og það er núna Bjarni er flottastur skilur hugtakið skammast sín

Guðrún (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Ómar Ingi

Gott hjá honum en hversu oft hafa aðrir þingmenn gert slíkt hið sama í hinum ýmsu flokkum ?

Ómar Ingi, 11.11.2008 kl. 19:29

3 identicon

Baldvin minn kæri vin.

Hver voru mistök Bjarna Harðar?

Að hafa ætlað að koma í bakið á Valgerði eða voru þau að hann sendi tölvupóstinn óvart á fjölmiðlana?

Fyrst svona vinnubrögð þekkjast í þessum bransa þá tel ég gott að það hafi komist upp um blessaðan manninn því svona vinnubrögð eiga ekki að líðast, hvort sem Bjarni Harðarson eigi í hlut eða einhverjir aðrir. Þetta sendir ákveðin skilaboð út í samfélagið og opnar umræðu um trúverðugleika stjórnmálamanna.

Mér finnst gott að maðurinn hafi tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku og sýnir með því öðrum þingmönnum og ráðherrum gott fordæmi.

Ég ætla ekki að höggva meira í Bjarna blessaðan því hann á örugglega svolítið erfitt þessa dagana karlanginn. Hann var nú einu sinni þingmaður okkar Sunnlendinga og nokkuð skeleggur í því starfi.

Varðandi afsagnir þingmanna og ráðherra má benda á að Bjarni Harðar braut í raun ekki lög með þessu. Ef hann gerði það þá bið ég fólk um að leiðrétta mig. En hvað með ráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar sem hafa verið uppvísir að því að brjóta lög í starfi og ríkið hefur þurft að greiða bætur samfara því en.... þeir sitja áfram sem fastast??? Er það áhyggjuefni eða bara mjög eðlilegt?

Á jafnan þín ekki vel við í þeim tilfellum Baldvin?

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband